Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo hefur verið valinn mikilvægasti leikmaðurinn, MVP, í NBA-deildinni síðustu tvö tímabil. Getty/Jared C. Tilton Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. Antetokounmpo, sem valinn hefur verið mikilvægasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leiknum. Grikkinn þurfti ekkert að spila í fjórða leikhluta en Milwaukee var 34 stigum yfir áður en hann hófst. Antetokounmpo nýtti skotin sín vel og setti niður sjö af átta úr opnum leik, sem og af vítalínunni. Í síðustu tveimur leikjum hefur hann hitt úr 15 af 19 skotum sínum úr opnum leik. „Hann spilar með afskaplega óeigingjörnum hætti,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee. „Hann sér hlutina, les rétt í leikinn og velur réttu sendingarnar. Mér finnst hann bara vera á frábærum stað hvað hugarfar snertir. Hann er árásargjarn og sókndjarfur þegar þess þarf. Hann finnur liðsfélagana og skapar tækifæri fyrir aðra þegar þess þarf,“ sagði þjálfarinn. Milwaukee er með næstbesta sigurhlutfallið í austurdeildinni eða 13 sigra og 8 töp. Philadelphia 76ers eru efstir með 16 sigra og 6 töp eftir að hafa unnið sinn fjórða leik í röð í nótt. Philadelphia vann Charlotte Hornets enn einu sinni, 118-111, þar sem Joel Embiid var í stóru hlutverki og skoraði 34 stig og tók 11 fráköst. Philadelphia hefur nú fagnað sigri í 14 síðustu leikjum sínum við Charlotte. Úrslit næturinnar: Charlotte 111-118 Philadelphia Milwaukee 130-110 Indiana Atlanta 116-122 Dallas Cleveland 99-121 LA Clippers Miami 100-103 Washington Chicago 103-107 New York Oklahoma 104-87 Houston San Antonio 111-108 Minnesota New Orleans 123-101 Phoenix Sacramento 116-111 Boston NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Antetokounmpo, sem valinn hefur verið mikilvægasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leiknum. Grikkinn þurfti ekkert að spila í fjórða leikhluta en Milwaukee var 34 stigum yfir áður en hann hófst. Antetokounmpo nýtti skotin sín vel og setti niður sjö af átta úr opnum leik, sem og af vítalínunni. Í síðustu tveimur leikjum hefur hann hitt úr 15 af 19 skotum sínum úr opnum leik. „Hann spilar með afskaplega óeigingjörnum hætti,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee. „Hann sér hlutina, les rétt í leikinn og velur réttu sendingarnar. Mér finnst hann bara vera á frábærum stað hvað hugarfar snertir. Hann er árásargjarn og sókndjarfur þegar þess þarf. Hann finnur liðsfélagana og skapar tækifæri fyrir aðra þegar þess þarf,“ sagði þjálfarinn. Milwaukee er með næstbesta sigurhlutfallið í austurdeildinni eða 13 sigra og 8 töp. Philadelphia 76ers eru efstir með 16 sigra og 6 töp eftir að hafa unnið sinn fjórða leik í röð í nótt. Philadelphia vann Charlotte Hornets enn einu sinni, 118-111, þar sem Joel Embiid var í stóru hlutverki og skoraði 34 stig og tók 11 fráköst. Philadelphia hefur nú fagnað sigri í 14 síðustu leikjum sínum við Charlotte. Úrslit næturinnar: Charlotte 111-118 Philadelphia Milwaukee 130-110 Indiana Atlanta 116-122 Dallas Cleveland 99-121 LA Clippers Miami 100-103 Washington Chicago 103-107 New York Oklahoma 104-87 Houston San Antonio 111-108 Minnesota New Orleans 123-101 Phoenix Sacramento 116-111 Boston
Charlotte 111-118 Philadelphia Milwaukee 130-110 Indiana Atlanta 116-122 Dallas Cleveland 99-121 LA Clippers Miami 100-103 Washington Chicago 103-107 New York Oklahoma 104-87 Houston San Antonio 111-108 Minnesota New Orleans 123-101 Phoenix Sacramento 116-111 Boston
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira