Vilja handtaka Rittenhouse aftur Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 08:55 Kyle Rittenhouse skaut tvo menn til bana og særði þann þriðja en segist hafa gert það í sjálfsvörn. Getty/Tayfun Coskun Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. Rittenhouse er sagður hafa brotið gegn skilmálum lausnar hans með því að láta yfirvöld ekki vita af því að hann hafi flutt, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar reynt var að senda bréf til skráðs heimilis Rittenhouse kom í ljós að hann hafðu flutt þaðan í desember og segjast saksóknarar ekki vita hvar hann búi nú. Lögmenn hans segja hann vera í felum vegna morðhótana og að saksóknarar hafi ekki samþykkt að halda heimilisfangi hans leyndu. Rittenhouse hafi verið í stöðugu sambandi við þá, lögmenn sína. Þeir segja að fjölskyldu Rittenhouse hafi ítrekað borist hótanir og að lögregluþjónar hafi sagt verjendum hans að gefa ekki upp nýtt heimilisfang þeirra. Þeir segja saksóknara hafa neitað að halda nýju heimilisfangi hans leyndu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dómari fengið upplýsingar um samastað Rittenhouse vegna annara málaferla um það að sleppa heimilisfanginu í dómsskjölum. Skaut þrjá mótmælendur Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Að endingu hafði hann skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og skipt mörgum upp í fylkingar. Margir segja hann hættulegan og að hann hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Aðrir hafa fylgt sér að baki hans og segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Saksóknarar segja Rittenhouse hafa litla hvatningu til að fylgja skilmálum lausnar hans, þar sem tveggja milljóna dala trygging hans hafi verið greidd með netfjáröflun. Þá segja þeir yfir höfuð sérstakt að maður sem sakður sé um morð fái að ganga laus. Í síðasta mánuði náðust myndir af Rittenhouse á krá með móður sinni í Illinois. Þar stillti hann sér upp í myndatöku með mönnum sem notuðu handamerki nýnasista og þjóðernissinna á myndinni. Í kjölfar þess úrskurðaði dómari að Rittenhouse mætti ekki umgangast þjóðernissinna og rasista. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Rittenhouse er sagður hafa brotið gegn skilmálum lausnar hans með því að láta yfirvöld ekki vita af því að hann hafi flutt, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar reynt var að senda bréf til skráðs heimilis Rittenhouse kom í ljós að hann hafðu flutt þaðan í desember og segjast saksóknarar ekki vita hvar hann búi nú. Lögmenn hans segja hann vera í felum vegna morðhótana og að saksóknarar hafi ekki samþykkt að halda heimilisfangi hans leyndu. Rittenhouse hafi verið í stöðugu sambandi við þá, lögmenn sína. Þeir segja að fjölskyldu Rittenhouse hafi ítrekað borist hótanir og að lögregluþjónar hafi sagt verjendum hans að gefa ekki upp nýtt heimilisfang þeirra. Þeir segja saksóknara hafa neitað að halda nýju heimilisfangi hans leyndu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dómari fengið upplýsingar um samastað Rittenhouse vegna annara málaferla um það að sleppa heimilisfanginu í dómsskjölum. Skaut þrjá mótmælendur Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Að endingu hafði hann skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og skipt mörgum upp í fylkingar. Margir segja hann hættulegan og að hann hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Aðrir hafa fylgt sér að baki hans og segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Saksóknarar segja Rittenhouse hafa litla hvatningu til að fylgja skilmálum lausnar hans, þar sem tveggja milljóna dala trygging hans hafi verið greidd með netfjáröflun. Þá segja þeir yfir höfuð sérstakt að maður sem sakður sé um morð fái að ganga laus. Í síðasta mánuði náðust myndir af Rittenhouse á krá með móður sinni í Illinois. Þar stillti hann sér upp í myndatöku með mönnum sem notuðu handamerki nýnasista og þjóðernissinna á myndinni. Í kjölfar þess úrskurðaði dómari að Rittenhouse mætti ekki umgangast þjóðernissinna og rasista.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira