Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 20:46 Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Karólínu segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. AP Photo/Jim Mone Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. Heilbrigðisyfirvöld segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. Einstaklingarnir tveir sem greindust smitaðir af veirunni eru báðir fullorðnir og búa þeir á sínum hvorum staðnum í ríkinu. Þá virðast aðilarnir ekki tengjast á neinn hátt. Hvorugur hefur ferðast nýlega samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Suður-Karólínu. Brannon Taxler, starfandi heilbrigðismálastjóri ríkisins, sagði í dag að greining afbrigðisins sýni að baráttunni við veiruna sé langt í frá lokið. „Þrátt fyrir að nothæfum bóluefnum gegn veirunni fari fjölgandi eru skammtarnir enn takmarkaðir. Hvert eitt og einasta okkar þarf að taka þátt í baráttunni og átta sig á því að við erum nú í eldlínunni. Við erum öll saman í þessu,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Stökkbreyting á veirum er vel þekkt fyrirbæri og þónokkur afbrigði Sars-Covid-19 veirunnar ganga nú berserksgang um heim allan. Vísindamenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af þremur af þessum afbrigðum en þau eru talin meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Um er að ræða það suðurafríska, afbrigði sem greindist fyrst í Brasilíu og svo breska afbrigðið. Það brasilíska og breska hafa bæði tvö þegar greinst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það að faraldurinn sé ekki í rénun í Bandaríkjunum hefur hávær hópur kallað svo mánuðum skiptir eftir því að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. Einhverjir telja aðgerðirnar traðka á mannréttindum þeirra og ýmsir þingmenn í ríkisþingum nokkurra ríkja Bandaríkjanna hafa lagt fram frumvörp þess efnis að ekki sé hægt að skylda fólk til að bera grímur fyrir vitum svo að dæmi sé nefnt. Þingmenn ríkja, til dæmis í Arizona, Michigan, Ohio, Maryland, Kentucky og Indiana, hafa lagt fram frumvörp sem takmarka völd ríkisstjóra til þess að boða til neyðaraðgerða. Ríkisþing Wisconsin mun greiða atkvæði um frumvarp um afléttingu grímuskyldu á næstu dögum. Þá stendur til hjá þingmönnum í Pennsylvaníu að beita stjórnarskrárgreinum til þess að fjarlægja ýmis neyðarúrræði ríkisstjórans úr hans höndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. Einstaklingarnir tveir sem greindust smitaðir af veirunni eru báðir fullorðnir og búa þeir á sínum hvorum staðnum í ríkinu. Þá virðast aðilarnir ekki tengjast á neinn hátt. Hvorugur hefur ferðast nýlega samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Suður-Karólínu. Brannon Taxler, starfandi heilbrigðismálastjóri ríkisins, sagði í dag að greining afbrigðisins sýni að baráttunni við veiruna sé langt í frá lokið. „Þrátt fyrir að nothæfum bóluefnum gegn veirunni fari fjölgandi eru skammtarnir enn takmarkaðir. Hvert eitt og einasta okkar þarf að taka þátt í baráttunni og átta sig á því að við erum nú í eldlínunni. Við erum öll saman í þessu,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Stökkbreyting á veirum er vel þekkt fyrirbæri og þónokkur afbrigði Sars-Covid-19 veirunnar ganga nú berserksgang um heim allan. Vísindamenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af þremur af þessum afbrigðum en þau eru talin meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Um er að ræða það suðurafríska, afbrigði sem greindist fyrst í Brasilíu og svo breska afbrigðið. Það brasilíska og breska hafa bæði tvö þegar greinst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það að faraldurinn sé ekki í rénun í Bandaríkjunum hefur hávær hópur kallað svo mánuðum skiptir eftir því að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. Einhverjir telja aðgerðirnar traðka á mannréttindum þeirra og ýmsir þingmenn í ríkisþingum nokkurra ríkja Bandaríkjanna hafa lagt fram frumvörp þess efnis að ekki sé hægt að skylda fólk til að bera grímur fyrir vitum svo að dæmi sé nefnt. Þingmenn ríkja, til dæmis í Arizona, Michigan, Ohio, Maryland, Kentucky og Indiana, hafa lagt fram frumvörp sem takmarka völd ríkisstjóra til þess að boða til neyðaraðgerða. Ríkisþing Wisconsin mun greiða atkvæði um frumvarp um afléttingu grímuskyldu á næstu dögum. Þá stendur til hjá þingmönnum í Pennsylvaníu að beita stjórnarskrárgreinum til þess að fjarlægja ýmis neyðarúrræði ríkisstjórans úr hans höndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29