Verðskuldað tap Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trossard skorar sigurmarkið umkringdur leikmönnum Tottenham.
Trossard skorar sigurmarkið umkringdur leikmönnum Tottenham. EPA-EFE/Mike Hewitt

Tottenham tapaði 1-0 fyrir Brighton á útivelli í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsta og eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik en leikur Tottenham var ekki upp á marga fiska.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á sautjándu mínútu. Pascal Gross gerði þá vel og fann Leandro Trossard í teignum sem gerði vel og skoraði.

Það var í raun ekkert að frétta af Tottenham fyrstu 75 mínúturnar. Carlos Vinicius átti þá gott skot en Robert Sanchez varði.

Gestirnir frá Lundúnum reyndu hvað þeir gátu en heimamenn unnu mikilvægan sigur og komu sér sjö stigum frá fallbaráttunni.

Tottenham er eftir sigurinn í sjötta sæti deildarinnar með 33 stig. Þeir eru tveimur stigum frá West Ham sem er sæti ofar en eiga þó leik til góða.

Brighton er í sautjánda sætinu með 21 stig en þetta var þeirra fyrsti heimasigur í háa herrans tíð.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira