Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 19:57 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á föstudaginn skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Fyrirtækið hefur sætt miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins en framkvæmdastjórn ESB virkjaði sama dag nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga um afhendingu bóluefnis. Evrópusambandið dró þó fljótt í land og hætti við þessi áform sem strax sættu mikilli gagnrýni. Guardian greindi frá því fyrr í dag að Frakkar og Þjóðverjar að höfða mál gegn AstraZeneca vegna seinagangs við afhendingu, jafnvel þótt fyrir liggi að seinaganginn megi rekja til vandkvæða við framleiðslu bóluefnisins í framleiðsluverksmiðju í Belgíu. Embættisenn í Brussel hafa þó lýst efasemdum og hafa gefið í skyn að ástæðuna megi rekja til þess að fyrirtækið hafi dreift skömmtum bóluefnis sem framleiddir eru í Belgíu og Hollandi til Bretlands, sem líkt og kunnugt er er ekki lengur aðili að ESB. Að því er segir í tísti von der Leyen virðist nú sem betur gangi í samskiptum ESB og AstraZeneca en fyrirtækið hyggst að því er segir í tísti framkvæmdastjórans auka afkastagetu sína við framleiðslu bóluefnisins innan Evrópu. Step forward on vaccines.@AstraZeneca will deliver 9 million additional doses in the first quarter (40 million in total) compared to last week’s offer & will start deliveries one week earlier than scheduled.The company will also expand its manufacturing capacity in Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 31, 2021 Evrópusambandið Belgía Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á föstudaginn skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Fyrirtækið hefur sætt miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins en framkvæmdastjórn ESB virkjaði sama dag nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga um afhendingu bóluefnis. Evrópusambandið dró þó fljótt í land og hætti við þessi áform sem strax sættu mikilli gagnrýni. Guardian greindi frá því fyrr í dag að Frakkar og Þjóðverjar að höfða mál gegn AstraZeneca vegna seinagangs við afhendingu, jafnvel þótt fyrir liggi að seinaganginn megi rekja til vandkvæða við framleiðslu bóluefnisins í framleiðsluverksmiðju í Belgíu. Embættisenn í Brussel hafa þó lýst efasemdum og hafa gefið í skyn að ástæðuna megi rekja til þess að fyrirtækið hafi dreift skömmtum bóluefnis sem framleiddir eru í Belgíu og Hollandi til Bretlands, sem líkt og kunnugt er er ekki lengur aðili að ESB. Að því er segir í tísti von der Leyen virðist nú sem betur gangi í samskiptum ESB og AstraZeneca en fyrirtækið hyggst að því er segir í tísti framkvæmdastjórans auka afkastagetu sína við framleiðslu bóluefnisins innan Evrópu. Step forward on vaccines.@AstraZeneca will deliver 9 million additional doses in the first quarter (40 million in total) compared to last week’s offer & will start deliveries one week earlier than scheduled.The company will also expand its manufacturing capacity in Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 31, 2021
Evrópusambandið Belgía Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira