Þrýstingsfall í flugvél Bláfugls vegna leka við frakthurð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 10:23 Bláfugl er flugfélag sem sinnir fraktflutningum. Bluebird Þrýstingsfall varð í einni af Boeing-fraktflugvélum flugfélagsins Bláfugls í gærmorgun þegar vélin var á leið frá Dublin til Keflavíkur. Þrýstingsfallið uppgötvaðist þegar vélin var skammt frá Færeyjum. Var vélinni snúið við og lent í Aberdeen þar sem hún var skoðuð af flugvirkjum. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og sakaði þá ekki samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. „Þetta er cargo-flugvél með stórri cargo-hurð. Það kom upp leki við cargo-hurðina sem gerði það að verkum að dælur sem dæla lofti inn í vélina höfðu ekki undan að dæla,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Bláfugls í samtali við Vísi. Hann segir að þrýstingsföll í flugvélum geti gerst snöggt eða hægt. Þetta fall hafi verið hægt. „Þetta var þannig leki að það hefur lekið allt flugið á meðan þeir eru að klifra,“ segir Tómas. Lækkuðu flugið nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð Vélin var komin í 34 þúsund fet þegar viðvörunarkerfi í stjórnkerfinu gerði áhöfn vart um þrýstingsfallið. Flugið var þá lækkað nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð, en það er sú hæð þar sem það verður enginn súrefnisskortur að sögn Tómas Dags, og samkvæmt verkferlum flugfélagsins og Boeing var vélinni snúið á næsta flugvöll. Bláfugl var með aðra vél í Aberdeen svo skipt var um vél og áhöfnin flaug áfram til Íslands. Hin vélin var skoðuð af flugvirkjum í Aberdeen og þaðan var síðan flogið til East Midlands í Bretlandi þar sem hún var skoðuð nánar. Eftir þá skoðun var vélinni svo flogið til Lies í Belgíu í nótt en þar er aðalviðhaldsstöð Bláfugls. Tómas Dagur segir það koma betur í ljós í dag hvað hafi valdið lekanum en trúlegast séu það þéttikantar við hurðina. Fréttir af flugi Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Var vélinni snúið við og lent í Aberdeen þar sem hún var skoðuð af flugvirkjum. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og sakaði þá ekki samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. „Þetta er cargo-flugvél með stórri cargo-hurð. Það kom upp leki við cargo-hurðina sem gerði það að verkum að dælur sem dæla lofti inn í vélina höfðu ekki undan að dæla,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Bláfugls í samtali við Vísi. Hann segir að þrýstingsföll í flugvélum geti gerst snöggt eða hægt. Þetta fall hafi verið hægt. „Þetta var þannig leki að það hefur lekið allt flugið á meðan þeir eru að klifra,“ segir Tómas. Lækkuðu flugið nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð Vélin var komin í 34 þúsund fet þegar viðvörunarkerfi í stjórnkerfinu gerði áhöfn vart um þrýstingsfallið. Flugið var þá lækkað nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð, en það er sú hæð þar sem það verður enginn súrefnisskortur að sögn Tómas Dags, og samkvæmt verkferlum flugfélagsins og Boeing var vélinni snúið á næsta flugvöll. Bláfugl var með aðra vél í Aberdeen svo skipt var um vél og áhöfnin flaug áfram til Íslands. Hin vélin var skoðuð af flugvirkjum í Aberdeen og þaðan var síðan flogið til East Midlands í Bretlandi þar sem hún var skoðuð nánar. Eftir þá skoðun var vélinni svo flogið til Lies í Belgíu í nótt en þar er aðalviðhaldsstöð Bláfugls. Tómas Dagur segir það koma betur í ljós í dag hvað hafi valdið lekanum en trúlegast séu það þéttikantar við hurðina.
Fréttir af flugi Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira