Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2021 18:45 Kim Kielsen á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík sumarið 2019. Á sama tíma var Donald Trump Bandaríkjaforseti að óska eftir því að fá að kaupa Grænland. Egill Aðalsteinsson Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. Kim Kielsen forsætisráðherra lýsti því hins vegar yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn. Það yrði að vera ákvörðun þingsins hvort kosið yrði að nýju, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Vittus Qujaukitsoq, formaður Nunatta Qitornai, hins flokksins sem eftir situr í stjórninni, kvaðst þó búast við nýjum kosningum innan fárra vikna. Það flækir enn stöðuna að Erik Jensen, sem í nóvember felldi Kim Kielsen úr formannssæti Siumut-flokksins, er sjálfur byrjaður viðræður við stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Inuit Ataqatigiit, eða IA, um myndun nýrrar stjórnar, eftir að hafa mistekist að ná forsætisráðherrastólnum af Kim Kielsen. Siumut-flokkurinn er þannig klofinn í herðar niður vegna átaka þeirra Kims Kielsens og Eriks Jensens en innanflokksátök Siumut-flokksins er ein af ástæðunum sem formaður Demokraterne nefndi fyrir því að slíta stjórnarsamstarfinu, að því er KNR greinir frá. Hann nefndi einnig þá óvissu sem komin væri upp um námavinnslu við bæinn Narsaq vegna ágreinings innan Siumut-flokksins. Þar er áformað að vinna úran, zink og fjölda sjaldgæfra málma. Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Kim Kielsen forsætisráðherra lýsti því hins vegar yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn. Það yrði að vera ákvörðun þingsins hvort kosið yrði að nýju, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Vittus Qujaukitsoq, formaður Nunatta Qitornai, hins flokksins sem eftir situr í stjórninni, kvaðst þó búast við nýjum kosningum innan fárra vikna. Það flækir enn stöðuna að Erik Jensen, sem í nóvember felldi Kim Kielsen úr formannssæti Siumut-flokksins, er sjálfur byrjaður viðræður við stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Inuit Ataqatigiit, eða IA, um myndun nýrrar stjórnar, eftir að hafa mistekist að ná forsætisráðherrastólnum af Kim Kielsen. Siumut-flokkurinn er þannig klofinn í herðar niður vegna átaka þeirra Kims Kielsens og Eriks Jensens en innanflokksátök Siumut-flokksins er ein af ástæðunum sem formaður Demokraterne nefndi fyrir því að slíta stjórnarsamstarfinu, að því er KNR greinir frá. Hann nefndi einnig þá óvissu sem komin væri upp um námavinnslu við bæinn Narsaq vegna ágreinings innan Siumut-flokksins. Þar er áformað að vinna úran, zink og fjölda sjaldgæfra málma.
Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14
Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00
Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10