Málflutningur gegn Trump hefst 8. febrúar Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2021 08:54 Donald Trump, er hann yfirgaf Hvíta húsið eftir að kjörtímabili hans lauk. AP/Alex Brandon Málaferlin gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot munu hefjast þann 8. febrúar næstkomandi. Þá munu lögmenn beggja fylkinga flytja upphafsræður sínar í öldungadeild Bandaríkjaþings. Trump var ákærðurð fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn Trumps ruddu sér þá leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaðna forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Trump var ákærður þann 13. janúar, þegar meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Hann er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólkið upp. Fimm manns dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal lögregluþjónn sem sagður er hafa fengið slökkvitæki í höfuðið og kona sem skotin var af löggæslumanni þegar hún var að reyna að brjóta sér leið inn í þingsal, þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, fór í gærkvöldi yfir það hvernig réttarhöldin færu fram. Þau munu tæknilega séð hefjast á mánudaginn þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendir ákærurnar til öldungadeildarinnar, en málflutningurinn fer ekki fram fyrr en þann 8. febrúar. Byggir þessi niðurstaða á samkomulagi við Repúblikana, sem vildu að Trump fengi meiri tíma til að undirbúa vörn sína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt fréttaveitunnar segir þó að þingmenn Repúblikanaflokksins vilji einnig að lengri tími líði á milli árásarinnar og réttarhaldanna svo áhrif hennar dvíni. The insurrection at the Capitol incited by Donald J. Trump was a day none of us will ever forget.There must be truth and accountability.The House Managers will come to the Senate to read the Article of Impeachment on Monday.Here s how the trial will proceed: pic.twitter.com/JjEfprzQly— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 22, 2021 Þetta er einnig í fyrsta sinn sem réttað verður yfir forseta vegna meintra embættisbrota, eftir að hann lætur af embætti. Repúblikanar hafa mótmælt réttarhöldunum á þeim grundvelli að þær séu tilgangslausar og fari jafnvel gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Demókratar segja þó að Trump verði að bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið og sömuleiðis verði að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram til embættis Til að sakfella Trump þyrftu tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu. Í kjölfar þess væri svo hægt að halda aðra atkvæðagreiðslu til að meina Trump að bjóða sig aftur fram til embættis. Það þyrfti einfaldur meirihluti að samþykkja. Í aðdraganda árásarinnar hélt Trump baráttufund við Hvíta húsið. Hann hefur um mánaða skeið haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og hefur hann í raun ekki enn viðurkennt ósigur, þó hann hafi látið af embætti. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump á baráttufundinum. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Hann gagnrýndi þingmenn harðlega fyrir að ætla að staðfesta niðurstöður kosninganna og hvatti fólk til að fara til þinghússins og mótmæla. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Trump var ákærðurð fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn Trumps ruddu sér þá leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaðna forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Trump var ákærður þann 13. janúar, þegar meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Hann er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólkið upp. Fimm manns dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal lögregluþjónn sem sagður er hafa fengið slökkvitæki í höfuðið og kona sem skotin var af löggæslumanni þegar hún var að reyna að brjóta sér leið inn í þingsal, þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, fór í gærkvöldi yfir það hvernig réttarhöldin færu fram. Þau munu tæknilega séð hefjast á mánudaginn þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendir ákærurnar til öldungadeildarinnar, en málflutningurinn fer ekki fram fyrr en þann 8. febrúar. Byggir þessi niðurstaða á samkomulagi við Repúblikana, sem vildu að Trump fengi meiri tíma til að undirbúa vörn sína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt fréttaveitunnar segir þó að þingmenn Repúblikanaflokksins vilji einnig að lengri tími líði á milli árásarinnar og réttarhaldanna svo áhrif hennar dvíni. The insurrection at the Capitol incited by Donald J. Trump was a day none of us will ever forget.There must be truth and accountability.The House Managers will come to the Senate to read the Article of Impeachment on Monday.Here s how the trial will proceed: pic.twitter.com/JjEfprzQly— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 22, 2021 Þetta er einnig í fyrsta sinn sem réttað verður yfir forseta vegna meintra embættisbrota, eftir að hann lætur af embætti. