Lokaskotið: „Ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 23:05 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson fóru yfir málin í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni tóku fyrir þrjú umræðuefni í Lokaskotinu í gærkvöld. Þar veltu þeir fyrir sér fallbaráttunni, hvort Selfyssingar væru meistaraefni og hvort að dómararnir höndluðu leikjaálagið. Grótta hefur þegar náð fimm stigum í Olís-deild karla í handbolta og virðist á góðu róli á meðan að Þór Akureyri er með tvö stig og ÍR ekkert. Henry Birgir Gunnarsson spurði þá Einar Andra Einarsson og Bjarna Fritzson hvort ÍR og Þór hefðu burði til að gera fallbaráttuna spennandi: „Grótta er skrefi fyrir framan bæði þessi lið núna,“ sagði Bjarni, og bætti við: „Lið eins og Fram, sem maður hélt að gæti dottið ofan í þetta, virkar traust. Mér leist ágætlega á bæði Þór og ÍR, og við ættum alls ekki að afskrifa neina, en ef ég tala um ÍR þá finnst mér þeir þurfa að sækja meira til að vinna. Mér finnst þeir stundum stressaðir. Þeir hafa engu að tapa. Af hverju „gönna“ þeir ekki á þetta?“ „Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi tvö lið falli. Eins og staðan er núna mun Grótta halda áfram að taka stig, og Þórsararnir eru bara með menn í meiðslum og veseni,“ sagði Einar Andri. Hvaða byrjunarlið er betra? Selfoss er nú komið með Ragnar Jóhannsson heim úr atvinnumennsku í stöðu hægri skyttu. Getur liðið orðið Íslandsmeistari? „Engin spurning, ásamt nokkrum öðrum liðum. Auðvitað fór Haukur eftir síðasta tímabil og Árni Steinn hætti, en þeir eru búnir að taka frábæran markvörð inn, Guðmund Hólmar, Svein Aron og nú Ragga, inn í mjög sterkan og flottan hóp. Það er ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði. Þeir hafa hundrað prósent gæðin [til að landa titlinum] en það eru fleiri lið sem ætla sér titilinn,“ sagði Einar Andri, og spurði: „Hvaða byrjunarlið er betra en Selfoss?“ Bjarni tók undir að Selfyssingar litu vel út: „Þeir eru með frábært lið og líta vel út. Þeir eru líka í góðu standi. Það er góður bragur á þeim.“ Dómarar deildarinnar voru einnig til umræðu en hægt að er horfa á Lokaskotið úr Seinni bylgjunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Grótta hefur þegar náð fimm stigum í Olís-deild karla í handbolta og virðist á góðu róli á meðan að Þór Akureyri er með tvö stig og ÍR ekkert. Henry Birgir Gunnarsson spurði þá Einar Andra Einarsson og Bjarna Fritzson hvort ÍR og Þór hefðu burði til að gera fallbaráttuna spennandi: „Grótta er skrefi fyrir framan bæði þessi lið núna,“ sagði Bjarni, og bætti við: „Lið eins og Fram, sem maður hélt að gæti dottið ofan í þetta, virkar traust. Mér leist ágætlega á bæði Þór og ÍR, og við ættum alls ekki að afskrifa neina, en ef ég tala um ÍR þá finnst mér þeir þurfa að sækja meira til að vinna. Mér finnst þeir stundum stressaðir. Þeir hafa engu að tapa. Af hverju „gönna“ þeir ekki á þetta?“ „Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi tvö lið falli. Eins og staðan er núna mun Grótta halda áfram að taka stig, og Þórsararnir eru bara með menn í meiðslum og veseni,“ sagði Einar Andri. Hvaða byrjunarlið er betra? Selfoss er nú komið með Ragnar Jóhannsson heim úr atvinnumennsku í stöðu hægri skyttu. Getur liðið orðið Íslandsmeistari? „Engin spurning, ásamt nokkrum öðrum liðum. Auðvitað fór Haukur eftir síðasta tímabil og Árni Steinn hætti, en þeir eru búnir að taka frábæran markvörð inn, Guðmund Hólmar, Svein Aron og nú Ragga, inn í mjög sterkan og flottan hóp. Það er ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði. Þeir hafa hundrað prósent gæðin [til að landa titlinum] en það eru fleiri lið sem ætla sér titilinn,“ sagði Einar Andri, og spurði: „Hvaða byrjunarlið er betra en Selfoss?“ Bjarni tók undir að Selfyssingar litu vel út: „Þeir eru með frábært lið og líta vel út. Þeir eru líka í góðu standi. Það er góður bragur á þeim.“ Dómarar deildarinnar voru einnig til umræðu en hægt að er horfa á Lokaskotið úr Seinni bylgjunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti