Stórveldaslagur í Garðinum í Boston Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2021 11:30 Jayson Tatum og LeBron James kljást í nótt þegar Boston Celtics tekur á móti Los Angeles Lakers. getty/Maddie Meyer Stórveldin og sigursælustu lið NBA-deildarinnar í körfubolta, Boston Celtics og Los Angeles Lakers, eigast við í Boston í nótt. Það er alltaf stór stund þegar þessi lið mætast enda þau sem hafa unnið langflesta titla í sögu NBA. Lakers vann sinn sautjánda meistaratitil í fyrra og jafnaði þar með við Boston. Saman hafa þessi lið unnið 34 af 74 meistaratitlum í sögu NBA-deildarinnar. Lakers hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Detroit Pistons og Philadelphia 76ers, eftir að hafa unnið fyrstu tíu útileiki sína á tímabilinu. Lakers lýkur Austurstrandarferð sinni þegar liðið sækir Atlanta Hawks heim á þriðjudaginn. Boston hefur gengið vel á heimavelli það sem af er tímabili og unnið fimm af sjö leikjum sínum þar. Boston hefur endurheimt Jayson Tatum sem missti af nokkrum leikjum vegna kórónuveirunnar. Jaylen Brown bar þyngri byrðar í sóknarleik Boston í fjarveru Tatums. Hann er sjöundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,1 stig að meðaltali í leik. Brown hefur bætt sig mikið milli tímabila en í fyrra var hann með 20,3 stig að meðaltali í leik. Hjá Lakers er LeBron James sem fyrr í aðalhlutverki. Hann slær ekkert af þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára og er með 25,5 stig, 7,8 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hin stórstjarnan í Lakers, Anthony Davis, missti af leiknum gegn Detroit vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verður með gegn Boston í nótt. Þjóðverjinn Dennis Schröder, sem kom frá Oklahoma City Thunder fyrir tímabilið, hefur svo verið þriðja hjólið undir Lakers-vagninum í vetur. Hann er með 13,6 stig, 3,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Leikur Boston og Lakers hefst klukkan 01:30 í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Það er alltaf stór stund þegar þessi lið mætast enda þau sem hafa unnið langflesta titla í sögu NBA. Lakers vann sinn sautjánda meistaratitil í fyrra og jafnaði þar með við Boston. Saman hafa þessi lið unnið 34 af 74 meistaratitlum í sögu NBA-deildarinnar. Lakers hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Detroit Pistons og Philadelphia 76ers, eftir að hafa unnið fyrstu tíu útileiki sína á tímabilinu. Lakers lýkur Austurstrandarferð sinni þegar liðið sækir Atlanta Hawks heim á þriðjudaginn. Boston hefur gengið vel á heimavelli það sem af er tímabili og unnið fimm af sjö leikjum sínum þar. Boston hefur endurheimt Jayson Tatum sem missti af nokkrum leikjum vegna kórónuveirunnar. Jaylen Brown bar þyngri byrðar í sóknarleik Boston í fjarveru Tatums. Hann er sjöundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,1 stig að meðaltali í leik. Brown hefur bætt sig mikið milli tímabila en í fyrra var hann með 20,3 stig að meðaltali í leik. Hjá Lakers er LeBron James sem fyrr í aðalhlutverki. Hann slær ekkert af þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára og er með 25,5 stig, 7,8 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hin stórstjarnan í Lakers, Anthony Davis, missti af leiknum gegn Detroit vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verður með gegn Boston í nótt. Þjóðverjinn Dennis Schröder, sem kom frá Oklahoma City Thunder fyrir tímabilið, hefur svo verið þriðja hjólið undir Lakers-vagninum í vetur. Hann er með 13,6 stig, 3,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Leikur Boston og Lakers hefst klukkan 01:30 í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti