Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2021 13:33 Það er útlit fyrir að Mitch McConnell og Charles Schumer muni eiga í miklum deilum næstu árin. Getty/Drew Angerer Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. Deilurnar hafa svo gott sem fryst starf þingdeildarinnar í viku og vegna þeirra hafa Repúblikanar haldið stjórn sinni á þingnefndum. Deilurnar snerust að mestu um þann aukna meirihluta sem þarf til að staðfesta mest öll frumvörp öldungadeildarinnar. Reglurnar segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað en meðlimir Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að sú regla verði lögð til hliðar, eins og hefur áður verið gert. Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. McConnell hefur krafist þess að Schumer heiti því að leggja regluna um aukna meirihlutann ekki til hliðar. Þingsæti öldungadeildarinnar skiptast jafnt milli flokka, 50-50, og varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, á úrslitaatkvæðið. Schumer hefur ítrekað sagt að hann muni ekki samþykkja kröfu McConnell. Demókratar hafa viljað byggja störf deildarinnar á samkomulagi sem gert var árið 2001, þegar þingið deildist síðast jafnt milli flokka. Samkvæmt því stýrði sá flokkur sem sem varaforsetinn tilheyrir dagskrá þingdeildarinnar. Charles Schumer er formlega leiðtogi meirihluta öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Scott Applewhite Tveir Demókratar vilja halda reglunni McConnell sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til að fara eftir því samkomulagi. Það var eftir að minnst tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sögðust alfarið andvígir því að fella niður regluna um aukna meirihlutann. Joe Biden hefur heitið því að vinna með Repúblikönum og ítrekaði talskona hans það nýverið. Forsetinn er ekki hlynntur því að fella niður umrædda reglu en hefur sagt að honum gæti snúist hugur ef Repúblikanar verði of „óstýrilátir“. Í frétt Washington Post segir að það gæti liði margir mánuðir þar til reglan um aukinn meirihluta muni leiða til frekari deilna. Fyrsta áhersluverk Bidens og Demókrata sé að koma mjög stórum neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í gegnum þingið og þegar séu þeir byrjaðir að leita að stuðningi Repúblikana. Reynist það erfitt eru Demókratar þó tilbúnir til að beita sérstökum hliðarleiðum til að koma peningunum sem um ræðir út í hagkerfið án þess að fara í gegnum þingið. Þær reglur er þó eingöngu hægt að nota varðandi fjárveitingar. Ekki annars konar frumvörp sem Demókratar vonast til að koma í gegnum þingið. Þau snúa meðal annars að réttindum borgara, veðurfarsbreytingum og breytingum á löggæslu í Bandaríkjunum. Þrýstingur frá vinstrinu Þingmennirnir sem lýstu sig andsnúna því að leggja umrædda reglu til hliðar eru þau Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Vinstri aðgerðahópar hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að beita þá þingmenn þrýstingi og krefjast þess að þeir skipti um skoðun. Bandaríkin Tengdar fréttir Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Deilurnar hafa svo gott sem fryst starf þingdeildarinnar í viku og vegna þeirra hafa Repúblikanar haldið stjórn sinni á þingnefndum. Deilurnar snerust að mestu um þann aukna meirihluta sem þarf til að staðfesta mest öll frumvörp öldungadeildarinnar. Reglurnar segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað en meðlimir Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að sú regla verði lögð til hliðar, eins og hefur áður verið gert. Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. McConnell hefur krafist þess að Schumer heiti því að leggja regluna um aukna meirihlutann ekki til hliðar. Þingsæti öldungadeildarinnar skiptast jafnt milli flokka, 50-50, og varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, á úrslitaatkvæðið. Schumer hefur ítrekað sagt að hann muni ekki samþykkja kröfu McConnell. Demókratar hafa viljað byggja störf deildarinnar á samkomulagi sem gert var árið 2001, þegar þingið deildist síðast jafnt milli flokka. Samkvæmt því stýrði sá flokkur sem sem varaforsetinn tilheyrir dagskrá þingdeildarinnar. Charles Schumer er formlega leiðtogi meirihluta öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Scott Applewhite Tveir Demókratar vilja halda reglunni McConnell sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til að fara eftir því samkomulagi. Það var eftir að minnst tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sögðust alfarið andvígir því að fella niður regluna um aukna meirihlutann. Joe Biden hefur heitið því að vinna með Repúblikönum og ítrekaði talskona hans það nýverið. Forsetinn er ekki hlynntur því að fella niður umrædda reglu en hefur sagt að honum gæti snúist hugur ef Repúblikanar verði of „óstýrilátir“. Í frétt Washington Post segir að það gæti liði margir mánuðir þar til reglan um aukinn meirihluta muni leiða til frekari deilna. Fyrsta áhersluverk Bidens og Demókrata sé að koma mjög stórum neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í gegnum þingið og þegar séu þeir byrjaðir að leita að stuðningi Repúblikana. Reynist það erfitt eru Demókratar þó tilbúnir til að beita sérstökum hliðarleiðum til að koma peningunum sem um ræðir út í hagkerfið án þess að fara í gegnum þingið. Þær reglur er þó eingöngu hægt að nota varðandi fjárveitingar. Ekki annars konar frumvörp sem Demókratar vonast til að koma í gegnum þingið. Þau snúa meðal annars að réttindum borgara, veðurfarsbreytingum og breytingum á löggæslu í Bandaríkjunum. Þrýstingur frá vinstrinu Þingmennirnir sem lýstu sig andsnúna því að leggja umrædda reglu til hliðar eru þau Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Vinstri aðgerðahópar hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að beita þá þingmenn þrýstingi og krefjast þess að þeir skipti um skoðun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38
Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07
Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51
Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57