Hátt í fjórtán þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca væntanlegir til landsins í febrúar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 19:30 Bóluefni AstraZeneca hefur enn ekki fengið markaðsleyfi í Evrópu. AP/Gareth Fuller Von er á 13.800 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca í febrúar, ef væntingar ganga eftir um að bóluefnið fái markaðsleyfi í Evrópu á föstudaginn. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá heilbrigðisráðuneytinu við fyrirspurn Rúv. Skammtarnir hefðu þó átt að vera nær 75 þúsund miðað við fréttir frá Noregi að því er Rúv greinir frá, en vandræði sem upp hafa komið við framleiðslu hjá fyrirtækinu hafa sett strik í reikninginn. Fréttir bárust af því fyrir nokkrum dögum að töf yrði á afhendingu bóluefnis AstraZeneca innan Evrópusambandsins líkt og Vísir greindi frá á föstudaginn. Afkastageta framleiðslustöðva fyrirtækisins í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Í framhaldinu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýst óánægju með gang mála og hefur forystufólk Evrópusambandsins sett þrýsting á stjórnendur fyrirtækisins um að standa við samninga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að lítið væri hægt að segja á þessari stundu um hvaða áhrif þessi töf hjá AstraZeneca hefði á Ísland enda væri erfitt að segja til um það þegar bóluefnið hafi enn ekki einu sinni fengið markaðsleyfi í Evrópu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun á morgun flytja munnlega skýrslu á Alþingi umöflun og dreifingu bóluefnis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö á morgun og er munnleg skýrsla ráðherra annað mál á dagskrá að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma samkvæmt dagskrá þingsins. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Skammtarnir hefðu þó átt að vera nær 75 þúsund miðað við fréttir frá Noregi að því er Rúv greinir frá, en vandræði sem upp hafa komið við framleiðslu hjá fyrirtækinu hafa sett strik í reikninginn. Fréttir bárust af því fyrir nokkrum dögum að töf yrði á afhendingu bóluefnis AstraZeneca innan Evrópusambandsins líkt og Vísir greindi frá á föstudaginn. Afkastageta framleiðslustöðva fyrirtækisins í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Í framhaldinu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýst óánægju með gang mála og hefur forystufólk Evrópusambandsins sett þrýsting á stjórnendur fyrirtækisins um að standa við samninga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að lítið væri hægt að segja á þessari stundu um hvaða áhrif þessi töf hjá AstraZeneca hefði á Ísland enda væri erfitt að segja til um það þegar bóluefnið hafi enn ekki einu sinni fengið markaðsleyfi í Evrópu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun á morgun flytja munnlega skýrslu á Alþingi umöflun og dreifingu bóluefnis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö á morgun og er munnleg skýrsla ráðherra annað mál á dagskrá að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma samkvæmt dagskrá þingsins.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira