Tom Brady fær ekki bara hring fyrir sigurinn í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 13:30 Tom Brady fagnar með Vince Lombardi bikarinn eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. AP/David J. Phillip Tom Brady tryggði sér sinn sjöunda Super Bowl hring eftir sannfærandi sigur Tampa Bay Buccaneers á Kansas City Chiefs í Super Bowl á sunnudagskvöldið en það voru ekki einu verðlaun kappans. Tom Brady skilaði Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titli á sínu fyrsta tímabili. Þetta var fyrsti titill félagsins í átján ár en liðið hafði ekki komist í úrslitakeppnin síðan 2008 fyrir komu Brady. Brady sýndi enn á ný hversu mikill sigurvegari hann er en enginn annar leikstjórnandi í sögunni hefur unnið fleiri en fjóra NFL-titla. Tom Brady cashes in on Super Bowl bonus after Bucs dominate Chiefs https://t.co/uRylslPvgC— FOX Business (@FoxBusiness) February 8, 2021 Hinn 43 ára gamli Tom Brady gerði tveggja ára samning við Tampa Bay Buccaneers í mars í fyrra og var öruggur með að fá fimmtíu milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil eða rúmlega 6,4 milljarða í íslenskum krónum. Það voru líka bónusgreiðslur í þessum sögulega samningi fyrir mann sem er á 44. og 45. aldursári á meðan samningurinn er í gildi. Auk þess að fá fimmtán milljónir dollara fyrir þetta tímabil og tíu milljónir dollara að auki fyrir að komast í liðið þá fær Brady 2,2 milljónir dollara fyrir að skila Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titlinum. Tom Brady s contract this season when including incentives: Salary: $15M Roster bonus: $10M Top 5 in yards & TDs: $1.1M Making playoffs + SB win: $2.2MTotal: $28.3 million. Fitting. pic.twitter.com/aEMUpJYxrk— NFL Update (@MySportsUpdate) February 9, 2021 Brady fékk 500 þúsund dollara fyrir að skila Buccaneers liðinu í úrslitakeppnina, 250 þúsund dollara fyrir hvern sigur í úrslitakeppninni, 500 þúsund dollara fyrir að komast í Super Bowl og loks 500 þúsund Bandaríkjadala fyrir sigurinn í Super Bowl. Brady fær því ekki bara glæsilega hring fyrir sigurinn í Super Bowl heldur einnig 283 milljóna króna bónusgreiðslu. Ekki slæmt fyrir mann á fimmtugsaldri. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Ofurskálin Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Tom Brady skilaði Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titli á sínu fyrsta tímabili. Þetta var fyrsti titill félagsins í átján ár en liðið hafði ekki komist í úrslitakeppnin síðan 2008 fyrir komu Brady. Brady sýndi enn á ný hversu mikill sigurvegari hann er en enginn annar leikstjórnandi í sögunni hefur unnið fleiri en fjóra NFL-titla. Tom Brady cashes in on Super Bowl bonus after Bucs dominate Chiefs https://t.co/uRylslPvgC— FOX Business (@FoxBusiness) February 8, 2021 Hinn 43 ára gamli Tom Brady gerði tveggja ára samning við Tampa Bay Buccaneers í mars í fyrra og var öruggur með að fá fimmtíu milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil eða rúmlega 6,4 milljarða í íslenskum krónum. Það voru líka bónusgreiðslur í þessum sögulega samningi fyrir mann sem er á 44. og 45. aldursári á meðan samningurinn er í gildi. Auk þess að fá fimmtán milljónir dollara fyrir þetta tímabil og tíu milljónir dollara að auki fyrir að komast í liðið þá fær Brady 2,2 milljónir dollara fyrir að skila Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titlinum. Tom Brady s contract this season when including incentives: Salary: $15M Roster bonus: $10M Top 5 in yards & TDs: $1.1M Making playoffs + SB win: $2.2MTotal: $28.3 million. Fitting. pic.twitter.com/aEMUpJYxrk— NFL Update (@MySportsUpdate) February 9, 2021 Brady fékk 500 þúsund dollara fyrir að skila Buccaneers liðinu í úrslitakeppnina, 250 þúsund dollara fyrir hvern sigur í úrslitakeppninni, 500 þúsund dollara fyrir að komast í Super Bowl og loks 500 þúsund Bandaríkjadala fyrir sigurinn í Super Bowl. Brady fær því ekki bara glæsilega hring fyrir sigurinn í Super Bowl heldur einnig 283 milljóna króna bónusgreiðslu. Ekki slæmt fyrir mann á fimmtugsaldri. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Ofurskálin Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira