Hátt í fjórtán þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca væntanlegir til landsins í febrúar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 19:30 Bóluefni AstraZeneca hefur enn ekki fengið markaðsleyfi í Evrópu. AP/Gareth Fuller Von er á 13.800 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca í febrúar, ef væntingar ganga eftir um að bóluefnið fái markaðsleyfi í Evrópu á föstudaginn. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá heilbrigðisráðuneytinu við fyrirspurn Rúv. Skammtarnir hefðu þó átt að vera nær 75 þúsund miðað við fréttir frá Noregi að því er Rúv greinir frá, en vandræði sem upp hafa komið við framleiðslu hjá fyrirtækinu hafa sett strik í reikninginn. Fréttir bárust af því fyrir nokkrum dögum að töf yrði á afhendingu bóluefnis AstraZeneca innan Evrópusambandsins líkt og Vísir greindi frá á föstudaginn. Afkastageta framleiðslustöðva fyrirtækisins í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Í framhaldinu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýst óánægju með gang mála og hefur forystufólk Evrópusambandsins sett þrýsting á stjórnendur fyrirtækisins um að standa við samninga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að lítið væri hægt að segja á þessari stundu um hvaða áhrif þessi töf hjá AstraZeneca hefði á Ísland enda væri erfitt að segja til um það þegar bóluefnið hafi enn ekki einu sinni fengið markaðsleyfi í Evrópu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun á morgun flytja munnlega skýrslu á Alþingi umöflun og dreifingu bóluefnis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö á morgun og er munnleg skýrsla ráðherra annað mál á dagskrá að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma samkvæmt dagskrá þingsins. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Skammtarnir hefðu þó átt að vera nær 75 þúsund miðað við fréttir frá Noregi að því er Rúv greinir frá, en vandræði sem upp hafa komið við framleiðslu hjá fyrirtækinu hafa sett strik í reikninginn. Fréttir bárust af því fyrir nokkrum dögum að töf yrði á afhendingu bóluefnis AstraZeneca innan Evrópusambandsins líkt og Vísir greindi frá á föstudaginn. Afkastageta framleiðslustöðva fyrirtækisins í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Í framhaldinu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýst óánægju með gang mála og hefur forystufólk Evrópusambandsins sett þrýsting á stjórnendur fyrirtækisins um að standa við samninga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að lítið væri hægt að segja á þessari stundu um hvaða áhrif þessi töf hjá AstraZeneca hefði á Ísland enda væri erfitt að segja til um það þegar bóluefnið hafi enn ekki einu sinni fengið markaðsleyfi í Evrópu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun á morgun flytja munnlega skýrslu á Alþingi umöflun og dreifingu bóluefnis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö á morgun og er munnleg skýrsla ráðherra annað mál á dagskrá að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma samkvæmt dagskrá þingsins.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira