Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 21:46 Málið hefur verið gríðarlega umdeilt í Danmörku síðan ríkisstjórn Mette Frederiksen ákvað að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir. AP Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. Danska ríkisstjórnin fyrirskipaði í byrjun nóvember í fyrra að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir vegna stökkbreyttrar kórónuveiru sem greindist á minkabúum á Jótlandi. Fljótlega í kjölfarið voru milljónir minka aflífaðir en síðar kom í ljós að fyrirskipun ríkisstjórnarinnar um dráp minkanna var ólögmæt og hefur málið valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Líkt og áður segir náðist samkomulag um greiðslu bóta úr ríkissjóði loks í kvöld á milli ríkisstjórnarinnar Sósíaldemókrata og fjögurra annarra flokka, það er SF, Venstre, De Radikale og Liberal Alliance að því er fram kemur í frétt TV2. Morten Bødskov, starfandi fjármálaráðherra kynnti samkomulagið nú í kvöld en það nær yfir bótagreiðslur sem meðal annars eiga að bæta tjón vegna tapaðra framtíðartekna minkabænda og tap vegna minkaskinna sem ekki var hægt að selja. Þá nær samkomulagið einnig til bótagreiðslna til fyrirtækja og einyrkja sem starfa í afleiddum greinum, svo sem feldskerar, fóðurframleiðendur og uppboðsstarfsemi. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að standa straum af kostnaði við niðurrif bygginga. Samkomulagið felur einnig í sér svokallað „dvalakerfi“ en tryggðar verða 60 milljónir danskra króna í verkefnið sem á að styðja við minkabændur sem kjósa að hefja starfsemi að nýju þegar banninu við minkarækt lýkur, en bannið gildir út árið 2021. Bæturnar til minkabænda eru af þrennum toga, það er bætur vegna framtíðartekjumissis á árunum 2022 til 2030, bætur vegna taps vegna ónýtts feldar sem ekki er hægt að selja 2021 og bætur vegna fyrningar eigna á borð við útihús, minkabúr og fleira. Þá er gert ráð fyrir að á milli 10,9 og 11,9 milljarðar fari í beinar bótagreiðslur til minkabænda sem verða greiddar á einstaklingsgrundvelli miðað við forsendur hvers og eins bónda. Að auki felur samkomulagið í sér ákvæði um stuðning við minkabændur og starfsfólk minkabúa við atvinnuleit. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Danska ríkisstjórnin fyrirskipaði í byrjun nóvember í fyrra að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir vegna stökkbreyttrar kórónuveiru sem greindist á minkabúum á Jótlandi. Fljótlega í kjölfarið voru milljónir minka aflífaðir en síðar kom í ljós að fyrirskipun ríkisstjórnarinnar um dráp minkanna var ólögmæt og hefur málið valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Líkt og áður segir náðist samkomulag um greiðslu bóta úr ríkissjóði loks í kvöld á milli ríkisstjórnarinnar Sósíaldemókrata og fjögurra annarra flokka, það er SF, Venstre, De Radikale og Liberal Alliance að því er fram kemur í frétt TV2. Morten Bødskov, starfandi fjármálaráðherra kynnti samkomulagið nú í kvöld en það nær yfir bótagreiðslur sem meðal annars eiga að bæta tjón vegna tapaðra framtíðartekna minkabænda og tap vegna minkaskinna sem ekki var hægt að selja. Þá nær samkomulagið einnig til bótagreiðslna til fyrirtækja og einyrkja sem starfa í afleiddum greinum, svo sem feldskerar, fóðurframleiðendur og uppboðsstarfsemi. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að standa straum af kostnaði við niðurrif bygginga. Samkomulagið felur einnig í sér svokallað „dvalakerfi“ en tryggðar verða 60 milljónir danskra króna í verkefnið sem á að styðja við minkabændur sem kjósa að hefja starfsemi að nýju þegar banninu við minkarækt lýkur, en bannið gildir út árið 2021. Bæturnar til minkabænda eru af þrennum toga, það er bætur vegna framtíðartekjumissis á árunum 2022 til 2030, bætur vegna taps vegna ónýtts feldar sem ekki er hægt að selja 2021 og bætur vegna fyrningar eigna á borð við útihús, minkabúr og fleira. Þá er gert ráð fyrir að á milli 10,9 og 11,9 milljarðar fari í beinar bótagreiðslur til minkabænda sem verða greiddar á einstaklingsgrundvelli miðað við forsendur hvers og eins bónda. Að auki felur samkomulagið í sér ákvæði um stuðning við minkabændur og starfsfólk minkabúa við atvinnuleit.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira