Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 28-30 | Valsmenn náðu í tvö stig á Seltjarnarnesi Andri Már Eggertsson skrifar 7. febrúar 2021 15:50 Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals. Visir/Hulda Margrét Valur vann tveggja marka sigur á Gróttu í dag í Olís deild karla í handbolta. Lokatölur 30-28 Val í vil.' Valsmenn mættu með óbragð í munni eftir að liðið hefur spilað mjög ósannfærandi eftir að deildin hófst á nýjan leik og höfðu þeir tapaða seinustu tveimur leikjum og voru að leyta eftir því að komast aftur á beinu brautina. Valur tók frumkvæði leiksins þar sem Finnur Ingi byrjaði á marki úr hraðaupphlaupi það var síðan Anton Rúnarsson sem kom Val tveimur mörkum yfir strax í upphafi leiks. Grótta jafnaði síðan með tveimur mörkum og varð forskot liðanna aldrei meira en tvö mörk í fyrri hálfeik. Mikið jafnræði var með liðunum þar sem þau skiptust á að taka forystuna sem var þó framan af fyrri hálfleik alltaf bara eitt mark. Markvarsla Vals var engann vegin í takt við leikinn og var Snorri búinn að setja Ungverjann Martin Nagy í markið eftir tæpar 20 mínútur, það breytti þó litlu sem engu og voru þeir aðeins með tvo varða bolta í fyrri hálfleik báðir frá Einari. Gunnar Dan Hlynsson gerði gott mark í síðustu sókn Gróttu þar sem hann vippaði yfir Martin Nagy og munurinn aðeins eitt mark í hálfleik 15-16. Grótta mættu alls ekki tilbúnir inn í seinni hálfleikinn þar sem þeir skoruðu ekki fyrstu 9:30 mínútu seinni hálfleiks. Þeir fóru illa að ráði sínu sóknarlega og voru oft að skjóta framhjá og yfir markið. Valur nýtti sér þetta og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Þó Grótta fóru að skora var Valur að skora nánast úr hverri einustu sókn sem gerði heimamönnum erfitt fyrir að elta leikinn. Andri Þór klóraði í bakkann alveg undir restina með 4 mörk á stuttum tíma en það var of seint í rassinn gripið og vann Valur 28 - 30. Af hverju vann Valur? Það er ekki skemmtileg staða að mæta Val þegar liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð. Þeir mættu klárir til leiks og var sóknarleikur þeirra aðalsmerki. Leikurinn vannst á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks þar sem Grótta skoraði eitt mark og réðu lítið við það að Valur breytti um vörn og fór að spila 6-0. Hverjir stóðu upp úr? Andri Þór Helgason var stórkostlegur í horninu hjá Gróttu. Andri gerði 9 mörk úr 9 skotum og þegar öll von virtist vera úti var hann eini í liði Gróttu sem hafði enn þá trú á að liðið gæti komið tilbaka undir lok leiks. Arnór Snær Óskarsson lék í hægri skyttu Vals og gerði það mjög vel. Grótta lenti oft í vandræðum með hann þegar hann fór á fullum krafti í aðgerðir og skaut oft af miklum krafti. Sem endaði með að hann gerði 6 mörk í dag. Hvað gekk illa? Markvarsla Vals var ömurleg í dag. Valur var í 5-1 vörn í fyrri hálfleik sem opnaði mikið fyrir Gróttu en í seinni hálfleik breyttu þeir um vörn og fóru að þétta raðirnar en það skilaði Einari tveimur boltum jafn mörgum og hann varði í fyrri hálfeik. Martin Nagy fékk líka að spreyta sig í marki Vals en hann klukkaði engann bolta í dag. Sóknarleikur Grótttu fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiks er það sem fer með leikinn, þar á liðið erfitt með að finna svör sóknarlega sem gaf Val gott forskot. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá hjá Gróttu er nýliða slagur fyrir norðan þar sem Þór Akureyri tekur á móti Gróttu þann 14. febrúar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30. Valur fer heim í Origo höllina og tekur á móti Stjörnunni mánudaginn 15. febrúar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18:00. Arnar Daði Arnarsson.Stöð 2/Skjáskot Arnar Daði: Ég var búinn að kynda upp í þjálfurum deildarinnar að við séum slakir í 5-1 vörn. „Maður er mjög svekktur eftir þennan leik, við köstum þessu frá okkur í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan fyrri hálfleik, Valur skorar úr hverju einustu sókn nánast og er því erfitt að elta þó við séum að skora líka,” sagði Arnar Daði, þjálfari Gróttu, eftir leik. Þetta var ekki fyrsti leikurinn á tímabilinu sem Grótta lendir í því að spila illa í upphafi seinni hálfleiks og var Arnar mjög svekktur með þetta munstur liðsins. „Þetta hefur verið sagan okkar í vetur og hef ég ekki svörin við því, ég verð hreinlega að komast að því hvort ég þurfi að öskra meira á þá í hálfleik því við erum meðvitaðir um þetta,” sagði Arnar sem vonast eftir því að þessum köflum liðsins fari fækkandi. Fyrri hálfleikur Gróttu var mjög góður hjá liðinu sóknarlega og benti lítið til þess að liðið myndi missa móðinn þegar haldið var til búningsherbergja. „Við svöruðum 5-1 vörn Vals mjög vel. Ég var búinn að kynda upp í þjálfurum deildarinnar að við séum slakir í þeirri vörn. Við skoruðum fullt af mörkum og erum við ekki lélegir á móti þessari vörn þótt ég hafi sagt það í viðtali.” „Áhlaupið okkar undir lok leiks kom of seint það segir sig sjálft en sannar samt að það er barráttu andi í liðinu þótt þeir séu 5-6 mörkum undir og lítið eftir þá vilja þeir meira og hætta ekki,” sagði Arnar jákvæður með anda liðsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Grótta Valur Handbolti Íslenski handboltinn
