Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Borgarstjóra er brugðið eftir að skotið var á bíl hans. Hann segir þetta höggva nærri heimili sínu þar sem þeir búa sem honum eru kærastir. Við ræðum við hann í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Þá tölum við við íslenska konu á Nýja-Sjálandi sem segir lífið þar nú líkt og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Lokun landamæranna hefur sitt að segja. Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að það takist að útrýma veirunni með öllu hér á landi. Enginn hefur greinst utan sóttkvíar í viku.

Átta skip leita nú ákaft að loðnu í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. Við skoðum hvernig leitin gengur. 

Þá segjum við frá því að systurnar frá Senegal og breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn eru á meðal þeirra sem fá ríkisborgararétt samkvæmt frumvarpi sem allsherjar og menntamálanefnd Alþingis hefur nú lagt fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×