31 kona Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2021 11:30 Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameina, það er því mikilvægt að minna á og halda því til haga að Alþingi samþykkti 30. júní á síðasta ári ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum. Ráðherra var falið að skila skýrslu þar að lútandi eigi síðar en 1. mars næst komandi. Það er nauðsynlegt að ráðherra skili skýrslunni á réttum tíma. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á fjölmarga og við sjáum dæmi um það í átaki Krafts, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein þessa dagana. Áhrif þeirra sem greinast með krabbamein eru ekki hvað síst fjárhagsleg og setur framtíðardrauma þeirra sem greinast í uppnám. Það á ekki að vera þannig að fjárhagsáhyggjur vegna sjálfrar meðferðarinnar þurfi að bætast við aðrar áhyggjur sem óneitanlega verða til við það að greinast með krabbamein. Undanfarið hefur ríkt töluverð óvissa um málefni þeirra sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og ég skrifaði um það hér og enn er ekki alveg allt komið á hreint, enginn tekur ábyrgð, hver bendir á annan og það þarf ekki annað en að vísa í fréttir um sýni í pappakössum sem lágu undir skemmdum. Þau sýni sem enn eru í lagi voru loksins send til Danmerkur til greiningar, en allt of mörg þeirra voru ónýt og því þurfti að kalla um 200 konur til skoðunar á ný. Það er í meira lagi furðulegt að þau sýni sem hér eftir verða tekin eigi að senda til greiningar utan Íslands þegar bæði þekkingin og tækni eru sannarlega til staðar hér á landi. Hvernig staðið hefur að flutningi skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum til heilsugæslu og sjúkrahúsa hefur vægast sagt verið til skammar. Er það virkilega þannig að verið sé að útiloka aðkomu sjálfstætt starfandi sérfræðinga? Samhliða öllu þessu róti og óreiðu var ætlunin að hækka aldursviðmið kvenna í fyrstu brjóstaskimun úr 40 árum í 50 ár. Ákvörðuninni var frestað en hún vofir enn yfir meðan ráðherra kveður ekki skýrt uppúr með að hætt sé við hækkun aldursviðmiðanna. Rökin eru að það sé í lagi þar sem engin gögn styðji að rétt sé að miða við 40 ár. Ég væri til í að sjá þau gögn, eru þau til, er til greining á því hversu margar konur á aldursbilinu 40 – 49 ára greindust með krabbamein vegna þess að þær fóru í skimun einkennalausar, að eigin frumkvæði, eða hversu margar þeirra fundu fyrir einkennum og fóru þá í brjóstaskoðun. Við skulum öll muna að á síðastliðnum árum hefur að meðaltali 31 kona greinst með krabbamein á milli 40 – 49 ára á ári hverju og það hlýtur að skipta máli. Konur vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, við eigum að auka aðgengi í stað þess að standa í vegi fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameina, það er því mikilvægt að minna á og halda því til haga að Alþingi samþykkti 30. júní á síðasta ári ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum. Ráðherra var falið að skila skýrslu þar að lútandi eigi síðar en 1. mars næst komandi. Það er nauðsynlegt að ráðherra skili skýrslunni á réttum tíma. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á fjölmarga og við sjáum dæmi um það í átaki Krafts, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein þessa dagana. Áhrif þeirra sem greinast með krabbamein eru ekki hvað síst fjárhagsleg og setur framtíðardrauma þeirra sem greinast í uppnám. Það á ekki að vera þannig að fjárhagsáhyggjur vegna sjálfrar meðferðarinnar þurfi að bætast við aðrar áhyggjur sem óneitanlega verða til við það að greinast með krabbamein. Undanfarið hefur ríkt töluverð óvissa um málefni þeirra sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og ég skrifaði um það hér og enn er ekki alveg allt komið á hreint, enginn tekur ábyrgð, hver bendir á annan og það þarf ekki annað en að vísa í fréttir um sýni í pappakössum sem lágu undir skemmdum. Þau sýni sem enn eru í lagi voru loksins send til Danmerkur til greiningar, en allt of mörg þeirra voru ónýt og því þurfti að kalla um 200 konur til skoðunar á ný. Það er í meira lagi furðulegt að þau sýni sem hér eftir verða tekin eigi að senda til greiningar utan Íslands þegar bæði þekkingin og tækni eru sannarlega til staðar hér á landi. Hvernig staðið hefur að flutningi skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum til heilsugæslu og sjúkrahúsa hefur vægast sagt verið til skammar. Er það virkilega þannig að verið sé að útiloka aðkomu sjálfstætt starfandi sérfræðinga? Samhliða öllu þessu róti og óreiðu var ætlunin að hækka aldursviðmið kvenna í fyrstu brjóstaskimun úr 40 árum í 50 ár. Ákvörðuninni var frestað en hún vofir enn yfir meðan ráðherra kveður ekki skýrt uppúr með að hætt sé við hækkun aldursviðmiðanna. Rökin eru að það sé í lagi þar sem engin gögn styðji að rétt sé að miða við 40 ár. Ég væri til í að sjá þau gögn, eru þau til, er til greining á því hversu margar konur á aldursbilinu 40 – 49 ára greindust með krabbamein vegna þess að þær fóru í skimun einkennalausar, að eigin frumkvæði, eða hversu margar þeirra fundu fyrir einkennum og fóru þá í brjóstaskoðun. Við skulum öll muna að á síðastliðnum árum hefur að meðaltali 31 kona greinst með krabbamein á milli 40 – 49 ára á ári hverju og það hlýtur að skipta máli. Konur vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, við eigum að auka aðgengi í stað þess að standa í vegi fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar