Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 14:11 Kröfur Dominion snúa að nokkrum samfélagsmiðlum og efnisveitum. GettyMuhammed Selim Korkutata Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. Jafnvel þó færslurnar og myndböndin hafi verið fjarlægðar af miðlunum sem um ræðir. Í kröfubréfum frá lögmönnum Dominion segir að færslurnar séu mikilvægar varðandi meiðyrðamál fyrirtækisins varðandi ásakanir um kosningasvindl sem snýr að kosningavélum fyrirtækisins. Banda- og stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa haldið því fram að kosningavélar Dominion hafi verið notaðar til umfangsmikils kosningasvindls sem hafi kostað forsetann fyrrverandi sigur í kosningunum í nóvember. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Sydney Powell, sem var í lögfræðiteymi Trumps, og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, og krafið þau um meira en milljarð dala hvort. Vert er að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Í frétt Washington Post segir að nýja kröfur Dominion snúi meðal annars að færslum og myndböndum frá Dan Bongino, sem er áhrifamikill hægri sinnaður útvarpsmaður og álitsgjafi, Maríu Bartiromo þáttastjórnanda Fox News, Mike Lindell umdeildum forstjóra MyPillow og Sydney Powell. Sömuleiðis snúa kröfurnar að Fox, One America News Network, Newsmax og Donald Trump á Twitter. Í kröfubréfunum kemur fram að fyrirtækið muni kæra fleiri aðila á næstunni. Starfsmenn Facebook, Twitter og YouTube hafa fjarlægt fjölda færsla og myndbanda sem brjóta gegn skilmálum miðlanna um kosningatengdar rangfærslur frá því í nóvember en það hefur skilað misgóðum árangri. Parler er í raun ekki lengur á netinu eftir að Amazon, Apple og Google hættu að þjónusta miðilinn vegna brot á skilmálum fyrirtækjanna varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þáttastjórnandinn gekk á brott Mike Lindell, sem hefur ítrekað borið fram ásakanir um kosningasvik, var í vikunni í viðtalið í beinni útsendingu hjá Newsmax. Þar stóð til að tala um af hverju Twitter hefði lokað á hann og útskúfunarmenningu (e. cancel culture). Lindell vildi þó ekki hætta að staðhæfa að kosningavélar Dominion hefðu verið notaðar til að svindla á Trump og á endanum gekk annar þáttastjórnandinn úr setti. Nýlegar kröfur Dominion snúa bæði að Newsmax og Lindell. Newsmax invites Mike Lindell, who advocated for a coup and spews dangerous conspiracy theories, on air. It didn't go well. pic.twitter.com/6xzSgXlHua— Jason Campbell (@JasonSCampbell) February 2, 2021 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Sjá meira
Jafnvel þó færslurnar og myndböndin hafi verið fjarlægðar af miðlunum sem um ræðir. Í kröfubréfum frá lögmönnum Dominion segir að færslurnar séu mikilvægar varðandi meiðyrðamál fyrirtækisins varðandi ásakanir um kosningasvindl sem snýr að kosningavélum fyrirtækisins. Banda- og stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa haldið því fram að kosningavélar Dominion hafi verið notaðar til umfangsmikils kosningasvindls sem hafi kostað forsetann fyrrverandi sigur í kosningunum í nóvember. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Sydney Powell, sem var í lögfræðiteymi Trumps, og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, og krafið þau um meira en milljarð dala hvort. Vert er að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Í frétt Washington Post segir að nýja kröfur Dominion snúi meðal annars að færslum og myndböndum frá Dan Bongino, sem er áhrifamikill hægri sinnaður útvarpsmaður og álitsgjafi, Maríu Bartiromo þáttastjórnanda Fox News, Mike Lindell umdeildum forstjóra MyPillow og Sydney Powell. Sömuleiðis snúa kröfurnar að Fox, One America News Network, Newsmax og Donald Trump á Twitter. Í kröfubréfunum kemur fram að fyrirtækið muni kæra fleiri aðila á næstunni. Starfsmenn Facebook, Twitter og YouTube hafa fjarlægt fjölda færsla og myndbanda sem brjóta gegn skilmálum miðlanna um kosningatengdar rangfærslur frá því í nóvember en það hefur skilað misgóðum árangri. Parler er í raun ekki lengur á netinu eftir að Amazon, Apple og Google hættu að þjónusta miðilinn vegna brot á skilmálum fyrirtækjanna varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þáttastjórnandinn gekk á brott Mike Lindell, sem hefur ítrekað borið fram ásakanir um kosningasvik, var í vikunni í viðtalið í beinni útsendingu hjá Newsmax. Þar stóð til að tala um af hverju Twitter hefði lokað á hann og útskúfunarmenningu (e. cancel culture). Lindell vildi þó ekki hætta að staðhæfa að kosningavélar Dominion hefðu verið notaðar til að svindla á Trump og á endanum gekk annar þáttastjórnandinn úr setti. Nýlegar kröfur Dominion snúa bæði að Newsmax og Lindell. Newsmax invites Mike Lindell, who advocated for a coup and spews dangerous conspiracy theories, on air. It didn't go well. pic.twitter.com/6xzSgXlHua— Jason Campbell (@JasonSCampbell) February 2, 2021
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Sjá meira