Fjórum sleppt vegna morðs bandarísks blaðamanns eftir átján ár í fangelsi í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 10:19 Ahmed Omar Saeed Sheikh, árið 2002, þegar hann var dæmdur vegna morðs Daniel Pearl. Hæstiréttur Paksitan hefur ákveðið að sleppa eigi Sheikh úr haldi. AP(Zia Mazhar Hæstiréttur Paksistan sýknaði í gær fjóra menn sem höfðu verið dæmdir fyrir að ræna og myrða bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl árið 2002. Sá vann fyrir Wall Street Journal og var að rannsaka hryðjuverkastarfsemi í Pakistan þegar hann hvarf. Mánuði eftir hvarf hans var myndband af afhöfðun hans sent til bandrískra embættismanna. Þetta var eitt fyrsta aftökumyndbandið sem íslamskir hryðjuverkamenn hafi tekið og dreift. Samkvæmt frétt CNN segir Hvíta húsið að sýknanirnar séu lítilsvirðing við fórnarlömb hryðjuverka. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Hæstaréttar Pakistans og kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. Yfirvöld í Pakistan hafa þegar áfrýjað ákvörðuninni og verður hún tekin aftur til skoðunar, samkvæmt frétt Reuters. Pearl var nánar tiltekið að rannsaka hinn breska hryðjuverkamann Richard C. Reid og tengsl hans við öfgamenn í Pakistan. Reid hafði verið handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Pearl hvarf í borginni Karachi og fjórum mánuðum síðar fannst lík hans í gröf fyrir utan borgina. Árið 2007 birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna játningu Khalid Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt Pearl. „Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl,“ sagði í útskrift sem varnarmálaráðuneytið birti, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed, þar sem hann var pyntaður. Mohammed situr í Gvantanamófangelsinu á Kúbú og hefur gert það um árabil án þess að vera ákærður fyrir morðið á Pearl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórir menn voru handteknir vegna morðsins og allir dæmdir í fangelsi. Meðal þeirra var Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi. Hann var dæmdur til dauða vegna morðsins og var sakaður um að hafa leitt Pearl í gildru. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Dómar felldir niður í fyrra Í apríl var málið tekið aftur til skoðunar fyrir dómstólum í Pakistan og var niðurstaðan sú að fella niður dóma mannanna fjögurra, nema þann dóm sem Sheikh fékk fyrir mannrán, sem hann viðurkenndi. Var það gert á þeim grundvelli að lögregluþjónar hefðu ekki fylgt starfsreglum og notast við ólöglega yfirheyrsluaðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Eftir ákvörðun Hæstaréttar Pakistans í gær stendur nú til að sleppa öllum fjórum úr haldi. Í samtali við CNN segir Judea Pearl, faðir David að fjölskylda hans sé í áfalli vegna fregnanna. Hann segist vonast til þess að þetta óréttlæti verði leiðrétt, eins og hann orðaði það. Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Sheikh verði fluttur til Bandaríkjanna og réttað verði yfir honum þar. Pakistan Bandaríkin Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Mánuði eftir hvarf hans var myndband af afhöfðun hans sent til bandrískra embættismanna. Þetta var eitt fyrsta aftökumyndbandið sem íslamskir hryðjuverkamenn hafi tekið og dreift. Samkvæmt frétt CNN segir Hvíta húsið að sýknanirnar séu lítilsvirðing við fórnarlömb hryðjuverka. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Hæstaréttar Pakistans og kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. Yfirvöld í Pakistan hafa þegar áfrýjað ákvörðuninni og verður hún tekin aftur til skoðunar, samkvæmt frétt Reuters. Pearl var nánar tiltekið að rannsaka hinn breska hryðjuverkamann Richard C. Reid og tengsl hans við öfgamenn í Pakistan. Reid hafði verið handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Pearl hvarf í borginni Karachi og fjórum mánuðum síðar fannst lík hans í gröf fyrir utan borgina. Árið 2007 birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna játningu Khalid Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt Pearl. „Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl,“ sagði í útskrift sem varnarmálaráðuneytið birti, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed, þar sem hann var pyntaður. Mohammed situr í Gvantanamófangelsinu á Kúbú og hefur gert það um árabil án þess að vera ákærður fyrir morðið á Pearl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórir menn voru handteknir vegna morðsins og allir dæmdir í fangelsi. Meðal þeirra var Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi. Hann var dæmdur til dauða vegna morðsins og var sakaður um að hafa leitt Pearl í gildru. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Dómar felldir niður í fyrra Í apríl var málið tekið aftur til skoðunar fyrir dómstólum í Pakistan og var niðurstaðan sú að fella niður dóma mannanna fjögurra, nema þann dóm sem Sheikh fékk fyrir mannrán, sem hann viðurkenndi. Var það gert á þeim grundvelli að lögregluþjónar hefðu ekki fylgt starfsreglum og notast við ólöglega yfirheyrsluaðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Eftir ákvörðun Hæstaréttar Pakistans í gær stendur nú til að sleppa öllum fjórum úr haldi. Í samtali við CNN segir Judea Pearl, faðir David að fjölskylda hans sé í áfalli vegna fregnanna. Hann segist vonast til þess að þetta óréttlæti verði leiðrétt, eins og hann orðaði það. Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Sheikh verði fluttur til Bandaríkjanna og réttað verði yfir honum þar.
Pakistan Bandaríkin Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira