Konan, hin 54 ára gamla Margaríta Júdína, var flutt á sjúkrahús í borginni.
Annað myndband fór einnig í dreifingu af lögregluþjóni heimsækja Júdínu, færa henni blómvönd og biðjast afsökunar. Þar sagðist hún fyrirgefa lögregluþjóninum.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Þar eru lögregluþjónar að handataka mann. Júdína stígur í veg fyrir þá og spyr af hverju verið sé að handtaka manninn. Einn lögregluþjónanna sparkar fast í maga konunnar svo hún fellur í jörðina.
, https://t.co/50drP9qjlr
— (@mediazzzona) January 23, 2021
: @Fontanka_spb pic.twitter.com/DSPuJDcSDH
Moscow Times segir Júdínu hafa rætt við blaðamann Novaya Gazeta þar sem hún sagði að lögregluþjóninn sem heimsótti hana á sjúkrahús hafi verið yfirmaður þess sem sparkaði hana niður.
Hún sagði þetta ekki snúast um fyrirgefningu heldur vildi hún leggja fram kæru til að komast að því hver það var sem sparkaði í hana.
Tugir þúsunda Rússa tóku þátt í mótmælum víða um Rússlands sem boðað var til eftir að Alexei Navalní var handtekinn við komuna aftur til Rússlands. 3.770 voru handteknir í 120 borgum.
Bandamenn Navalnís hafa boðað til frekari mótmæla næstu helgi.