Kanna heimildir til að sekta þá sem sækja farþega Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2021 11:57 Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn landamærasviðs Ríkislögreglustjóra. Vísir/Sigurjón Lögreglan telur vert að kanna heimildir til að beita sektum gagnvart þeim sem sækja komufarþega á Keflavíkurflugvöll. 90 sóttu farþega á flugvöllinn um liðna helgi. Allir sem koma til landsins þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví. Borið hefur á því að fólk dvelji ekki í því húsnæði sem það tilkynnti stjórnvöldum að það ætlaði að taka út sóttkví í. „Við teljum að það séu nokkur tilvik um að það hafi komið upp. Að fólk hafi vísvitandi verið að villa um fyrir stjórnvöldum, eða svona vísbendingar um það,“ segir Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn á landamærasviði Ríkislögreglustjóra. Að meðaltali koma um 170 til 180 farþegar hingað til lands á degi hverjum. Nýgengi smita er með lægsta móti á Íslandi sem margir þakka ströngum reglum á landamærunum. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að greiningu til að girða fyrir veikleika í núverandi kerfi. Brögð eru á því að fólk sæki farþega á Kelfavíkurflugvöll, sem er þvert á reglur. „Lögreglan er með viðveru í komusalnum og ræðir við fólk sem er komið þangað og er að upplýsa um þessar reglur sem gilda um að koma sér í sóttkví frá landamærastöðinni. Núna um helgina töldum við um 90 tilvik þar sem einstaklingar voru komnir gagngert til að sækja farþega.“ Sumir segjast ætla að taka út sóttkví með farþegunum sem þeir sækja. Lögreglan hefur þó áhyggjur af því að margir fari ekki eftir því og smit gæti borist þannig út í samfélagið. Jón Pétur segir til skoðunar að kanna sannleiksgildi fullyrðinga komufarþega um hvar þeir ætli að dvelja og skikka þá sem ekki geta gefið upp dvalarstað til að dvelja í farsóttarhúsi, líkt og sóttvarnalæknir hefur talað fyrir. „Það má vel vera að það þurfi að ganga lengra í þessum efnum og kanna heimildir til að beita þá sektum sem sækja farþega,“ segir Jón Pétur. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Allir sem koma til landsins þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví. Borið hefur á því að fólk dvelji ekki í því húsnæði sem það tilkynnti stjórnvöldum að það ætlaði að taka út sóttkví í. „Við teljum að það séu nokkur tilvik um að það hafi komið upp. Að fólk hafi vísvitandi verið að villa um fyrir stjórnvöldum, eða svona vísbendingar um það,“ segir Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn á landamærasviði Ríkislögreglustjóra. Að meðaltali koma um 170 til 180 farþegar hingað til lands á degi hverjum. Nýgengi smita er með lægsta móti á Íslandi sem margir þakka ströngum reglum á landamærunum. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að greiningu til að girða fyrir veikleika í núverandi kerfi. Brögð eru á því að fólk sæki farþega á Kelfavíkurflugvöll, sem er þvert á reglur. „Lögreglan er með viðveru í komusalnum og ræðir við fólk sem er komið þangað og er að upplýsa um þessar reglur sem gilda um að koma sér í sóttkví frá landamærastöðinni. Núna um helgina töldum við um 90 tilvik þar sem einstaklingar voru komnir gagngert til að sækja farþega.“ Sumir segjast ætla að taka út sóttkví með farþegunum sem þeir sækja. Lögreglan hefur þó áhyggjur af því að margir fari ekki eftir því og smit gæti borist þannig út í samfélagið. Jón Pétur segir til skoðunar að kanna sannleiksgildi fullyrðinga komufarþega um hvar þeir ætli að dvelja og skikka þá sem ekki geta gefið upp dvalarstað til að dvelja í farsóttarhúsi, líkt og sóttvarnalæknir hefur talað fyrir. „Það má vel vera að það þurfi að ganga lengra í þessum efnum og kanna heimildir til að beita þá sektum sem sækja farþega,“ segir Jón Pétur.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira