Sá tvöfalt í úrslitaleik Meistaradeildar vegna timburmanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 10:30 Dan Beutler glímdi lengi við fíknivanda. getty/Stuart Franklin Sænski markvörðurinn Dan Beutler vinnur nú að bók um lífshlaup sitt. Þar fjallar hann meðal annars um áfengis- og fíkniefnavanda sinn. Í bókinni segir Beutler meðal annars frá því þegar hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu svo þunnur að hann sá tvöfalt. Fjallað er um málið í Aftonbladet. Beutler lék með Flensburg á árunum 2003-11 og fór tvisvar með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2003 og 2007. Í úrslitaleiknum 2007 náði Beutler einhvers konar botni en hann spilaði timbraður. Hann skellti sér á djammið tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn og tók hressilega á því, svo hressilega að hann glímdi enn við eftirköstin þegar í úrslitaleikinn var komið. „Ég var svo einfaldur. Ég get ekki kennt ADHD-inu mínu um en ég hugsaði ekkert út í afleiðingarnar. Ég hélt ég myndi spila svo marga úrslitaleiki. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki undirbúið mig eins og atvinnumaður,“ sagði Beutler sem missti af æfingu Flensburg daginn fyrir úrslitaleikinn. Á þessum tíma voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Fyrri leikur Kiel og Flensburg endaði með jafntefli, 28-28, en Kiel vann þann seinni með tveggja marka mun, 27-29. Beutler kom inn á í seinni hálfleik í seinni leiknum en náði sér ekki á strik, skiljanlega þar sem hann var enn með timburmenn og þá komst upp að hann hafði verið úti á lífinu kvöldið áður. „Ég tala ekki mikið um þetta en ég var í mjög slæmu ásigkomulagi. Liðsfélagarnir spurðu hvernig ég gæti gert þetta og ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar margoft. Þetta eru ekki skemmtilegar minningar. Það er leiðinlegt að tala um þetta núna,“ sagði Beutler. Herbergisfélagi hans hjá Flensburg, Marcin Lijewski, gekk meira segja svo langt að segja að Beutler hafi kostað liðið sigur í Meistaradeildinni. Hinn 43 ára Beutler var dæmdur í árs keppnisbann 2019 eftir að kókaín greindist í blóði hans. Hann sneri hins vegar aftur fyrir þetta tímabil og hefur leikið vel með Malmö sem er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Ævisaga Beutlers, sem hann skrifar í samvinnu við blaðamanninn Christoffer Ekmark, kemur út síðar á þessu ári. Sænski handboltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Í bókinni segir Beutler meðal annars frá því þegar hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu svo þunnur að hann sá tvöfalt. Fjallað er um málið í Aftonbladet. Beutler lék með Flensburg á árunum 2003-11 og fór tvisvar með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2003 og 2007. Í úrslitaleiknum 2007 náði Beutler einhvers konar botni en hann spilaði timbraður. Hann skellti sér á djammið tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn og tók hressilega á því, svo hressilega að hann glímdi enn við eftirköstin þegar í úrslitaleikinn var komið. „Ég var svo einfaldur. Ég get ekki kennt ADHD-inu mínu um en ég hugsaði ekkert út í afleiðingarnar. Ég hélt ég myndi spila svo marga úrslitaleiki. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki undirbúið mig eins og atvinnumaður,“ sagði Beutler sem missti af æfingu Flensburg daginn fyrir úrslitaleikinn. Á þessum tíma voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Fyrri leikur Kiel og Flensburg endaði með jafntefli, 28-28, en Kiel vann þann seinni með tveggja marka mun, 27-29. Beutler kom inn á í seinni hálfleik í seinni leiknum en náði sér ekki á strik, skiljanlega þar sem hann var enn með timburmenn og þá komst upp að hann hafði verið úti á lífinu kvöldið áður. „Ég tala ekki mikið um þetta en ég var í mjög slæmu ásigkomulagi. Liðsfélagarnir spurðu hvernig ég gæti gert þetta og ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar margoft. Þetta eru ekki skemmtilegar minningar. Það er leiðinlegt að tala um þetta núna,“ sagði Beutler. Herbergisfélagi hans hjá Flensburg, Marcin Lijewski, gekk meira segja svo langt að segja að Beutler hafi kostað liðið sigur í Meistaradeildinni. Hinn 43 ára Beutler var dæmdur í árs keppnisbann 2019 eftir að kókaín greindist í blóði hans. Hann sneri hins vegar aftur fyrir þetta tímabil og hefur leikið vel með Malmö sem er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Ævisaga Beutlers, sem hann skrifar í samvinnu við blaðamanninn Christoffer Ekmark, kemur út síðar á þessu ári.
Sænski handboltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira