Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2021 13:50 Björgvin Páll Gústavsson kom til Hauka frá Skjern í Danmörku fyrir tímabilið. Stoppið í Hafnarfirði verður þó styttra en búist var við. vísir/vilhelm Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. Í gærkvöldi sendu Haukar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Björgvin hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Í tilkynningu sagði Björgvin að hann vildi komast í fullt starf við handbolta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni. Málefni Björgvins voru rædd í Sportinu í dag. „Það er auðvitað mjög sérstakt að greina frá þessu núna en á móti kemur, hefði verið hægt að halda þessu leyndu?“ sagði Henry Birgir. Hann segir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sé eflaust pirraður að missa Björgvin þótt hann sé ekki pirraður út í hann sjálfan. Langlíklegast þykir að Björgvin fari til Vals sem yrði góð lending fyrir báða aðila segir Henry Birgir. „Við höfum heimildir fyrir því að það sé mjög líklega aðalástæðan fyrir því að hann nýtti sér þetta uppsagnarákvæði. Og það þarf ekkert að koma á óvart. Valur er fjársterkasta félag landsins, ætla sér alltaf stóra hluti og eru fullir af metnaði. Markvarðateymi Vals hefur valdið gríðarlega miklum vonbrigðum og Björgvin Páll hefur verið besti markvörður Íslands í meira en áratug. Hann er það góður að titlar vinnast með hann innanborðs,“ sagði Henry Birgir. „Ég er ekkert hissa á því ef það er rétt að Valur sé að ganga með grasið í skónum á eftir honum og semja við hann. Valsmenn eru að reyna að bæta atvinnumannaumhverfi í sínum íþróttum og það að ráða Björgvin Pál inn í hundrað prósent starf og láta hann sinna einhverju öðru með er rökrétt skref hjá félagi sem hefur efni á því. Hakan á mér hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val í dag að Björgvin sé kominn þangað frá og með næsta sumri.“ Henry Birgir efast um að þessi tíðindi, að Björgvin yfirgefi Hauka í sumar, muni ekki hafa áhrif á að hann eða samherja hans það sem eftir lifir tímabils. „Hann er toppmaður, góður í hóp og algjör fagmaður. Hann mun gefa 120 prósent. Auðvitað er Aron pirraður og þarf að fara að huga að næstu leiktíð en hann vill bara vinna titilinn núna. Andri Scheving fær kannski aðeins meiri tíma. Síðan kalla Haukar Stefán Huldar [Stefánsson] heim frá Gróttu,“ sagði Henry Birgir en umræddur Stefán Huldar er í láni hjá Gróttu frá Haukum og hefur leikið einkar vel í vetur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Haukar Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Í gærkvöldi sendu Haukar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Björgvin hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Í tilkynningu sagði Björgvin að hann vildi komast í fullt starf við handbolta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni. Málefni Björgvins voru rædd í Sportinu í dag. „Það er auðvitað mjög sérstakt að greina frá þessu núna en á móti kemur, hefði verið hægt að halda þessu leyndu?“ sagði Henry Birgir. Hann segir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sé eflaust pirraður að missa Björgvin þótt hann sé ekki pirraður út í hann sjálfan. Langlíklegast þykir að Björgvin fari til Vals sem yrði góð lending fyrir báða aðila segir Henry Birgir. „Við höfum heimildir fyrir því að það sé mjög líklega aðalástæðan fyrir því að hann nýtti sér þetta uppsagnarákvæði. Og það þarf ekkert að koma á óvart. Valur er fjársterkasta félag landsins, ætla sér alltaf stóra hluti og eru fullir af metnaði. Markvarðateymi Vals hefur valdið gríðarlega miklum vonbrigðum og Björgvin Páll hefur verið besti markvörður Íslands í meira en áratug. Hann er það góður að titlar vinnast með hann innanborðs,“ sagði Henry Birgir. „Ég er ekkert hissa á því ef það er rétt að Valur sé að ganga með grasið í skónum á eftir honum og semja við hann. Valsmenn eru að reyna að bæta atvinnumannaumhverfi í sínum íþróttum og það að ráða Björgvin Pál inn í hundrað prósent starf og láta hann sinna einhverju öðru með er rökrétt skref hjá félagi sem hefur efni á því. Hakan á mér hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val í dag að Björgvin sé kominn þangað frá og með næsta sumri.“ Henry Birgir efast um að þessi tíðindi, að Björgvin yfirgefi Hauka í sumar, muni ekki hafa áhrif á að hann eða samherja hans það sem eftir lifir tímabils. „Hann er toppmaður, góður í hóp og algjör fagmaður. Hann mun gefa 120 prósent. Auðvitað er Aron pirraður og þarf að fara að huga að næstu leiktíð en hann vill bara vinna titilinn núna. Andri Scheving fær kannski aðeins meiri tíma. Síðan kalla Haukar Stefán Huldar [Stefánsson] heim frá Gróttu,“ sagði Henry Birgir en umræddur Stefán Huldar er í láni hjá Gróttu frá Haukum og hefur leikið einkar vel í vetur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Haukar Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59
Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti