90 ára og eldri boðið í bólusetningu í dag Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 11:33 Fólki er boðið í bólusetningu með SMS skilaboðum en þeim sem hefur ekki borist slík skilaboð geta samt sem áður mætt í bólusetningu í dag. vísir/vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður í dag öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru 90 ára og eldri í bólusetningu við Covid-19. Nær boðið til allra sem eru fæddir árið 1931 eða fyrr og fer bólusetningin fram á Suðurlandsbraut 34. Boð um bólusetninguna eru send með SMS skilaboðum en það fólk sem er á þessum aldri og hefur ekki fengið skilaboð getur komið á Suðurlandsbraut milli klukkan 9 og 15 í dag og fengið bólusetningu. Bólusetningin fer fram í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/vilhelm Á vef heilsugæslunnar eru allir beðnir um að mæta með skilríki og fólk minnt á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Til að mynda er mælt með því að vera í stuttermabol innst klæða. Nokkrir biðu þolinmóðir eftir því að komast að hjá hjúkrunarfræðingum. Vísir/vilhelm Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Eru þeir sem ekki þiggja bólusetningu beðnir um að hafa samband við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og láta vita. Vonast til að búið verði að bólusetja 70 ára og eldri fyrir lok mars Í gær höfðu alls 4.820 einstaklingar lokið bólusetningu á Íslandi samkvæmt tölum á upplýsingavefnum covid.is og 5.882 til viðbótar fengið annan skammt af tveimur. Vísir/Vilhelm Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær að svo gæti farið að búið væri að bjóða öllum 70 ára og eldri í bólusetningu í lok mars. 70 ára og eldri telja um 34 þúsund manns. Hann bætti við að heilbrigðisyfirvöld eigi nú von á því að fá heldur meira af bóluefni á næstunni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir að vera búin að fá bóluefni fyrir 30 þúsund og svo bætast þessir auka skammtar við,“ sagði Þórólfur. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Boð um bólusetninguna eru send með SMS skilaboðum en það fólk sem er á þessum aldri og hefur ekki fengið skilaboð getur komið á Suðurlandsbraut milli klukkan 9 og 15 í dag og fengið bólusetningu. Bólusetningin fer fram í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/vilhelm Á vef heilsugæslunnar eru allir beðnir um að mæta með skilríki og fólk minnt á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Til að mynda er mælt með því að vera í stuttermabol innst klæða. Nokkrir biðu þolinmóðir eftir því að komast að hjá hjúkrunarfræðingum. Vísir/vilhelm Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Eru þeir sem ekki þiggja bólusetningu beðnir um að hafa samband við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og láta vita. Vonast til að búið verði að bólusetja 70 ára og eldri fyrir lok mars Í gær höfðu alls 4.820 einstaklingar lokið bólusetningu á Íslandi samkvæmt tölum á upplýsingavefnum covid.is og 5.882 til viðbótar fengið annan skammt af tveimur. Vísir/Vilhelm Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær að svo gæti farið að búið væri að bjóða öllum 70 ára og eldri í bólusetningu í lok mars. 70 ára og eldri telja um 34 þúsund manns. Hann bætti við að heilbrigðisyfirvöld eigi nú von á því að fá heldur meira af bóluefni á næstunni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir að vera búin að fá bóluefni fyrir 30 þúsund og svo bætast þessir auka skammtar við,“ sagði Þórólfur. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira