Guðmundur Magnússon látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2021 10:55 Guðmundur Magnússon heitinn var uppáhaldskennari margra nemenda við Hagaskóla í hátt í fjörutíu ár. Vísir/Vilhelm Guðmundur Magnússon, kennari og leiðsögumaður, er látinn 84 ára að aldri. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju klukkan 15 í dag en streymt verður frá athöfninni vegna samkomutakmarkana. Guðmundur kenndi í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í tæplega fjörutíu ár. Því gefur augaleið að margur Vesturbæingurinn naut handleiðslu og kennslu hans á unglingsárum. Guðmundur kenndi fyrst myndlist en síðar landafræði. Blaðamaður var á meðal þeirra sem naut kennslu hans sem var afar lifandi enda Guðmundur afar áhugasamur um umfjöllunarefnið. Þá kenndi hann einnig við Fósturskólann, Æfingadeild Kennaraskólans og var stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Einar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri við Hagaskóla, er einn þeirra sem minnast Guðmundar í minningargrein í Morgunblaðinu í dag. „Drengur góður, orðvar, glettinn, hugmyndaríkur, ódeigur að takast á við ný verkefni, þúsundþjalasmiður, lífskúnstner og kunni að lifa lífinu lifandi. Stakur reglumaður,“ segir Einar og lýsir starfi Guðmundar í Hagaskóla. „Guðmundur kenndi um langt árabil við Hagaskóla, lengst af myndmennt þar sem hann fór ekki troðnar slóðir. Hann hvatti nemendur sína til sjálfstæðra vinnubragða og var þeim innan handar í einu og öllu. Hann viðaði stöðugt að sér efni sem hann safnaði saman í geymslum skólans og sótti svo í eftir þörfum. Til hans var leitað þegar settar voru upp sýningar um skólastarfið á merkisdögum því hann var með afbrigðum úrræðaóður og lausnamiðaður.“ Hann nýtti teiknigáfu sína við landafræðikennslu síðar meir. „Um miðjan aldur varð hann landfræðingur og gæddi kennsluna lífi með frábærum teikningum sem hann rissaði oft upp á töflu í þrívídd. Guðmundur var lengi leiðsögumaður innanlands og utan.“ Guðmundur starfaði einnig sem leiðsögumaður bæði hérlendis sem erlendis. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Gunnhildur Skaftadóttir landfræðingur. „Hann fór margar ævintýraferðir jafnvel á slóðir sem honum voru ókunnar en farþegar kunnu vel að meta,“ segir Einar. Guðmundur fékk Alzheimer-sjúkdóminn seint í lífsleiðinni og var rætt við Gunnhildi eiginkonu hans í Kompás um þeirra samskipti á tímum Covid-19 faraldursins sem eðli máls samkvæmt voru erfið. Þáttinn má sjá að neðan en umfjöllun um Guðmund og Gunnhildi hefst eftir tæpar tvær mínútur. Hér að neðan má svo fylgjast með útförinni klukkan 15 úr Grensáskirkju. Andlát Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Guðmundur kenndi í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í tæplega fjörutíu ár. Því gefur augaleið að margur Vesturbæingurinn naut handleiðslu og kennslu hans á unglingsárum. Guðmundur kenndi fyrst myndlist en síðar landafræði. Blaðamaður var á meðal þeirra sem naut kennslu hans sem var afar lifandi enda Guðmundur afar áhugasamur um umfjöllunarefnið. Þá kenndi hann einnig við Fósturskólann, Æfingadeild Kennaraskólans og var stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Einar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri við Hagaskóla, er einn þeirra sem minnast Guðmundar í minningargrein í Morgunblaðinu í dag. „Drengur góður, orðvar, glettinn, hugmyndaríkur, ódeigur að takast á við ný verkefni, þúsundþjalasmiður, lífskúnstner og kunni að lifa lífinu lifandi. Stakur reglumaður,“ segir Einar og lýsir starfi Guðmundar í Hagaskóla. „Guðmundur kenndi um langt árabil við Hagaskóla, lengst af myndmennt þar sem hann fór ekki troðnar slóðir. Hann hvatti nemendur sína til sjálfstæðra vinnubragða og var þeim innan handar í einu og öllu. Hann viðaði stöðugt að sér efni sem hann safnaði saman í geymslum skólans og sótti svo í eftir þörfum. Til hans var leitað þegar settar voru upp sýningar um skólastarfið á merkisdögum því hann var með afbrigðum úrræðaóður og lausnamiðaður.“ Hann nýtti teiknigáfu sína við landafræðikennslu síðar meir. „Um miðjan aldur varð hann landfræðingur og gæddi kennsluna lífi með frábærum teikningum sem hann rissaði oft upp á töflu í þrívídd. Guðmundur var lengi leiðsögumaður innanlands og utan.“ Guðmundur starfaði einnig sem leiðsögumaður bæði hérlendis sem erlendis. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Gunnhildur Skaftadóttir landfræðingur. „Hann fór margar ævintýraferðir jafnvel á slóðir sem honum voru ókunnar en farþegar kunnu vel að meta,“ segir Einar. Guðmundur fékk Alzheimer-sjúkdóminn seint í lífsleiðinni og var rætt við Gunnhildi eiginkonu hans í Kompás um þeirra samskipti á tímum Covid-19 faraldursins sem eðli máls samkvæmt voru erfið. Þáttinn má sjá að neðan en umfjöllun um Guðmund og Gunnhildi hefst eftir tæpar tvær mínútur. Hér að neðan má svo fylgjast með útförinni klukkan 15 úr Grensáskirkju.
Andlát Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira