„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 19:00 Freyja Egilsdóttir var vinsæl og vinamörg í Malling og er mikil sorg í bænum. Vísir/aðsend Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. Eiginmaður Freyju Egilsdóttur játaði í dag á sig að hafa myrt hana þegar hann var leiddur fyrir dómara. Hann hefur verið úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald. Freyja var búsett að Veilgårdsparken í danska smábænum Malling þar sem hún fannst látin í nótt. Dönsk vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu að þar hefði hún búið í þó nokkur ár ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau höfðu slitið samvistum. Þau hefðu sjálf byggt húsið fyrir nokkrum árum. Lögregla fór að gruna eiginmanninn um að eiga hlut í hvarfi Freyju eftir að hafa rætt við hann þegar hann lýsti eftir henni í gær. Í framhaldinu fór í gang mikil leit að Freyju þar sem bæði voru notaðir drónar og þyrlur. Þá tóku fjölmargir bæjarbúar þátt í að leita að henni í gær. Lögregla fann Freyju svo í og við heimili sitt í nótt. Við heimili Freyju í kvöld. Danskir vinir Freyju sem fréttastofa heyrði í dag voru harmi slegnir. Vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu: „Freyja var með mér í mömmuklúbb og var vinsæl og átti marga vini í bænum. Við erum í áfalli yfir þessu, þetta er alveg hræðilegt.“ Annar vinur Freyju sagði að blóm og kerti hefði farið að streyma að heimili Freyju um leið og fregnir bárust að því að hún væri látin. Freyja skilur eftir sig 10 ára son og 5 ára dóttur, móður og systur. Danskur vinur minnist Freyju Egilsdóttur með eftirfarandi orðum á Facebook í dag. „Hvil i fred, kære ven. Jeg vil mindes dit kærlige væsen, din humor og din hjertevarme, og med tiden håber jeg, at det savn, det chok og den smerte, vi er mange, der sidder med lige nu, bliver mildnet, og kun de gode minder står skarpt tilbage“. Lögreglumál Danmörk Morð í Malling Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39 Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Eiginmaður Freyju Egilsdóttur játaði í dag á sig að hafa myrt hana þegar hann var leiddur fyrir dómara. Hann hefur verið úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald. Freyja var búsett að Veilgårdsparken í danska smábænum Malling þar sem hún fannst látin í nótt. Dönsk vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu að þar hefði hún búið í þó nokkur ár ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau höfðu slitið samvistum. Þau hefðu sjálf byggt húsið fyrir nokkrum árum. Lögregla fór að gruna eiginmanninn um að eiga hlut í hvarfi Freyju eftir að hafa rætt við hann þegar hann lýsti eftir henni í gær. Í framhaldinu fór í gang mikil leit að Freyju þar sem bæði voru notaðir drónar og þyrlur. Þá tóku fjölmargir bæjarbúar þátt í að leita að henni í gær. Lögregla fann Freyju svo í og við heimili sitt í nótt. Við heimili Freyju í kvöld. Danskir vinir Freyju sem fréttastofa heyrði í dag voru harmi slegnir. Vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu: „Freyja var með mér í mömmuklúbb og var vinsæl og átti marga vini í bænum. Við erum í áfalli yfir þessu, þetta er alveg hræðilegt.“ Annar vinur Freyju sagði að blóm og kerti hefði farið að streyma að heimili Freyju um leið og fregnir bárust að því að hún væri látin. Freyja skilur eftir sig 10 ára son og 5 ára dóttur, móður og systur. Danskur vinur minnist Freyju Egilsdóttur með eftirfarandi orðum á Facebook í dag. „Hvil i fred, kære ven. Jeg vil mindes dit kærlige væsen, din humor og din hjertevarme, og med tiden håber jeg, at det savn, det chok og den smerte, vi er mange, der sidder med lige nu, bliver mildnet, og kun de gode minder står skarpt tilbage“.
Lögreglumál Danmörk Morð í Malling Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39 Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41
Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39
Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48