Borgarstjórinn grínaðist með að skíra borgina „Tompa Bay“ ef Brady vinnur Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 16:31 Tom Brady er búinn að leiða lið Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili. Getty/Dylan Buell Tom Brady hefur gert magnaða hluti á fyrsta tímabili sínu með Tampa Bay Buccaneers og er nú aðeins einum sigri frá því að færa nýja félaginu sínu sigur í Super Bowl. Leikurinn um Ofurskálina er á sunnudagskvöldið og þar verður Tampa Bay Buccaneers fyrsta félagið í sögunni til að spila á heimavelli í Super Bowl. Mótherjarnir eru ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs. Jane Castor er borgarstjóri Tampa í Flórída fylki en hún er mikil íþróttaáhugakona. Hún sló á létta strengi í samtali við ESPN íþróttastöðina í aðdraganda Super Bowl. „Ég sagði honum að við ætlum ekki að fara pæla neitt í því að breyta nafni borgarinnar fyrr en hann komi heim með Lombardi bikarinn. Ég og Tom munum ræða þetta betur þegar að því kemur,“ sagði Jane Castor sem er sextug og hefur verið borgarstjóri frá því í maí 2019. Drop your captions below... pic.twitter.com/EeVX1Mq2gW— Tom Brady (@TomBrady) February 2, 2021 „Já við munum ræða það hvort við breytum nafni Tampa, nú þegar við erum orðin titlabær, í ‚Tompa Bay'. Við munum ræða það,“ sagði Castor í léttum tón. Þau eiga sér smá sögu því Tom Brady var rekinn úr almenningsgarði í apríl í fyrra þegar hann braut sóttvarnarreglur með því að vera að æfa í garðinum. Castor skrifaði í framhaldinu afsökunarbréf og talaði um misskilning en skaut um leið aðeins á Brady. „Tom, þetta er Tampa Bay. Ekki Tampa Brady. Ef þú færir okkur sigur í Super Bowl þá getum við rætt Tampa Brady,“ skrifaði Jane Castor. Tom Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots þar sem hann spilaði í tuttugu ár. Hann var hins vegar ekki lengi að breyta í Tampa Bay Buccaneers í lið sem getur farið alla leið. Liðið hefur ekki verið inn í myndinni síðustu ár en það beyttist snögglega með komu Brady. Day of @CityofTampa #BucsSpiritWeek - my office is repping the Bucs all the way! Details on how to participate throughout the week: https://t.co/Ub4ekUwfZm. Don t forget to tag @CityofTampa and @Buccaneers. pic.twitter.com/q0IIrT5mx5— Jane Castor (@JaneCastor) February 1, 2021 Jane Castor lofar því jafnframt að ef Tampa Bay Buccaneers liðið vinni leikinn á sunnudaginn þá muni borgin halda hér eftir upp á Tom Brady daginn. Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Ofurskálin Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Leikurinn um Ofurskálina er á sunnudagskvöldið og þar verður Tampa Bay Buccaneers fyrsta félagið í sögunni til að spila á heimavelli í Super Bowl. Mótherjarnir eru ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs. Jane Castor er borgarstjóri Tampa í Flórída fylki en hún er mikil íþróttaáhugakona. Hún sló á létta strengi í samtali við ESPN íþróttastöðina í aðdraganda Super Bowl. „Ég sagði honum að við ætlum ekki að fara pæla neitt í því að breyta nafni borgarinnar fyrr en hann komi heim með Lombardi bikarinn. Ég og Tom munum ræða þetta betur þegar að því kemur,“ sagði Jane Castor sem er sextug og hefur verið borgarstjóri frá því í maí 2019. Drop your captions below... pic.twitter.com/EeVX1Mq2gW— Tom Brady (@TomBrady) February 2, 2021 „Já við munum ræða það hvort við breytum nafni Tampa, nú þegar við erum orðin titlabær, í ‚Tompa Bay'. Við munum ræða það,“ sagði Castor í léttum tón. Þau eiga sér smá sögu því Tom Brady var rekinn úr almenningsgarði í apríl í fyrra þegar hann braut sóttvarnarreglur með því að vera að æfa í garðinum. Castor skrifaði í framhaldinu afsökunarbréf og talaði um misskilning en skaut um leið aðeins á Brady. „Tom, þetta er Tampa Bay. Ekki Tampa Brady. Ef þú færir okkur sigur í Super Bowl þá getum við rætt Tampa Brady,“ skrifaði Jane Castor. Tom Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots þar sem hann spilaði í tuttugu ár. Hann var hins vegar ekki lengi að breyta í Tampa Bay Buccaneers í lið sem getur farið alla leið. Liðið hefur ekki verið inn í myndinni síðustu ár en það beyttist snögglega með komu Brady. Day of @CityofTampa #BucsSpiritWeek - my office is repping the Bucs all the way! Details on how to participate throughout the week: https://t.co/Ub4ekUwfZm. Don t forget to tag @CityofTampa and @Buccaneers. pic.twitter.com/q0IIrT5mx5— Jane Castor (@JaneCastor) February 1, 2021 Jane Castor lofar því jafnframt að ef Tampa Bay Buccaneers liðið vinni leikinn á sunnudaginn þá muni borgin halda hér eftir upp á Tom Brady daginn. Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Ofurskálin Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira