Spotify hækkar verð um allt að 27 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2021 07:45 Spotify hefur sótt í sig veðrið á Íslandi og um heim allan á síðustu árum og farið langleiðina með að ganga af geisladisknum dauðum. Getty/Mateusz Slodkowsk Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um verðhækkanir á öllum áskriftarleiðum sínum. Með breytingunum fer venjuleg Premium áskrift úr 9,99 í 10,99 evrur á mánuði, Premium Duo úr 12,99 í 14,99 evrur og Family áskrift sem nýtist allt að sex einstaklingum úr 14,99 í 18,99 evrur á mánuði. Eftir breytinguna kostar hefðbundin Premium áskrift um 1.721 krónur og nemur verðhækkunin um það bil 157 til 626 krónum á mánuði eftir því hvaða þjónustuleið fólk er með hjá Spotify. Breytingin tekur gildi í mars hjá núverandi viðskiptavinum en nýjir greiða strax hærra verð. Verðhækkanir hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma hjá Spotify en verð á hefðbundinni Premium áskrift var áður það sama og árið 2013 þegar tónlistarveitan varð fyrst aðgengileg á Íslandi. Þá bauðst notendum þó einnig að kaupa takmarkaðri Unlimited áskrift fyrir 4,99 evrur á mánuði en sú þjónustuleið stendur ekki lengur til boða. Langvinsælasta tónlistarveita landsins Samkvæmt nýlegri neyslukönnun Gallup nota um 28% Íslendinga Spotify daglega og um helmingur notar tónlistarveituna minnst einu sinni í viku. Að sögn Félags hljómplötuframleiðenda, samtaka tónlistarútgefenda á Íslandi, er Spotify langvinsælasta tónlistarveitan á Íslandi en í kjölfar verðhækkananna er hún nú orðin dýrari en helsti keppinauturinn Apple Music. Daniel Ek, forstjóri Spotify, greindi frá því við ársuppgjör fyrirtækisins í október á síðasta ári að verðhækkanir væru í kortunum en þrátt fyrir að geta státað sig af því að vera stærsta tónlistarveita í heimi með yfir 144 milljónir greiðandi viðskiptavini hefur fyrirtækið átt í mestu vandræðum með að skila hagnaði. Frá því að Spotify var stofnað fyrir tólf árum hefur fyrirtækið aldrei skilað nettó hagnaði á ársgrundvelli. Stjórnendur tónlistarveitunnar hafa gefið út að á næstu árum muni þeir halda áfram að leggja áherslu á hraðan vöxt fram yfir hagnað. RÚV greindi frá því í upphafi árs að samkvæmt tölum frá Félagi hljómplötuframleiðenda skili hvert streymi á Spotify um það bil einni krónu í vasa útgefanda, flytjanda og höfundar viðkomandi lags. Tónlist Tækni Spotify Tengdar fréttir Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30 Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. 10. desember 2019 10:30 Spotify tók skarpa dýfu Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar. 2. nóvember 2018 07:30 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eftir breytinguna kostar hefðbundin Premium áskrift um 1.721 krónur og nemur verðhækkunin um það bil 157 til 626 krónum á mánuði eftir því hvaða þjónustuleið fólk er með hjá Spotify. Breytingin tekur gildi í mars hjá núverandi viðskiptavinum en nýjir greiða strax hærra verð. Verðhækkanir hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma hjá Spotify en verð á hefðbundinni Premium áskrift var áður það sama og árið 2013 þegar tónlistarveitan varð fyrst aðgengileg á Íslandi. Þá bauðst notendum þó einnig að kaupa takmarkaðri Unlimited áskrift fyrir 4,99 evrur á mánuði en sú þjónustuleið stendur ekki lengur til boða. Langvinsælasta tónlistarveita landsins Samkvæmt nýlegri neyslukönnun Gallup nota um 28% Íslendinga Spotify daglega og um helmingur notar tónlistarveituna minnst einu sinni í viku. Að sögn Félags hljómplötuframleiðenda, samtaka tónlistarútgefenda á Íslandi, er Spotify langvinsælasta tónlistarveitan á Íslandi en í kjölfar verðhækkananna er hún nú orðin dýrari en helsti keppinauturinn Apple Music. Daniel Ek, forstjóri Spotify, greindi frá því við ársuppgjör fyrirtækisins í október á síðasta ári að verðhækkanir væru í kortunum en þrátt fyrir að geta státað sig af því að vera stærsta tónlistarveita í heimi með yfir 144 milljónir greiðandi viðskiptavini hefur fyrirtækið átt í mestu vandræðum með að skila hagnaði. Frá því að Spotify var stofnað fyrir tólf árum hefur fyrirtækið aldrei skilað nettó hagnaði á ársgrundvelli. Stjórnendur tónlistarveitunnar hafa gefið út að á næstu árum muni þeir halda áfram að leggja áherslu á hraðan vöxt fram yfir hagnað. RÚV greindi frá því í upphafi árs að samkvæmt tölum frá Félagi hljómplötuframleiðenda skili hvert streymi á Spotify um það bil einni krónu í vasa útgefanda, flytjanda og höfundar viðkomandi lags.
Tónlist Tækni Spotify Tengdar fréttir Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30 Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. 10. desember 2019 10:30 Spotify tók skarpa dýfu Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar. 2. nóvember 2018 07:30 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30
Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. 10. desember 2019 10:30
Spotify tók skarpa dýfu Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar. 2. nóvember 2018 07:30