Hársbreidd frá því að lenda allir í sóttkví fyrir Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 09:30 Patrick Mahomes og félagar vilja hafa hárið í lagi á sunnudaginn þegar þeir freista þess að vinna Ofurskálarleikinn annað árið í röð. Getty/Jamie Squire Minnstu mátti muna að yfir 20 leikmenn Kansas City Chiefs þyrftu að fara í sóttkví rétt fyrir Ofurskálarleikinn við Tampa Bay Bucaneers sem er á sunnudaginn. Ástæðan? Klipping. Ljóst er að úrslitaleikurinn hefði hæglega getað farið í vaskinn hjá Chiefs en leikmenn liðsins voru á leið í klippingu hjá hárskera sem greindist með COVID-19. Þar á meðal var leikstjórnandinn Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar. Hárskerinn hafði farið í smitpróf fimm daga í röð en tók eitt próf í viðbót áður en hann kom inn í byggingu Chiefs-liðsins á sunnudaginn til að klippa liðið fyrir stóra daginn. Sýni úr því prófi reyndist jákvætt. Hárskerinn hafði klippt hár Demarcus Robinson degi áður og var hálfnaður við að klippa hár Daniels Kilgore þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Kilgore grínaðist sjálfur með atvikið á samfélagsmiðlum en samkvæmt Adam Schefter hjá ESPN bað hann hárskerann um að klára klippinguna, sem hann og gerði. #NewProfilePic pic.twitter.com/LWpMbv0oTQ— Daniel Kilgore (@DanielKilgore67) February 3, 2021 Leikmennirnir tveir voru sendir í sóttkví en þeir voru líkt og hárskerinn með grímu í klippingunni. Samkvæmt Schefter hafa leikmennirnir báðir greinst með neikvætt sýni og ættu að geta komið til móts við Chiefs-liðið á laugardaginn og flogið með því í leikinn á sunnudaginn. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. Ofurskálin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) NFL Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Ljóst er að úrslitaleikurinn hefði hæglega getað farið í vaskinn hjá Chiefs en leikmenn liðsins voru á leið í klippingu hjá hárskera sem greindist með COVID-19. Þar á meðal var leikstjórnandinn Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar. Hárskerinn hafði farið í smitpróf fimm daga í röð en tók eitt próf í viðbót áður en hann kom inn í byggingu Chiefs-liðsins á sunnudaginn til að klippa liðið fyrir stóra daginn. Sýni úr því prófi reyndist jákvætt. Hárskerinn hafði klippt hár Demarcus Robinson degi áður og var hálfnaður við að klippa hár Daniels Kilgore þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Kilgore grínaðist sjálfur með atvikið á samfélagsmiðlum en samkvæmt Adam Schefter hjá ESPN bað hann hárskerann um að klára klippinguna, sem hann og gerði. #NewProfilePic pic.twitter.com/LWpMbv0oTQ— Daniel Kilgore (@DanielKilgore67) February 3, 2021 Leikmennirnir tveir voru sendir í sóttkví en þeir voru líkt og hárskerinn með grímu í klippingunni. Samkvæmt Schefter hafa leikmennirnir báðir greinst með neikvætt sýni og ættu að geta komið til móts við Chiefs-liðið á laugardaginn og flogið með því í leikinn á sunnudaginn. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
Ofurskálin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) NFL Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira