Baldur: Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni Gunnar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2021 22:20 Baldur Þór Ragnarsson gat loksins fagnað sigri í kvöld. vísir/bára Baldur Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði baráttugleði og liðsheild hafa skilað liðinu 86-103 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. „Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“ Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“
Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira