Baldur: Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni Gunnar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2021 22:20 Baldur Þór Ragnarsson gat loksins fagnað sigri í kvöld. vísir/bára Baldur Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði baráttugleði og liðsheild hafa skilað liðinu 86-103 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. „Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“ Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
„Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“
Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira