Segir samsæriskenningar um sig vera klikkaðar og illar Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 10:16 Bill Gates er ekki sáttur við þann aragrúa samsæriskenninga sem hafa verið myndaðar í tengslum við hann en vill skilja hvernig slíkt gerist. Getty/Hou Yu Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum. Gates segist þó vilja skoða þessar samsæriskenningar og það hvernig þær urðu til. Í viðtali við Reuters segir Gates að samsæriskenningar um hann og sóttvarnasérfræðinga eins og Anthony Fauci sé líklega til komnar vegna ótta fólks við faraldurinn og vegna samfélagsmiðla. „Enginn hefði getað spáð fyrir að ég og Dr. Fauci myndum verða svo fyrirferðamiklir í þessum virkilega illu kenningum,“ sagði Gates. Hann steig til hliðar sem formaður stjórnar Microsoft árið 2014 og hefur verið miklu af auði sínum til góðgerðamála. Gates hefur til að mynda varið minnst 1,75 milljarði dala í viðbrögð við faraldrinum á heimsvísu. Þar á meðal í þróun bóluefna og annarra meðferða. Frá and-bóluefnamótmælum í London í vetur. Takið eftir myndinni af Bill Gates á sprautunni.Getty/Ray Tang Mikið af samsæriskenningum um hann snúa að nýju kórónuveirunni. Til að mynda að Gates og Fauci hafi í raun þróað veiruna með því markmiðið að stjórna fólki, þeir séu að græða á faraldrinum og að þeir vilji nota bóluefni til að koma örflögum í fólk. Þó Gates segi þetta ógeðfelldar samsæriskenningar, er hann forvitinn um þær og vill komast að því hvort fólk trúi þessu í alvörunni. Hann vill sömuleiðis skoða hvernig samsæriskenningar breyta hegðun fólks og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir myndun þeirra. Þá fékk Gates fyrsta skammt bóluefnis í síðustu viku. Hann deildi mynd af því á Twitter en samsæriskenningar mynduðust fljótt í tengslum við þá mynd. Gates leyfir fólki ekki að setja athugasemdir við færslur sínar en aðrir geta deilt þeim og samsæringar gera mikið af því. Meðal annars voru einhverjir netverjar sannfærðir um að myndin væri ekki af Bill Gates í alvörunni. One of the benefits of being 65 is that I m eligible for the COVID-19 vaccine. I got my first dose this week, and I feel great. Thank you to all of the scientists, trial participants, regulators, and frontline healthcare workers who got us to this point. pic.twitter.com/67SIfrG1Yd— Bill Gates (@BillGates) January 22, 2021 Aragrúi samsæriskenninga um Gates leiddi til sérstakrar umfjöllunar hjá BBC í fyrra. Þar var fjallað um það af hverju hann væri svo vinsæll skotspónn samsæringa. Var það sett sérstaklega í samhengi við það að árið 2015 hélt Gates ræðu þar sem hann varaði við því að ef eitthvað myndi drepa yfir tíu milljónir manna á næstu áratugum, væri það ekki stríð, heldur veirufaraldur. Samsæringar segja þessa ræðu sanna að einn af heimsins ríkustu mönnum hafi skipulagt að nota faraldur til að ná frekari tökum á heiminum. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ekki flókið af hverju Gates hafi orðið fyrir þessari holskeflu samsæriskenninga. Hann hafi lengi beitt sér í málefnum heilbrigðiskerfa, sé frægur og mjög ríkur. „Samsæriskenningar snúast um að saka valdamikið fólk um að gera hræðilega hluti. Kenningarnar eru í grunninn alltaf þær sömu, nöfnin breytast bara,“ sagði einn sérfræðingur. „Fyrir Bill Gates, var það George Soros og Koch bræðurnir og Rothchild og Rockefeller ættirnar.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Gates segist þó vilja skoða þessar samsæriskenningar og það hvernig þær urðu til. Í viðtali við Reuters segir Gates að samsæriskenningar um hann og sóttvarnasérfræðinga eins og Anthony Fauci sé líklega til komnar vegna ótta fólks við faraldurinn og vegna samfélagsmiðla. „Enginn hefði getað spáð fyrir að ég og Dr. Fauci myndum verða svo fyrirferðamiklir í þessum virkilega illu kenningum,“ sagði Gates. Hann steig til hliðar sem formaður stjórnar Microsoft árið 2014 og hefur verið miklu af auði sínum til góðgerðamála. Gates hefur til að mynda varið minnst 1,75 milljarði dala í viðbrögð við faraldrinum á heimsvísu. Þar á meðal í þróun bóluefna og annarra meðferða. Frá and-bóluefnamótmælum í London í vetur. Takið eftir myndinni af Bill Gates á sprautunni.Getty/Ray Tang Mikið af samsæriskenningum um hann snúa að nýju kórónuveirunni. Til að mynda að Gates og Fauci hafi í raun þróað veiruna með því markmiðið að stjórna fólki, þeir séu að græða á faraldrinum og að þeir vilji nota bóluefni til að koma örflögum í fólk. Þó Gates segi þetta ógeðfelldar samsæriskenningar, er hann forvitinn um þær og vill komast að því hvort fólk trúi þessu í alvörunni. Hann vill sömuleiðis skoða hvernig samsæriskenningar breyta hegðun fólks og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir myndun þeirra. Þá fékk Gates fyrsta skammt bóluefnis í síðustu viku. Hann deildi mynd af því á Twitter en samsæriskenningar mynduðust fljótt í tengslum við þá mynd. Gates leyfir fólki ekki að setja athugasemdir við færslur sínar en aðrir geta deilt þeim og samsæringar gera mikið af því. Meðal annars voru einhverjir netverjar sannfærðir um að myndin væri ekki af Bill Gates í alvörunni. One of the benefits of being 65 is that I m eligible for the COVID-19 vaccine. I got my first dose this week, and I feel great. Thank you to all of the scientists, trial participants, regulators, and frontline healthcare workers who got us to this point. pic.twitter.com/67SIfrG1Yd— Bill Gates (@BillGates) January 22, 2021 Aragrúi samsæriskenninga um Gates leiddi til sérstakrar umfjöllunar hjá BBC í fyrra. Þar var fjallað um það af hverju hann væri svo vinsæll skotspónn samsæringa. Var það sett sérstaklega í samhengi við það að árið 2015 hélt Gates ræðu þar sem hann varaði við því að ef eitthvað myndi drepa yfir tíu milljónir manna á næstu áratugum, væri það ekki stríð, heldur veirufaraldur. Samsæringar segja þessa ræðu sanna að einn af heimsins ríkustu mönnum hafi skipulagt að nota faraldur til að ná frekari tökum á heiminum. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ekki flókið af hverju Gates hafi orðið fyrir þessari holskeflu samsæriskenninga. Hann hafi lengi beitt sér í málefnum heilbrigðiskerfa, sé frægur og mjög ríkur. „Samsæriskenningar snúast um að saka valdamikið fólk um að gera hræðilega hluti. Kenningarnar eru í grunninn alltaf þær sömu, nöfnin breytast bara,“ sagði einn sérfræðingur. „Fyrir Bill Gates, var það George Soros og Koch bræðurnir og Rothchild og Rockefeller ættirnar.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira