Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:04 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. Johns Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hefur nú verið saknað í um þrjá sólarhringa á K2. Leit undir stjórn pakistanska hersins hefur ekki borið árangur en tvær herþyrlur þurftu frá að hverfa í morgun vegna erfiðra veðurskilyrða og lélegs skyggnis. Fjölskylda Johns Snorra segir í tilkynningu að þegar myrkur skelli á í fjallinu, um klukkan 14 að íslenskum tíma, sé vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil. Aðstæður á fjallinu séu virkilega erfiðar og kuldinn mikill. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ er haft eftir Línu Móey, eiginkonu John Snorra, í tilkynningu. Sajid Sadpara, sonur Ali, ætlaði upp á topp ásamt hópnum en sneri við aðfaranótt föstudags þegar hann lenti í vandræðum með súrefniskút. Hann sá þremenningana síðast við flöskuháls í um 8.200 metra hæð, eða um fjögur hundruð metra frá toppnum. Þakklát fyrir allan stuðninginn Fjölskylda Johns Snorra hefur dvalið saman á heimili hans undanfarna daga til að fylgjast með aðgerðum og veita hvert öðru stuðning. Fjölskyldan þakkar jafnframt öllum sem hafa stutt þau á þessum erfiðu tímum; íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands. „Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ er haft eftir Línu Móey. Þá segir hún þetta erfiðan tíma fyrir fjölskylduna og óskar eftir andrými til að takast á við hann. Sjerpinn Chhang Dawa greindi frá því á samfélagsmiðlum í morgun að leitarteymið bíði eftir veðurglugga og þá verði haldið til leitar að nýju. Tilkynning fjölskyldu John Snorra í heild: Leit að John Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2, undir stjórn pakistanska hersins, hefur staðið yfir í þrjá daga án árangurs. Ljóst er að þegar myrkur skellur á í fjallinu, um 14:00 að íslenskum tíma, er vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil því aðstæður á fjallinu eru virkilega erfiðar og kuldinn mikill. Sjaid Ali Sadpara, sonur Muhammad, sem var einnig hluti af hópnum sem ætlaði á tindinn, er nú kominn til byggða en hann sneri til baka á föstudaginn vegna bilunar í súrefniskút. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ segir Lína Móey, eiginkona John Snorra. Fjölskylda John Snorra hefur verið samankomin á heimili hans til að fylgjast með aðgerðum og til að styðja hvert annað við þessar erfiðu aðstæður. Hún hefur fengið mikinn stuðning frá íslenskum stjórnvöldum sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að leitin sé eins umfangsmikil og hún hefur verið síðustu sólarhringa og komið á góðum samskiptum við stjórnvöld í Pakistan. Fjölskyldan er jafnframt þakklát fyrir mikinn stuðning og hlýhug frá fjölmörgum aðilum. „Við þökkum öllum þeim sem hafa stutt við okkur, sent okkur hlýjar kveðjur og hvatningarorð. Við erum þakklát íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands fyrir ómetanlegan stuðning og fagmennsku meðan á leitinni hefur staðið. Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ segir Lína Móey. „Þetta er erfiður tími okkur fjölskylduna og við óskum eftir því að fá andrými til að takast á við þessa þungbæru stöðu.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. 8. febrúar 2021 06:46 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Johns Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hefur nú verið saknað í um þrjá sólarhringa á K2. Leit undir stjórn pakistanska hersins hefur ekki borið árangur en tvær herþyrlur þurftu frá að hverfa í morgun vegna erfiðra veðurskilyrða og lélegs skyggnis. Fjölskylda Johns Snorra segir í tilkynningu að þegar myrkur skelli á í fjallinu, um klukkan 14 að íslenskum tíma, sé vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil. Aðstæður á fjallinu séu virkilega erfiðar og kuldinn mikill. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ er haft eftir Línu Móey, eiginkonu John Snorra, í tilkynningu. Sajid Sadpara, sonur Ali, ætlaði upp á topp ásamt hópnum en sneri við aðfaranótt föstudags þegar hann lenti í vandræðum með súrefniskút. Hann sá þremenningana síðast við flöskuháls í um 8.200 metra hæð, eða um fjögur hundruð metra frá toppnum. Þakklát fyrir allan stuðninginn Fjölskylda Johns Snorra hefur dvalið saman á heimili hans undanfarna daga til að fylgjast með aðgerðum og veita hvert öðru stuðning. Fjölskyldan þakkar jafnframt öllum sem hafa stutt þau á þessum erfiðu tímum; íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands. „Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ er haft eftir Línu Móey. Þá segir hún þetta erfiðan tíma fyrir fjölskylduna og óskar eftir andrými til að takast á við hann. Sjerpinn Chhang Dawa greindi frá því á samfélagsmiðlum í morgun að leitarteymið bíði eftir veðurglugga og þá verði haldið til leitar að nýju. Tilkynning fjölskyldu John Snorra í heild: Leit að John Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2, undir stjórn pakistanska hersins, hefur staðið yfir í þrjá daga án árangurs. Ljóst er að þegar myrkur skellur á í fjallinu, um 14:00 að íslenskum tíma, er vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil því aðstæður á fjallinu eru virkilega erfiðar og kuldinn mikill. Sjaid Ali Sadpara, sonur Muhammad, sem var einnig hluti af hópnum sem ætlaði á tindinn, er nú kominn til byggða en hann sneri til baka á föstudaginn vegna bilunar í súrefniskút. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ segir Lína Móey, eiginkona John Snorra. Fjölskylda John Snorra hefur verið samankomin á heimili hans til að fylgjast með aðgerðum og til að styðja hvert annað við þessar erfiðu aðstæður. Hún hefur fengið mikinn stuðning frá íslenskum stjórnvöldum sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að leitin sé eins umfangsmikil og hún hefur verið síðustu sólarhringa og komið á góðum samskiptum við stjórnvöld í Pakistan. Fjölskyldan er jafnframt þakklát fyrir mikinn stuðning og hlýhug frá fjölmörgum aðilum. „Við þökkum öllum þeim sem hafa stutt við okkur, sent okkur hlýjar kveðjur og hvatningarorð. Við erum þakklát íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands fyrir ómetanlegan stuðning og fagmennsku meðan á leitinni hefur staðið. Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ segir Lína Móey. „Þetta er erfiður tími okkur fjölskylduna og við óskum eftir því að fá andrými til að takast á við þessa þungbæru stöðu.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. 8. febrúar 2021 06:46 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. 8. febrúar 2021 06:46
„Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04
Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55