Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 1-1 og var í kjölfarið farið beint í vítaspyrnukeppni.
Þar höfðu Valsarar betur og unnu leikinn 5-6.
Markahrókurinn Patrick Pedersen skoraði mark Valsmanna í leiknum í upphafi síðari hálfleiks en Orri Sveinn Stefánsson svaraði um hæl fyrir Fylkismenn.