Valur vann tveggja marka sigur á Gróttu í dag í Olís deild karla í handbolta. Lokatölur 30-28 Val í vil.' Valsmenn mættu með óbragð í munni eftir að liðið hefur spilað mjög ósannfærandi eftir að deildin hófst á nýjan leik og höfðu þeir tapaða seinustu tveimur leikjum og voru að leyta eftir því að komast aftur á beinu brautina. Valur tók frumkvæði leiksins þar sem Finnur Ingi byrjaði á marki úr hraðaupphlaupi það var síðan Anton Rúnarsson sem kom Val tveimur mörkum yfir strax í upphafi leiks. Grótta jafnaði síðan með tveimur mörkum og varð forskot liðanna aldrei meira en tvö mörk í fyrri hálfeik. Mikið jafnræði var með liðunum þar sem þau skiptust á að taka forystuna sem var þó framan af fyrri hálfleik alltaf bara eitt mark. Markvarsla Vals var engann vegin í takt við leikinn og var Snorri búinn að setja Ungverjann Martin Nagy í markið eftir tæpar 20 mínútur, það breytti þó litlu sem engu og voru þeir aðeins með tvo varða bolta í fyrri hálfleik báðir frá Einari. Gunnar Dan Hlynsson gerði gott mark í síðustu sókn Gróttu þar sem hann vippaði yfir Martin Nagy og munurinn aðeins eitt mark í hálfleik 15-16. Grótta mættu alls ekki tilbúnir inn í seinni hálfleikinn þar sem þeir skoruðu ekki fyrstu 9:30 mínútu seinni hálfleiks. Þeir fóru illa að ráði sínu sóknarlega og voru oft að skjóta framhjá og yfir markið. Valur nýtti sér þetta og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Þó Grótta fóru að skora var Valur að skora nánast úr hverri einustu sókn sem gerði heimamönnum erfitt fyrir að elta leikinn. Andri Þór klóraði í bakkann alveg undir restina með 4 mörk á stuttum tíma en það var of seint í rassinn gripið og vann Valur 28 - 30. Af hverju vann Valur? Það er ekki skemmtileg staða að mæta Val þegar liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð. Þeir mættu klárir til leiks og var sóknarleikur þeirra aðalsmerki. Leikurinn vannst á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks þar sem Grótta skoraði eitt mark og réðu lítið við það að Valur breytti um vörn og fór að spila 6-0. Hverjir stóðu upp úr? Andri Þór Helgason var stórkostlegur í horninu hjá Gróttu. Andri gerði 9 mörk úr 9 skotum og þegar öll von virtist vera úti var hann eini í liði Gróttu sem hafði enn þá trú á að liðið gæti komið tilbaka undir lok leiks. Arnór Snær Óskarsson lék í hægri skyttu Vals og gerði það mjög vel. Grótta lenti oft í vandræðum með hann þegar hann fór á fullum krafti í aðgerðir og skaut oft af miklum krafti. Sem endaði með að hann gerði 6 mörk í dag. Hvað gekk illa? Markvarsla Vals var ömurleg í dag. Valur var í 5-1 vörn í fyrri hálfleik sem opnaði mikið fyrir Gróttu en í seinni hálfleik breyttu þeir um vörn og fóru að þétta raðirnar en það skilaði Einari tveimur boltum jafn mörgum og hann varði í fyrri hálfeik. Martin Nagy fékk líka að spreyta sig í marki Vals en hann klukkaði engann bolta í dag. Sóknarleikur Grótttu fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiks er það sem fer með leikinn, þar á liðið erfitt með að finna svör sóknarlega sem gaf Val gott forskot. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá hjá Gróttu er nýliða slagur fyrir norðan þar sem Þór Akureyri tekur á móti Gróttu þann 14. febrúar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30. Valur fer heim í Origo höllina og tekur á móti Stjörnunni mánudaginn 15. febrúar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18:00. Arnar Daði Arnarsson.Stöð 2/Skjáskot Arnar Daði: Ég var búinn að kynda upp í þjálfurum deildarinnar að við séum slakir í 5-1 vörn. „Maður er mjög svekktur eftir þennan leik, við köstum þessu frá okkur í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan fyrri hálfleik, Valur skorar úr hverju einustu sókn nánast og er því erfitt að elta þó við séum að skora líka,” sagði Arnar Daði, þjálfari Gróttu, eftir leik. Þetta var ekki fyrsti leikurinn á tímabilinu sem Grótta lendir í því að spila illa í upphafi seinni hálfleiks og var Arnar mjög svekktur með þetta munstur liðsins. „Þetta hefur verið sagan okkar í vetur og hef ég ekki svörin við því, ég verð hreinlega að komast að því hvort ég þurfi að öskra meira á þá í hálfleik því við erum meðvitaðir um þetta,” sagði Arnar sem vonast eftir því að þessum köflum liðsins fari fækkandi. Fyrri hálfleikur Gróttu var mjög góður hjá liðinu sóknarlega og benti lítið til þess að liðið myndi missa móðinn þegar haldið var til búningsherbergja. „Við svöruðum 5-1 vörn Vals mjög vel. Ég var búinn að kynda upp í þjálfurum deildarinnar að við séum slakir í þeirri vörn. Við skoruðum fullt af mörkum og erum við ekki lélegir á móti þessari vörn þótt ég hafi sagt það í viðtali.” „Áhlaupið okkar undir lok leiks kom of seint það segir sig sjálft en sannar samt að það er barráttu andi í liðinu þótt þeir séu 5-6 mörkum undir og lítið eftir þá vilja þeir meira og hætta ekki,” sagði Arnar jákvæður með anda liðsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti