„Alltaf erfiðara að verja titil en að vinna hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2021 07:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals. Vísir/Sigurjón Ólason Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, segir það forréttindi að æfa við þær aðstæður sem Valur býður upp á. Kom þetta fram í viðtali Heimis við Stöð 2 Sport. Valur hefur ákveðið að færa umhverfi meistaraflokks karla nær því sem þekkist í atvinnumennsku erlendis. Æfir liðið tvisvar á dag tvo daga vikunnar ásamt hefðbundnum æfingum og leikjum þess á milli. „Eins og við höfum talað um þá vildum við byrja þetta. Þessi hugmynd kom í haust þegar við vorum að fara yfir síðasta tímabil og við ákváðum að prófa þetta í átta vikur. Þetta hefur farið vel af stað og við erum ánægðir með þetta. Svo eigum við auðvitað eftir að gera einver mistök á leiðinni en þá reynum við bara að bæta þau,“ sagði Heimir í viðtalinu. „Að mínu mati þurfum við að æfa meira ef við ætlum að verða betri og þetta er einn liður í því.“ Um leikmannahóp Vals „Við erum að leita. Við höfum misst menn úr vörninni og miðjunni, við erum vel mannaðir fram á við en eins og staðan er í dag er markaðurinn gríðarlega erfiður. Vonandi verða einhverjar opnanir núna í febrúar.“ „Ég las það en ég hef ekki talað við hann og hann er bara hjá Óla Kristjáns,“ sagði Heimir og glotti aðspurður út í þá orðróma að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason – nú leikmaður Esbjerg í Danmörku og KR-ingur mikil – gæti verið á leið til Vals. „Aron Bjarnason er leikmaður Újpest í Ungverjalandi og auðvitað höfum við hug að því að fá hann aftur. Stóð sig gríðarlega vel á síðustu leiktíð en tíminn verður að leiða það í ljós,“ bætti Heimir við. Um vinstri bakvarðarstöðu Vals „Við erum að leita mönnum í varnarlínuna. Í góðum liðum kemur maður í manns stað og Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa þetta mjög vel í Reykjavíkurmótinu og svo skoðum við stöðuna í febrúar.“ „Ég les þetta eins en ég hef ekkert talað við hann og held að hann sé með samning eitt ár í viðbót,“ sagði Heimir spakur um áhuga Íslandsmeistaranna á Davíði Kristjáni Ólafssyni, leikmanni Álasunds í Noregi. Að lokum var Heimir spurður út í til vörn Vals. „Við þurfum að leggja harðar að okkur en við gerðum á síðustu leiktíð. Eins og ég nefndi áðan er þetta einn liður í því. Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Valur hefur ákveðið að færa umhverfi meistaraflokks karla nær því sem þekkist í atvinnumennsku erlendis. Æfir liðið tvisvar á dag tvo daga vikunnar ásamt hefðbundnum æfingum og leikjum þess á milli. „Eins og við höfum talað um þá vildum við byrja þetta. Þessi hugmynd kom í haust þegar við vorum að fara yfir síðasta tímabil og við ákváðum að prófa þetta í átta vikur. Þetta hefur farið vel af stað og við erum ánægðir með þetta. Svo eigum við auðvitað eftir að gera einver mistök á leiðinni en þá reynum við bara að bæta þau,“ sagði Heimir í viðtalinu. „Að mínu mati þurfum við að æfa meira ef við ætlum að verða betri og þetta er einn liður í því.“ Um leikmannahóp Vals „Við erum að leita. Við höfum misst menn úr vörninni og miðjunni, við erum vel mannaðir fram á við en eins og staðan er í dag er markaðurinn gríðarlega erfiður. Vonandi verða einhverjar opnanir núna í febrúar.“ „Ég las það en ég hef ekki talað við hann og hann er bara hjá Óla Kristjáns,“ sagði Heimir og glotti aðspurður út í þá orðróma að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason – nú leikmaður Esbjerg í Danmörku og KR-ingur mikil – gæti verið á leið til Vals. „Aron Bjarnason er leikmaður Újpest í Ungverjalandi og auðvitað höfum við hug að því að fá hann aftur. Stóð sig gríðarlega vel á síðustu leiktíð en tíminn verður að leiða það í ljós,“ bætti Heimir við. Um vinstri bakvarðarstöðu Vals „Við erum að leita mönnum í varnarlínuna. Í góðum liðum kemur maður í manns stað og Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa þetta mjög vel í Reykjavíkurmótinu og svo skoðum við stöðuna í febrúar.“ „Ég les þetta eins en ég hef ekkert talað við hann og held að hann sé með samning eitt ár í viðbót,“ sagði Heimir spakur um áhuga Íslandsmeistaranna á Davíði Kristjáni Ólafssyni, leikmanni Álasunds í Noregi. Að lokum var Heimir spurður út í til vörn Vals. „Við þurfum að leggja harðar að okkur en við gerðum á síðustu leiktíð. Eins og ég nefndi áðan er þetta einn liður í því. Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann