„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 19:00 Freyja Egilsdóttir var vinsæl og vinamörg í Malling og er mikil sorg í bænum. Vísir/aðsend Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. Eiginmaður Freyju Egilsdóttur játaði í dag á sig að hafa myrt hana þegar hann var leiddur fyrir dómara. Hann hefur verið úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald. Freyja var búsett að Veilgårdsparken í danska smábænum Malling þar sem hún fannst látin í nótt. Dönsk vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu að þar hefði hún búið í þó nokkur ár ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau höfðu slitið samvistum. Þau hefðu sjálf byggt húsið fyrir nokkrum árum. Lögregla fór að gruna eiginmanninn um að eiga hlut í hvarfi Freyju eftir að hafa rætt við hann þegar hann lýsti eftir henni í gær. Í framhaldinu fór í gang mikil leit að Freyju þar sem bæði voru notaðir drónar og þyrlur. Þá tóku fjölmargir bæjarbúar þátt í að leita að henni í gær. Lögregla fann Freyju svo í og við heimili sitt í nótt. Við heimili Freyju í kvöld. Danskir vinir Freyju sem fréttastofa heyrði í dag voru harmi slegnir. Vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu: „Freyja var með mér í mömmuklúbb og var vinsæl og átti marga vini í bænum. Við erum í áfalli yfir þessu, þetta er alveg hræðilegt.“ Annar vinur Freyju sagði að blóm og kerti hefði farið að streyma að heimili Freyju um leið og fregnir bárust að því að hún væri látin. Freyja skilur eftir sig 10 ára son og 5 ára dóttur, móður og systur. Danskur vinur minnist Freyju Egilsdóttur með eftirfarandi orðum á Facebook í dag. „Hvil i fred, kære ven. Jeg vil mindes dit kærlige væsen, din humor og din hjertevarme, og med tiden håber jeg, at det savn, det chok og den smerte, vi er mange, der sidder med lige nu, bliver mildnet, og kun de gode minder står skarpt tilbage“. Lögreglumál Danmörk Morð í Malling Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39 Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira
Eiginmaður Freyju Egilsdóttur játaði í dag á sig að hafa myrt hana þegar hann var leiddur fyrir dómara. Hann hefur verið úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald. Freyja var búsett að Veilgårdsparken í danska smábænum Malling þar sem hún fannst látin í nótt. Dönsk vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu að þar hefði hún búið í þó nokkur ár ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau höfðu slitið samvistum. Þau hefðu sjálf byggt húsið fyrir nokkrum árum. Lögregla fór að gruna eiginmanninn um að eiga hlut í hvarfi Freyju eftir að hafa rætt við hann þegar hann lýsti eftir henni í gær. Í framhaldinu fór í gang mikil leit að Freyju þar sem bæði voru notaðir drónar og þyrlur. Þá tóku fjölmargir bæjarbúar þátt í að leita að henni í gær. Lögregla fann Freyju svo í og við heimili sitt í nótt. Við heimili Freyju í kvöld. Danskir vinir Freyju sem fréttastofa heyrði í dag voru harmi slegnir. Vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu: „Freyja var með mér í mömmuklúbb og var vinsæl og átti marga vini í bænum. Við erum í áfalli yfir þessu, þetta er alveg hræðilegt.“ Annar vinur Freyju sagði að blóm og kerti hefði farið að streyma að heimili Freyju um leið og fregnir bárust að því að hún væri látin. Freyja skilur eftir sig 10 ára son og 5 ára dóttur, móður og systur. Danskur vinur minnist Freyju Egilsdóttur með eftirfarandi orðum á Facebook í dag. „Hvil i fred, kære ven. Jeg vil mindes dit kærlige væsen, din humor og din hjertevarme, og med tiden håber jeg, at det savn, det chok og den smerte, vi er mange, der sidder med lige nu, bliver mildnet, og kun de gode minder står skarpt tilbage“.
Lögreglumál Danmörk Morð í Malling Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39 Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41
Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39
Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48