Enski boltinn

Yfir­lýsing Lampard: Þakk­látur fyrir stuðninginn og stoltur af yngri leik­mönnunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lampard hefur stýrt sínum síðasta leik sem stjóri Chelsea, í bili að minnsta kosti.
Lampard hefur stýrt sínum síðasta leik sem stjóri Chelsea, í bili að minnsta kosti. Andy Rain/Getty

Frank Lampard, sem var í dag rekinn úr stjórastólnum hjá Chelsea, segist þakklátur fyrir tækifærið að stýra Chelsea og að hann vissi hversu stórt verkefni þetta var þegar hann tók við liðinu.

Fréttir fóru að berast af því í morgun að Lampard yrði rekinn í dag og það var staðfest upp úr hádegi. Chelsea situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að eytt fleiri hundruð milljónum í sumar.

„Það hefur verið mikill heiður og forréttindi að stýra Chelsea, félagi sem hefur þýtt svo mikið fyrir mig stóran hluta lífs míns. Fyrst vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir ótrúlegan stuðning við mig síðustu átján mánuði. Ég vona að þeir viti hvað þetta þýddi fyrir mig,“ sagði Lampard.

„Þegar ég tók við liðinu vissi ég að fyrir höndum væri verkefni á erfiðum tímapunkti með félagið. Ég er ánægður með það sem við afrekuðum saman og stoltur af þeim akademíu leikmönnum sem tóku skrefið í aðalliðið og stóðu sig svo vel. Þeir eru framtíð félagsins.“

„Ég er ósáttur að hafa ekki fengið tímann til þess að leiða liðið áfram og koma því á næsta stig. Ég vil þakka Mr. Abramovich, stjórninni, leikmönnunum, þjálfarateyminu og öllum hjá félaginu fyrir þeirra vinnu, tileinkun, sérstaklega á þessum fordæmalausum og erfiðu tímum. Ég óska liðinu og félaginu alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Lampard.


Tengdar fréttir

Tuchel líklegastur til að taka við Chelsea

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Thomas Tuchel sé líklegastur til að taka við Chelsea af Frank Lampard sem verður sagt upp störfum hjá félaginu í dag.

Chelsea staðfestir brottreksturinn

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Frank Lampard eftir slælegt gengi í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×