Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2021 10:45 Geysir lokaði verslun sinni að Skólavörðustíg 16 í gær eftir tíu ár í húsinu. Verslunni var flutt á Skólavörðustíg 12 beint á móti Geysir Konur. Þær verslanir voru óvænt lokaðar í gær. Geysir Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. Fréttastofa hefur í sólarhring reynt án árangurs að ná í Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Arctic Shopping sem verslanirnar heyra undir. Þá hefur enginn svarað símanum í verslunum Geysis og það starfsfólk sem hefur náðst í ekki viljað tjá sig um stöðu mála og vísa á Jóhann. Geysir rekur þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi sem til stóð að flytja á Skólavörðustíg. Öllu starfsfólki verslananna sem telur nokkra tugi var sagt upp um helgina samkvæmt heimildum fréttastofu. Verslun Geysis í Haukadal er rekin í öðru félagi Geysir Shops ehf og mun starfsfólki þeirrar verslunar ekki hafa verið sagt upp störfum. Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við fréttastofu að verslunin í Kringlunni hafi verið lokuð í gær og honum verið tilkynnt að breytingar væru í vændum. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um verslun Geysis í Kringlunni og vísaði á Jóhann framkvæmdastjóra. Fram kom í Morgunblaðinu í desember að hrun í komu ferðamanna hefði haft alvarleg áhrif á starfsemi Geysisverslana. Var vísað til skýrslu stjórnar í ársreikningi þar sem fram kom að starfsfólki hefði verið fækkað, sóttur hefði verið stuðningur í aðgerðarpakka ríkisstjórnar auk þess sem félagið ætti í viðræðum við viðskiptabanka sína um endurskipulagningu á skuldum þeirra. Arctic Shopping rekur sömuleiðis verslanir Lundans, Óðinn, Thor og Jólahúsið við Ingólfstorg en þeim var öllum lokað síðastliðið vor þegar ljóst var að mikil óvissa ríkti um komu ferðamanna vegna faraldursins. Leitast hefur verið eftir skýringum hjá Jóhanni Guðlaugssyni framkvæmdastjóra og verður gerð grein fyrir þeim þegar þau berast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Verslun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Sjá meira
Fréttastofa hefur í sólarhring reynt án árangurs að ná í Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Arctic Shopping sem verslanirnar heyra undir. Þá hefur enginn svarað símanum í verslunum Geysis og það starfsfólk sem hefur náðst í ekki viljað tjá sig um stöðu mála og vísa á Jóhann. Geysir rekur þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi sem til stóð að flytja á Skólavörðustíg. Öllu starfsfólki verslananna sem telur nokkra tugi var sagt upp um helgina samkvæmt heimildum fréttastofu. Verslun Geysis í Haukadal er rekin í öðru félagi Geysir Shops ehf og mun starfsfólki þeirrar verslunar ekki hafa verið sagt upp störfum. Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við fréttastofu að verslunin í Kringlunni hafi verið lokuð í gær og honum verið tilkynnt að breytingar væru í vændum. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um verslun Geysis í Kringlunni og vísaði á Jóhann framkvæmdastjóra. Fram kom í Morgunblaðinu í desember að hrun í komu ferðamanna hefði haft alvarleg áhrif á starfsemi Geysisverslana. Var vísað til skýrslu stjórnar í ársreikningi þar sem fram kom að starfsfólki hefði verið fækkað, sóttur hefði verið stuðningur í aðgerðarpakka ríkisstjórnar auk þess sem félagið ætti í viðræðum við viðskiptabanka sína um endurskipulagningu á skuldum þeirra. Arctic Shopping rekur sömuleiðis verslanir Lundans, Óðinn, Thor og Jólahúsið við Ingólfstorg en þeim var öllum lokað síðastliðið vor þegar ljóst var að mikil óvissa ríkti um komu ferðamanna vegna faraldursins. Leitast hefur verið eftir skýringum hjá Jóhanni Guðlaugssyni framkvæmdastjóra og verður gerð grein fyrir þeim þegar þau berast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Verslun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Sjá meira