Körfubolti

NBA dagsins: Svona afgreiddi þríeykið toppliðið, Curry gat ekki stöðvað Boston og VanVleet fór yfir fimmtíu stig

Sindri Sverrisson skrifar
Kevin Durant með skot í leiknum gegn LA Clippers í nótt.
Kevin Durant með skot í leiknum gegn LA Clippers í nótt. Getty/Sarah Stier

Í NBA dagsins má sjá hve magnaður Kyrie Irving var í sigri Brooklyn Nets á LA Clippers sem fór þar með niður úr efsta sæti vesturdeildarinnar í nótt. Stephen Curry var frábær en ekki nógu góður gegn Boston Celtics, og Fred VanVleet skoraði 54 stig fyrir Toronto Raptors.

Irving, James Harden og Kevin Durant lögðu allir þung lóð á vogarskálarnar í sigri Nets á Clippers í æsispennandi leik. Harden var með þrefalda tvennu, 23 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar, en Durant skoraði 28 stig og Irving heil 39 stig. Helstu svipmyndir úr leiknum eru í NBA-klippunni hér að neðan.

Stephen Curry skoraði 38 stig, þar af sjö þrista, í 111-107 tapi Golden State Warriors gegn Boston Celtics. Curry og Wilt Chamberlain heitinn eru þar með þeir einu sem skorað hafa yfir 17.000 stig fyrir Warriors.

Senuþjófur næturinnar er þó líklega Fred VanVleet sem skoraði 54 stig í 123-108 sigri Toronto Raptors á Orlando Magic. VanVleet skoraði úr 11 af fyrstu 12 þriggja stiga skotum sínum í leiknum, alls úr 17 af 23 skotum sínum úr opnum leik og úr öllum níu vítaskotum sínum. Þristaregnið má sjá hér að neðan.

Aldrei fyrr hefur leikmaður sem ekki er valinn í nýliðavali skoraði svo mikið af stigum í einum leik, og um stigamet er að ræða í sögu Toronto Raptors.

Svipmyndir úr þessum þremur leikjum og tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá hér að neðan.

Klippa: NBA dagsins 3. febrúar

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×