„Vorboði“ slökkviliðsmanna óvenjulega snemma á ferðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:16 Varðstjóri segir að slökkvistarf hafi gengið framar vonum og að betur hafi farið en á horfðist. vísir/vilhelm Fjölmennt lið slökkviliðsmanna á höfuðborgarsvæðinu var kallað út laust fyrir klukkan átta í morgun vegna sinubruna við Korpúlfsstaðaveg. Brunalykt fannst víða í borginni vegna þessa en slökkviliðið náði tökum á aðstæðum á mettíma. Varðstjóri segir sinubruna óvenjulegan á þessum árstíma því slökkviliðsmenn líti vanalega á sinubruna sem vorboða. Sinubruninn takmarkaðist við svæðið norðan við Korpúlfsstaði og svæðið austan við Korpúlfs-staðaveg. Kristján Sigfússon, varðstjóri, segir að betur hafi farið en á horfðist. „Þetta gekk bara ljómandi vel hjá okkur, miðað við aðstæður. Þarna var vindur og þurr gróðurinn. Miðað við allt þá gekk þetta hratt og vel hjá okkur. Við fengum mannskap og tæki frá þremur stöðvum og náðum að setja mikið vatn á þetta og það var lykilatriði í að leysa þetta verkefni.“ Kristján segir að engin mannvirki hafi verið í hættu vegna brunans en viðurkennir honum hafi fundist útlitið slæmt þegar hann kom fyrst að vettvangi. „Eldurinn breiddist hratt út þarna […] og var að teygja sig í áttina að Korpúlfsstöðum út af vindinum þannig að við höfðum smá áhyggjur af því að þetta myndi ná að breiðast hraðar út en það svo gerði. Sinubrunar eru að sögn Kristjáns ekki algengir á þessum árstíma, nú um hávetur. „Jú, þetta er óvenjulegt miðað við árstíma. Við slökkviliðsmenn lítum yfirleitt á sinubruna sem vorboða en það er nú ekki komið vor, sérstaklega miðað við annars staðar á landinu. Þetta er alveg óvenjulegt en gerist þó alveg.“ Reykjavík Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Varðstjóri segir sinubruna óvenjulegan á þessum árstíma því slökkviliðsmenn líti vanalega á sinubruna sem vorboða. Sinubruninn takmarkaðist við svæðið norðan við Korpúlfsstaði og svæðið austan við Korpúlfs-staðaveg. Kristján Sigfússon, varðstjóri, segir að betur hafi farið en á horfðist. „Þetta gekk bara ljómandi vel hjá okkur, miðað við aðstæður. Þarna var vindur og þurr gróðurinn. Miðað við allt þá gekk þetta hratt og vel hjá okkur. Við fengum mannskap og tæki frá þremur stöðvum og náðum að setja mikið vatn á þetta og það var lykilatriði í að leysa þetta verkefni.“ Kristján segir að engin mannvirki hafi verið í hættu vegna brunans en viðurkennir honum hafi fundist útlitið slæmt þegar hann kom fyrst að vettvangi. „Eldurinn breiddist hratt út þarna […] og var að teygja sig í áttina að Korpúlfsstöðum út af vindinum þannig að við höfðum smá áhyggjur af því að þetta myndi ná að breiðast hraðar út en það svo gerði. Sinubrunar eru að sögn Kristjáns ekki algengir á þessum árstíma, nú um hávetur. „Jú, þetta er óvenjulegt miðað við árstíma. Við slökkviliðsmenn lítum yfirleitt á sinubruna sem vorboða en það er nú ekki komið vor, sérstaklega miðað við annars staðar á landinu. Þetta er alveg óvenjulegt en gerist þó alveg.“
Reykjavík Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11