Tollurinn fái víðtækari heimildir til þess að leita í farangri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 11:25 Í greinargerð frumvarpsins segir að reiðufé úr brotastarfsemi sé flutt úr landi og að erfitt hafi verið fyrir tollgæslu að tryggja að eigandi sé viðstaddur leit. vísir/Vilhelm Drög að frumvarpi til breytinga á tollalögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Tollyfirvöldum eru þar veittar auknar heimildir til þess að leita í innrituðum farangri, án þess að eigandinn sé viðstaddur. Í greinargerð segir að með ákvæðinu sé brugðist við ábendingum FATF, alþjóðlegs starfshóps sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, varðandi skort á eftirliti með flutningi reiðufjár til og frá landinu. Samkvæmt núgildandi tollalögum er tollgæslu heimilt að taka farangur farþega og áhafnar í sínar vörslur til síðari skoðunar. Gefa þarf eiganda kost á því að vera viðstaddur skoðunina. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá apríl 2019 segir að Íslendingar búi ekki yfir nægum úrræðum til að hafa eftirlit með smygli á reiðufé hjá farþegum, í farangri og vörusendingum. Í greinargerð frumvarpsins segir að lögreglu og tollgæslu hafi borist ábendingar um að þessar flutningsleiðir séu notaðar til að flytja reiðufé úr landi. Meðal annars reiðufé sem grunur leikur á að komi frá refsiverði brotastarfsemi, líkt og fíkniefnasölu og vændi. Þá segir að erfitt hafi reynst að koma því við að eigandi farangurs sé viðstaddur leit í innrituðum farangri. Tollgæslu hafi því stundum verið nær ómögulegt að framkvæma leitina. Samkvæmt frumvarpinu ber þó að tilkynna eiganda farangurs að leit hafi farið fram. Alþingi Lögreglan Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í greinargerð segir að með ákvæðinu sé brugðist við ábendingum FATF, alþjóðlegs starfshóps sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, varðandi skort á eftirliti með flutningi reiðufjár til og frá landinu. Samkvæmt núgildandi tollalögum er tollgæslu heimilt að taka farangur farþega og áhafnar í sínar vörslur til síðari skoðunar. Gefa þarf eiganda kost á því að vera viðstaddur skoðunina. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá apríl 2019 segir að Íslendingar búi ekki yfir nægum úrræðum til að hafa eftirlit með smygli á reiðufé hjá farþegum, í farangri og vörusendingum. Í greinargerð frumvarpsins segir að lögreglu og tollgæslu hafi borist ábendingar um að þessar flutningsleiðir séu notaðar til að flytja reiðufé úr landi. Meðal annars reiðufé sem grunur leikur á að komi frá refsiverði brotastarfsemi, líkt og fíkniefnasölu og vændi. Þá segir að erfitt hafi reynst að koma því við að eigandi farangurs sé viðstaddur leit í innrituðum farangri. Tollgæslu hafi því stundum verið nær ómögulegt að framkvæma leitina. Samkvæmt frumvarpinu ber þó að tilkynna eiganda farangurs að leit hafi farið fram.
Alþingi Lögreglan Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira