Lyfti 528 tonnum á einum sólarhring: „Líður ótrúlega vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 12:00 Einar lyfti þessari stöng rúmlega níu þúsund sinnum um helgina. Einar Hansberg Árnason lyfti samtals 528 tonnum í fyrradag. Hann sló þar með heimsmetið fyrir samanlagða þyngd í réttstöðulyftu á einum sólarhring. Einar lyfti sextíu og 45 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Hann tileinkaði metið baráttunni fyrir velferð barna. Hann ræddi um afrekið í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er hvergi skráð í augnablikinu en við þurfum að skila doðranti af gögnum og upptöku og svoleiðis til að fá þetta skráð. Það tekur tólf vikur eða svo,“ sagði Einar. Gamla staðfesta heimsmetið var tæplega 501 tonn en Einar segir að breskur maður hafi lyft 520 tonnum síðasta haust. Markmiðið var því að fara yfir það. Einar hóf að lyfta um hádegið á laugardaginn og lyfti í heilan sólarhring. Hann sagði að gærmorguninn hafi verið ansi erfiður. „Við vorum á góðu róli og góðu plani til níu í gærmorgunn þegar við strönduðum. Þá gat ég næstum því ekki lyft stönginni upp meira. En við vorum búnir að vinna okkur þannig í haginn að við gátum farið niður í 45 kg og héldum sama plani,“ sagði Einar. Klippa: Bítið - Lyfti 528 tonnum Honum eru málefni barna hugleikin. „Stundum þurfum við að hlusta betur á þau. Þau hafa rödd og ekki draga þau í gegnum lífið á okkar forsendum. Flestir eru að gera allt rétt en bara út frá mér, maður er stundum að ströggla og gera mistök. Þannig fór ég að hugsa út í þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar vekur athygli á góðum málefnum með einhvers konar þrekraunum. Fyrir nokkrum árum réri hann til dæmis í 55 klukkutíma. „Eins og staðan var klukkan níu í gærmorgun hefði ég gert hitt allan daginn aftur frekar en að lyfta. En þetta var styttri tími,“ sagði Einar sem segist líða vel þrátt fyrir allar lyfturnar um helgina. „Mér líður ótrúlega vel en er alveg stífur og svoleiðis. Ég fór heim og lagði mig aðeins. Ég var reyndar ekki búinn að hitta börnin í rúman sólarhring þannig að maður gaf þeim tíma. Svo pantaði maður pizzu og hafði það gott“ sagði Einar. Kraftlyftingar Bítið Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Sjá meira
Einar lyfti sextíu og 45 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Hann tileinkaði metið baráttunni fyrir velferð barna. Hann ræddi um afrekið í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er hvergi skráð í augnablikinu en við þurfum að skila doðranti af gögnum og upptöku og svoleiðis til að fá þetta skráð. Það tekur tólf vikur eða svo,“ sagði Einar. Gamla staðfesta heimsmetið var tæplega 501 tonn en Einar segir að breskur maður hafi lyft 520 tonnum síðasta haust. Markmiðið var því að fara yfir það. Einar hóf að lyfta um hádegið á laugardaginn og lyfti í heilan sólarhring. Hann sagði að gærmorguninn hafi verið ansi erfiður. „Við vorum á góðu róli og góðu plani til níu í gærmorgunn þegar við strönduðum. Þá gat ég næstum því ekki lyft stönginni upp meira. En við vorum búnir að vinna okkur þannig í haginn að við gátum farið niður í 45 kg og héldum sama plani,“ sagði Einar. Klippa: Bítið - Lyfti 528 tonnum Honum eru málefni barna hugleikin. „Stundum þurfum við að hlusta betur á þau. Þau hafa rödd og ekki draga þau í gegnum lífið á okkar forsendum. Flestir eru að gera allt rétt en bara út frá mér, maður er stundum að ströggla og gera mistök. Þannig fór ég að hugsa út í þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar vekur athygli á góðum málefnum með einhvers konar þrekraunum. Fyrir nokkrum árum réri hann til dæmis í 55 klukkutíma. „Eins og staðan var klukkan níu í gærmorgun hefði ég gert hitt allan daginn aftur frekar en að lyfta. En þetta var styttri tími,“ sagði Einar sem segist líða vel þrátt fyrir allar lyfturnar um helgina. „Mér líður ótrúlega vel en er alveg stífur og svoleiðis. Ég fór heim og lagði mig aðeins. Ég var reyndar ekki búinn að hitta börnin í rúman sólarhring þannig að maður gaf þeim tíma. Svo pantaði maður pizzu og hafði það gott“ sagði Einar.
Kraftlyftingar Bítið Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Sjá meira