NBA dagsins: LeBron og félagar drápu á sér í bílaborginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2021 14:30 Mason Plumlee beitir öllum brögðum til að stöðva LeBron James. getty/Gregory Shamus Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, áttu ólíku gengi að fagna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Lakers töpuðu mjög óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Detriot Pistons, 107-92. Þetta var annað tap Lakers í röð. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Lakers en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Þá gekk lítið í sóknarleik meistaranna sem skoruðu aðeins 34 stig. Anthony Davis var fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Blake Griffin skoraði 23 stig fyrir Detroit og Wayne Ellington tuttugu. Mason Plumlee skoraði sautján stig og tók tíu fráköst. Þetta var aðeins fimmti sigur Detroit á tímabilinu. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar. Aðeins Washington Wizards hefur unnið færri leiki en Detroit. Clippers gerði góða ferð til Flórída og vann silfurlið síðasta tímabils, Miami Heat, 105-109. Fjölmarga leikmenn vantaði í bæði lið. Hjá Clippers voru til dæmis Kawhi Leonard og Paul George fjarverandi og Jimmy Butler lék ekki með Miami. Nicolas Batum skoraði átján stig fyrir Clippers og Lou Williams sautján. Reggie Jackson og Marcus Morris gerðu sextán stig hvor. Clippers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Utah Jazz. Miami er hins vegar í 13. sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið sex leiki í vetur. Tapið í nótt var það fimmta í röð hjá liðinu. Tyler Herro og Bam Adebayo voru bestu menn Miami í nótt. Herro skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, þrettán fráköst og sjö stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Detroit og Lakers og Miami og Clippers auk fimm flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 29. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Meistarar Lakers töpuðu mjög óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Detriot Pistons, 107-92. Þetta var annað tap Lakers í röð. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Lakers en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Þá gekk lítið í sóknarleik meistaranna sem skoruðu aðeins 34 stig. Anthony Davis var fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Blake Griffin skoraði 23 stig fyrir Detroit og Wayne Ellington tuttugu. Mason Plumlee skoraði sautján stig og tók tíu fráköst. Þetta var aðeins fimmti sigur Detroit á tímabilinu. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar. Aðeins Washington Wizards hefur unnið færri leiki en Detroit. Clippers gerði góða ferð til Flórída og vann silfurlið síðasta tímabils, Miami Heat, 105-109. Fjölmarga leikmenn vantaði í bæði lið. Hjá Clippers voru til dæmis Kawhi Leonard og Paul George fjarverandi og Jimmy Butler lék ekki með Miami. Nicolas Batum skoraði átján stig fyrir Clippers og Lou Williams sautján. Reggie Jackson og Marcus Morris gerðu sextán stig hvor. Clippers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Utah Jazz. Miami er hins vegar í 13. sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið sex leiki í vetur. Tapið í nótt var það fimmta í röð hjá liðinu. Tyler Herro og Bam Adebayo voru bestu menn Miami í nótt. Herro skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, þrettán fráköst og sjö stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Detroit og Lakers og Miami og Clippers auk fimm flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 29. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00