Stórveldaslagur í Garðinum í Boston Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2021 11:30 Jayson Tatum og LeBron James kljást í nótt þegar Boston Celtics tekur á móti Los Angeles Lakers. getty/Maddie Meyer Stórveldin og sigursælustu lið NBA-deildarinnar í körfubolta, Boston Celtics og Los Angeles Lakers, eigast við í Boston í nótt. Það er alltaf stór stund þegar þessi lið mætast enda þau sem hafa unnið langflesta titla í sögu NBA. Lakers vann sinn sautjánda meistaratitil í fyrra og jafnaði þar með við Boston. Saman hafa þessi lið unnið 34 af 74 meistaratitlum í sögu NBA-deildarinnar. Lakers hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Detroit Pistons og Philadelphia 76ers, eftir að hafa unnið fyrstu tíu útileiki sína á tímabilinu. Lakers lýkur Austurstrandarferð sinni þegar liðið sækir Atlanta Hawks heim á þriðjudaginn. Boston hefur gengið vel á heimavelli það sem af er tímabili og unnið fimm af sjö leikjum sínum þar. Boston hefur endurheimt Jayson Tatum sem missti af nokkrum leikjum vegna kórónuveirunnar. Jaylen Brown bar þyngri byrðar í sóknarleik Boston í fjarveru Tatums. Hann er sjöundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,1 stig að meðaltali í leik. Brown hefur bætt sig mikið milli tímabila en í fyrra var hann með 20,3 stig að meðaltali í leik. Hjá Lakers er LeBron James sem fyrr í aðalhlutverki. Hann slær ekkert af þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára og er með 25,5 stig, 7,8 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hin stórstjarnan í Lakers, Anthony Davis, missti af leiknum gegn Detroit vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verður með gegn Boston í nótt. Þjóðverjinn Dennis Schröder, sem kom frá Oklahoma City Thunder fyrir tímabilið, hefur svo verið þriðja hjólið undir Lakers-vagninum í vetur. Hann er með 13,6 stig, 3,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Leikur Boston og Lakers hefst klukkan 01:30 í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Það er alltaf stór stund þegar þessi lið mætast enda þau sem hafa unnið langflesta titla í sögu NBA. Lakers vann sinn sautjánda meistaratitil í fyrra og jafnaði þar með við Boston. Saman hafa þessi lið unnið 34 af 74 meistaratitlum í sögu NBA-deildarinnar. Lakers hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Detroit Pistons og Philadelphia 76ers, eftir að hafa unnið fyrstu tíu útileiki sína á tímabilinu. Lakers lýkur Austurstrandarferð sinni þegar liðið sækir Atlanta Hawks heim á þriðjudaginn. Boston hefur gengið vel á heimavelli það sem af er tímabili og unnið fimm af sjö leikjum sínum þar. Boston hefur endurheimt Jayson Tatum sem missti af nokkrum leikjum vegna kórónuveirunnar. Jaylen Brown bar þyngri byrðar í sóknarleik Boston í fjarveru Tatums. Hann er sjöundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,1 stig að meðaltali í leik. Brown hefur bætt sig mikið milli tímabila en í fyrra var hann með 20,3 stig að meðaltali í leik. Hjá Lakers er LeBron James sem fyrr í aðalhlutverki. Hann slær ekkert af þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára og er með 25,5 stig, 7,8 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hin stórstjarnan í Lakers, Anthony Davis, missti af leiknum gegn Detroit vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verður með gegn Boston í nótt. Þjóðverjinn Dennis Schröder, sem kom frá Oklahoma City Thunder fyrir tímabilið, hefur svo verið þriðja hjólið undir Lakers-vagninum í vetur. Hann er með 13,6 stig, 3,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Leikur Boston og Lakers hefst klukkan 01:30 í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira