„Ætla að vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. janúar 2021 19:16 Stefán Rafn er hann ræddi við fréttastofu eftir að blekið var komið á blað á Ásvöllum. stöð 2/skjáskot Stefán Rafn Sigurmannsson kveðst spenntur að spila fyrir Hauka í Olís deild karla á nýjan leik en tilkynnt var í dag hornamaðurinn knái hefði samið við uppeldisfélagið. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir í Sportpakka kvöldsins. Stefán Rafn fékk samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi rift í ársbyrjun. Hann hefur glímt við erfið meiðsli í il undanfarna mánuði en er nú snúinn aftur á uppeldisslóðirnar í Hafnarfirði. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Það er bara eitt lið á Íslandi hjá minni fjölskyldu og mér svo mér dettur ekki í hug að fara eitthvað annað en hingað,“ sagði Stefán Rafn. „Meiðslin taka einhvern tíma. Ég geri það eins vel og ég get að ná mér hundrað prósent. Við sjáum hvenær það verður. Hvort að það verði eftir mánuð eða tvo eða eina viku. Þetta er hægt en gengur ágætlega.“ „Staðan í dag er fín. Það kom bakslag fyrir þremur eða fjórum vikum. Ég fór í sprautu á mánudaginn en verðum svo bara sjá og taka einn dag í einu.“ Hann ætlar ekki að setja neina tímapressu á sjálfan sig, hvenær hann ætli að snúa aftur inn á völlinn. „Ég ætla ekki að setja neina pressu en við sjáum hvernig þetta fer. Auðvitað vonast ég til þess að þetta komist í lag sem fyrst og ég geti farið að spila handbolta.“ „Það er hundleiðinlegt að koma á æfingar, hvort sem það er hér eða annars staðar, og horfa á endalaust. Ég vona að þetta komist í lag sem fyrst,“ segir Stefán sem er glaður að vera kominn aftur í Hauka. „Ásvellir eru mitt annað heimili og var það alltaf. Ég er mjög glaður að vera kominn hingað. Vinir mínir eru hérna og það eru mjög spennandi tímar framundan.“ Aðspurður um hvort að hugurinn leiti út á nýjan leik svaraði hornamaðurinn knái: „Ég er kominn í Hauka til þess að gefa allt í þetta. Ég er mjög glaður með þá ákvörðun. Þetta var mjög skemmtilegur tími í atvinnumennsku en nú er kominn annar tími fyrir mig í lífinu. Það er að koma heim í Hauka og reyna vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta,“ sagði Stefán. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn um komuna í Hauka Valur Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Risaleikur á Hlíðarenda Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Í beinni: Haukar - Selfoss | Óstöðvandi á þessu ári Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira
Stefán Rafn fékk samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi rift í ársbyrjun. Hann hefur glímt við erfið meiðsli í il undanfarna mánuði en er nú snúinn aftur á uppeldisslóðirnar í Hafnarfirði. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Það er bara eitt lið á Íslandi hjá minni fjölskyldu og mér svo mér dettur ekki í hug að fara eitthvað annað en hingað,“ sagði Stefán Rafn. „Meiðslin taka einhvern tíma. Ég geri það eins vel og ég get að ná mér hundrað prósent. Við sjáum hvenær það verður. Hvort að það verði eftir mánuð eða tvo eða eina viku. Þetta er hægt en gengur ágætlega.“ „Staðan í dag er fín. Það kom bakslag fyrir þremur eða fjórum vikum. Ég fór í sprautu á mánudaginn en verðum svo bara sjá og taka einn dag í einu.“ Hann ætlar ekki að setja neina tímapressu á sjálfan sig, hvenær hann ætli að snúa aftur inn á völlinn. „Ég ætla ekki að setja neina pressu en við sjáum hvernig þetta fer. Auðvitað vonast ég til þess að þetta komist í lag sem fyrst og ég geti farið að spila handbolta.“ „Það er hundleiðinlegt að koma á æfingar, hvort sem það er hér eða annars staðar, og horfa á endalaust. Ég vona að þetta komist í lag sem fyrst,“ segir Stefán sem er glaður að vera kominn aftur í Hauka. „Ásvellir eru mitt annað heimili og var það alltaf. Ég er mjög glaður að vera kominn hingað. Vinir mínir eru hérna og það eru mjög spennandi tímar framundan.“ Aðspurður um hvort að hugurinn leiti út á nýjan leik svaraði hornamaðurinn knái: „Ég er kominn í Hauka til þess að gefa allt í þetta. Ég er mjög glaður með þá ákvörðun. Þetta var mjög skemmtilegur tími í atvinnumennsku en nú er kominn annar tími fyrir mig í lífinu. Það er að koma heim í Hauka og reyna vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta,“ sagði Stefán. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn um komuna í Hauka
Valur Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Risaleikur á Hlíðarenda Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Í beinni: Haukar - Selfoss | Óstöðvandi á þessu ári Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik