Halda vart vatni yfir mosfellsku skyttunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2021 16:31 Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur skotist fram á sjónarsviðið í vetur. Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur leikið vel með Aftureldingu í upphafi tímabils og hrifið sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Þorsteinn skoraði átta mörk úr níu skotum þegar Afturelding tapaði fyrir FH, 27-33, í Olís-deildinni í gær þrátt fyrir að spila lengst af hægra megin fyrir utan. Þessi átján ára skytta er markahæsti leikmaður Aftureldingar á tímabilinu með 26 mörk í sjö leikjum. „Hann er að leysa þetta frábærlega. Hann gerir helling af mistökum, aðallega sendingar. Hann er stór og er kannski enn að læra á líkamann. Hann er enn að þroskast,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Hann lýgur engu með að Þorsteinn sé stór, nánar tiltekið 2,05 metrar á hæð og vel yfir hundrað kíló. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Leó Jóhann Gunnar kveðst ánægður með hversu mikið traust Þorsteinn fær frá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar. „Hann er ekkert að kippa honum út af. Það kviknar á honum og hann tekur þrjú til fjögur mörk í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Þorsteinn sé ekki bara langskytta, hann hafi ýmislegt annað fram að færa. „Hann virðist vera flinkur. Hann er að brjótast í gegn og er mjög lunkinn í að fiska menn út af. Mér finnst hann þurfa að skjóta aðeins meira fyrir utan. Það þarf nýta þessa miklu stærð sem hann hefur og skotlagið hans er þannig að hann er mjög hátt með höndina,“ sagði Ásgeir Örn. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Þorsteinn skoraði átta mörk úr níu skotum þegar Afturelding tapaði fyrir FH, 27-33, í Olís-deildinni í gær þrátt fyrir að spila lengst af hægra megin fyrir utan. Þessi átján ára skytta er markahæsti leikmaður Aftureldingar á tímabilinu með 26 mörk í sjö leikjum. „Hann er að leysa þetta frábærlega. Hann gerir helling af mistökum, aðallega sendingar. Hann er stór og er kannski enn að læra á líkamann. Hann er enn að þroskast,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Hann lýgur engu með að Þorsteinn sé stór, nánar tiltekið 2,05 metrar á hæð og vel yfir hundrað kíló. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Leó Jóhann Gunnar kveðst ánægður með hversu mikið traust Þorsteinn fær frá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar. „Hann er ekkert að kippa honum út af. Það kviknar á honum og hann tekur þrjú til fjögur mörk í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Þorsteinn sé ekki bara langskytta, hann hafi ýmislegt annað fram að færa. „Hann virðist vera flinkur. Hann er að brjótast í gegn og er mjög lunkinn í að fiska menn út af. Mér finnst hann þurfa að skjóta aðeins meira fyrir utan. Það þarf nýta þessa miklu stærð sem hann hefur og skotlagið hans er þannig að hann er mjög hátt með höndina,“ sagði Ásgeir Örn. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59
Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11