Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 15:55 Alexei Navalní fylgdist með úr fangelsinu sem honum er haldið í. AP/Alexander Zemlianichenko Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. Úrskurður áfrýjunardómstólsins felur í sér að Navalní verður áfram í fangelsi þar til í næstu viku þegar réttað verður yfir honum aftur vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn gömlum skilorðsdómi sínum. Verði hann fundinn sekur þar gæti hann verið sendur til fanganýlendu í Síberíu í allt að þrjú og hálft ár. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Rannsaka einnig meintan fjárdrátt Navalnís Yfirvöld í Rússlandi opnuðu einnig í síðasta mánuði rannsókn gegn Navalní sem snýr að ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr andspillingarsamtökum sínum. Hámarksrefsing í því máli eru tíu ár í fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var fluttur í dái til Þýskalands síðasta sumar eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Bróðir og bandamenn handteknir Guardian segir að bróðir Navalnís, lögmaður hans og nokkrir af öðrum bandamönnum hans og aðstoðarmönnum hafi verið handteknir í gær og ákærðir vegna mótmælanna á þeim grundvelli að þau hafi brotið gegn sóttvarnarreglum. Hámarksrefsing fyrir þessi meintu brot þeirra eru þrjú ár í fangelsi. Olex Navalní hefur áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna sama máls og Navalní frá 2014 en þann dóm gegn bróður sínum kallaði Navalní á sínum tíma „gíslatöku“ Sjá einnig: Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Navalní fékk að fylgjast með því þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins var kveðin upp í dag í gegnum netið. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að verða sleppt úr haldi. Það virtist þó koma honum mjög á óvart þegar hann komst að því að bróðir sinn og aðrir hefðu verið handteknir. Lýsti hann handtökunum og málinu gegn sér sem lögleysu. Í stuttu ávarpi í dag lofaði Navalní þá sem tóku þátt í mótmælunum um síðustu helgi og sagði þá aðila síðustu varnarlínuna gegn spillingu í Rússlandi. Þá hvatti hann fólk til að horfa á myndband sem andspillingarsamtök hans birtu skömmu eftir að hann var handtekinn. Navalny s fiery final words before judge leaves for deliberation. Calls people who come out to protests true patriots of Russia and the barrier holding Russia from slipping into complete degradation. pic.twitter.com/8NQ28K2Ww5— Mary Ilyushina (@maryilyushina) January 28, 2021 Í því myndbandi sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Úrskurður áfrýjunardómstólsins felur í sér að Navalní verður áfram í fangelsi þar til í næstu viku þegar réttað verður yfir honum aftur vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn gömlum skilorðsdómi sínum. Verði hann fundinn sekur þar gæti hann verið sendur til fanganýlendu í Síberíu í allt að þrjú og hálft ár. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Rannsaka einnig meintan fjárdrátt Navalnís Yfirvöld í Rússlandi opnuðu einnig í síðasta mánuði rannsókn gegn Navalní sem snýr að ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr andspillingarsamtökum sínum. Hámarksrefsing í því máli eru tíu ár í fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var fluttur í dái til Þýskalands síðasta sumar eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Bróðir og bandamenn handteknir Guardian segir að bróðir Navalnís, lögmaður hans og nokkrir af öðrum bandamönnum hans og aðstoðarmönnum hafi verið handteknir í gær og ákærðir vegna mótmælanna á þeim grundvelli að þau hafi brotið gegn sóttvarnarreglum. Hámarksrefsing fyrir þessi meintu brot þeirra eru þrjú ár í fangelsi. Olex Navalní hefur áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna sama máls og Navalní frá 2014 en þann dóm gegn bróður sínum kallaði Navalní á sínum tíma „gíslatöku“ Sjá einnig: Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Navalní fékk að fylgjast með því þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins var kveðin upp í dag í gegnum netið. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að verða sleppt úr haldi. Það virtist þó koma honum mjög á óvart þegar hann komst að því að bróðir sinn og aðrir hefðu verið handteknir. Lýsti hann handtökunum og málinu gegn sér sem lögleysu. Í stuttu ávarpi í dag lofaði Navalní þá sem tóku þátt í mótmælunum um síðustu helgi og sagði þá aðila síðustu varnarlínuna gegn spillingu í Rússlandi. Þá hvatti hann fólk til að horfa á myndband sem andspillingarsamtök hans birtu skömmu eftir að hann var handtekinn. Navalny s fiery final words before judge leaves for deliberation. Calls people who come out to protests true patriots of Russia and the barrier holding Russia from slipping into complete degradation. pic.twitter.com/8NQ28K2Ww5— Mary Ilyushina (@maryilyushina) January 28, 2021 Í því myndbandi sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira