Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 20:46 Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Karólínu segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. AP Photo/Jim Mone Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. Heilbrigðisyfirvöld segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. Einstaklingarnir tveir sem greindust smitaðir af veirunni eru báðir fullorðnir og búa þeir á sínum hvorum staðnum í ríkinu. Þá virðast aðilarnir ekki tengjast á neinn hátt. Hvorugur hefur ferðast nýlega samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Suður-Karólínu. Brannon Taxler, starfandi heilbrigðismálastjóri ríkisins, sagði í dag að greining afbrigðisins sýni að baráttunni við veiruna sé langt í frá lokið. „Þrátt fyrir að nothæfum bóluefnum gegn veirunni fari fjölgandi eru skammtarnir enn takmarkaðir. Hvert eitt og einasta okkar þarf að taka þátt í baráttunni og átta sig á því að við erum nú í eldlínunni. Við erum öll saman í þessu,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Stökkbreyting á veirum er vel þekkt fyrirbæri og þónokkur afbrigði Sars-Covid-19 veirunnar ganga nú berserksgang um heim allan. Vísindamenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af þremur af þessum afbrigðum en þau eru talin meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Um er að ræða það suðurafríska, afbrigði sem greindist fyrst í Brasilíu og svo breska afbrigðið. Það brasilíska og breska hafa bæði tvö þegar greinst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það að faraldurinn sé ekki í rénun í Bandaríkjunum hefur hávær hópur kallað svo mánuðum skiptir eftir því að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. Einhverjir telja aðgerðirnar traðka á mannréttindum þeirra og ýmsir þingmenn í ríkisþingum nokkurra ríkja Bandaríkjanna hafa lagt fram frumvörp þess efnis að ekki sé hægt að skylda fólk til að bera grímur fyrir vitum svo að dæmi sé nefnt. Þingmenn ríkja, til dæmis í Arizona, Michigan, Ohio, Maryland, Kentucky og Indiana, hafa lagt fram frumvörp sem takmarka völd ríkisstjóra til þess að boða til neyðaraðgerða. Ríkisþing Wisconsin mun greiða atkvæði um frumvarp um afléttingu grímuskyldu á næstu dögum. Þá stendur til hjá þingmönnum í Pennsylvaníu að beita stjórnarskrárgreinum til þess að fjarlægja ýmis neyðarúrræði ríkisstjórans úr hans höndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. Einstaklingarnir tveir sem greindust smitaðir af veirunni eru báðir fullorðnir og búa þeir á sínum hvorum staðnum í ríkinu. Þá virðast aðilarnir ekki tengjast á neinn hátt. Hvorugur hefur ferðast nýlega samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Suður-Karólínu. Brannon Taxler, starfandi heilbrigðismálastjóri ríkisins, sagði í dag að greining afbrigðisins sýni að baráttunni við veiruna sé langt í frá lokið. „Þrátt fyrir að nothæfum bóluefnum gegn veirunni fari fjölgandi eru skammtarnir enn takmarkaðir. Hvert eitt og einasta okkar þarf að taka þátt í baráttunni og átta sig á því að við erum nú í eldlínunni. Við erum öll saman í þessu,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Stökkbreyting á veirum er vel þekkt fyrirbæri og þónokkur afbrigði Sars-Covid-19 veirunnar ganga nú berserksgang um heim allan. Vísindamenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af þremur af þessum afbrigðum en þau eru talin meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Um er að ræða það suðurafríska, afbrigði sem greindist fyrst í Brasilíu og svo breska afbrigðið. Það brasilíska og breska hafa bæði tvö þegar greinst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það að faraldurinn sé ekki í rénun í Bandaríkjunum hefur hávær hópur kallað svo mánuðum skiptir eftir því að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. Einhverjir telja aðgerðirnar traðka á mannréttindum þeirra og ýmsir þingmenn í ríkisþingum nokkurra ríkja Bandaríkjanna hafa lagt fram frumvörp þess efnis að ekki sé hægt að skylda fólk til að bera grímur fyrir vitum svo að dæmi sé nefnt. Þingmenn ríkja, til dæmis í Arizona, Michigan, Ohio, Maryland, Kentucky og Indiana, hafa lagt fram frumvörp sem takmarka völd ríkisstjóra til þess að boða til neyðaraðgerða. Ríkisþing Wisconsin mun greiða atkvæði um frumvarp um afléttingu grímuskyldu á næstu dögum. Þá stendur til hjá þingmönnum í Pennsylvaníu að beita stjórnarskrárgreinum til þess að fjarlægja ýmis neyðarúrræði ríkisstjórans úr hans höndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29