Þórólfur um bólusetningu ólympíufara: Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 13:01 Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem unnið hefur sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ekki er öruggt að hann fái bólusetningu við COVID-19 fyrir leikana. Annað íslenskt íþróttafólk sem stefnir á leikana þarf að keppa á alþjóðlegum mótum á næstu mánuðum. Getty/Andrea Staccioli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi í dag hvort til greina kæmi að veita afreksíþróttafólki, til að mynda þeim sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, forgang í bólusetningu gegn COVID-19. Ekki var að heyra á Þórólfi að það myndi njóta nokkurs forgangs. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum sé haft í huga við forgangsröðun í bólusetningu. Bólusetning gæti gert mikið fyrir íþróttafólk sem sækja þarf alþjóðlega keppni erlendis, til að mynda tæplega þrjátíu manna hóp fólks sem freistar þess að komast á Ólympíuleikana í júlí. Aðeins einn íslenskur íþróttamaður, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er kominn með sæti á leikunum en annað íþróttafólk þarf að ná lágmörkum eða safna stigum með keppni í alþjóðlegum mótum fram að leikunum. Klippa: Þórólfur um bólusetningu afreksíþróttafólks „Það eru mjög margir sem eru að biðja um forgang – að komast framar í röðinni. Við höfum yfirleitt ekki ljáð máls á því,“ sagði Þórólfur í svari við spurningu fréttastofu á upplýsingafundi í dag um hvort til greina kæmi að ólympíufarar nytu forgangs. „Ég held að við verðum að halda okkur við fyrra plan. Við erum með ákveðna stefnu varðandi forgangshópana og ég held að við eigum að halda því. Það er mjög erfitt þegar við förum að velja fólk eftir mikilvægi. Ég treysti mér ekki almennilega í það sjálfur. Því það eru auðvitað allir sem telja sig mikilvæga, og allir eru mikilvægir, en hvort að þeir eigi að fara fram fyrir aðra hópa er aftur á móti annað mál,“ sagði Þórólfur. Ólympíufarar í Ísrael og Danmörku bólusettir fyrir leikana Í síðustu viku bárust fréttir af því að í Ísrael og Danmörku reiknuðu menn með að allir ólympíufarar yrðu bólusettir fyrir leikana. Talskona ísraelsku ólympíusambandsins sagði að bólusetningu ólympíufara yrði lokið í maí, en í Danmörku er reiknað með að það taki lengri tíma þar sem að bólusetning heilbrigðs almennings hefjist í fyrsta lagi í apríl. Ungverska ólympíusambandið vonast til að bólusetja sína ólympíufara eftir nokkrar vikur og Belgar hafa beðið um að 400-500 ólympíufarar verði bólusettir. Talsmaður belgíska sambandsins tók þó fram að ekki væri ætlunin að komast fram fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða viðkvæma hópa í röðinni. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Sjá meira
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum sé haft í huga við forgangsröðun í bólusetningu. Bólusetning gæti gert mikið fyrir íþróttafólk sem sækja þarf alþjóðlega keppni erlendis, til að mynda tæplega þrjátíu manna hóp fólks sem freistar þess að komast á Ólympíuleikana í júlí. Aðeins einn íslenskur íþróttamaður, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er kominn með sæti á leikunum en annað íþróttafólk þarf að ná lágmörkum eða safna stigum með keppni í alþjóðlegum mótum fram að leikunum. Klippa: Þórólfur um bólusetningu afreksíþróttafólks „Það eru mjög margir sem eru að biðja um forgang – að komast framar í röðinni. Við höfum yfirleitt ekki ljáð máls á því,“ sagði Þórólfur í svari við spurningu fréttastofu á upplýsingafundi í dag um hvort til greina kæmi að ólympíufarar nytu forgangs. „Ég held að við verðum að halda okkur við fyrra plan. Við erum með ákveðna stefnu varðandi forgangshópana og ég held að við eigum að halda því. Það er mjög erfitt þegar við förum að velja fólk eftir mikilvægi. Ég treysti mér ekki almennilega í það sjálfur. Því það eru auðvitað allir sem telja sig mikilvæga, og allir eru mikilvægir, en hvort að þeir eigi að fara fram fyrir aðra hópa er aftur á móti annað mál,“ sagði Þórólfur. Ólympíufarar í Ísrael og Danmörku bólusettir fyrir leikana Í síðustu viku bárust fréttir af því að í Ísrael og Danmörku reiknuðu menn með að allir ólympíufarar yrðu bólusettir fyrir leikana. Talskona ísraelsku ólympíusambandsins sagði að bólusetningu ólympíufara yrði lokið í maí, en í Danmörku er reiknað með að það taki lengri tíma þar sem að bólusetning heilbrigðs almennings hefjist í fyrsta lagi í apríl. Ungverska ólympíusambandið vonast til að bólusetja sína ólympíufara eftir nokkrar vikur og Belgar hafa beðið um að 400-500 ólympíufarar verði bólusettir. Talsmaður belgíska sambandsins tók þó fram að ekki væri ætlunin að komast fram fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða viðkvæma hópa í röðinni.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Sjá meira
Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30
Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31