NBA dagsins: Besta liðið gefur ekkert eftir og James tók fram úr Chamberlain Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 14:30 Donovan Mitchell treður boltanum í sigrinum á Atlanta Hawks í nótt. Getty/Todd Kirkland Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt. Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt. Svipmyndir úr leiknum, sigri LA Lakers á Denver Nuggets, og tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 5. febrúar Atlanta hefur mætt LA Lakers, LA Clippers og Philadelphia 76ers, sem eru í toppbaráttunni með Utah, en Lloyd Pierce þjálfari Atlanta er á því að Utah sé best þeirra: „Utah er besta liðið sem við höfum mætt á þessu ári, og ég legg ríka áherslu á orðið „lið“,“ sagði Pierce. Utah skorar liða mest utan þriggja stiga línunnar en Jordan Clarkson setti niður fimm þrista í nótt og skoraði alls 23 stig. Bojan Bogdanovic skoraði 21 stig og Donovan Mitchell 18. Liðið hefur unnið 17 leiki en tapað fimm það sem af er leiktíð. Árangur Lakers er litlu síðri en liðið hefur tapað sex leikjum og vann sinn sautjánda sigur í nótt, og þann þriðja í röð. Lakers unnu Denver Nuggets 114-93 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra. LeBron James skoraði þrefalda tvennu (27 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) í 96. sinn á ferlinum og komst upp í þriðja sæti listans yfir flest stig úr opnum leik (ekki af vítalínunni) í NBA-deildinni. ANOTHER ACHIEVEMENT FOR THE KING LeBron is now 3rd on the all-time field goals made list, passing Wilt Chamberlain pic.twitter.com/Dajr5mVBTR— Sports Illustrated (@SInow) February 5, 2021 James komst upp fyrir Wilt Chamberlain á listanum þegar hann fór upp í 12.682 stig með körfu í fyrsta leikhluta. Aðeins Kareem Abdul-Jabbar (15.837 stig) og Karl Malone (13.528) hafa skorað fleiri stig úr opnum leik á ferli sínum í NBA. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt. Svipmyndir úr leiknum, sigri LA Lakers á Denver Nuggets, og tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 5. febrúar Atlanta hefur mætt LA Lakers, LA Clippers og Philadelphia 76ers, sem eru í toppbaráttunni með Utah, en Lloyd Pierce þjálfari Atlanta er á því að Utah sé best þeirra: „Utah er besta liðið sem við höfum mætt á þessu ári, og ég legg ríka áherslu á orðið „lið“,“ sagði Pierce. Utah skorar liða mest utan þriggja stiga línunnar en Jordan Clarkson setti niður fimm þrista í nótt og skoraði alls 23 stig. Bojan Bogdanovic skoraði 21 stig og Donovan Mitchell 18. Liðið hefur unnið 17 leiki en tapað fimm það sem af er leiktíð. Árangur Lakers er litlu síðri en liðið hefur tapað sex leikjum og vann sinn sautjánda sigur í nótt, og þann þriðja í röð. Lakers unnu Denver Nuggets 114-93 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra. LeBron James skoraði þrefalda tvennu (27 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) í 96. sinn á ferlinum og komst upp í þriðja sæti listans yfir flest stig úr opnum leik (ekki af vítalínunni) í NBA-deildinni. ANOTHER ACHIEVEMENT FOR THE KING LeBron is now 3rd on the all-time field goals made list, passing Wilt Chamberlain pic.twitter.com/Dajr5mVBTR— Sports Illustrated (@SInow) February 5, 2021 James komst upp fyrir Wilt Chamberlain á listanum þegar hann fór upp í 12.682 stig með körfu í fyrsta leikhluta. Aðeins Kareem Abdul-Jabbar (15.837 stig) og Karl Malone (13.528) hafa skorað fleiri stig úr opnum leik á ferli sínum í NBA. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira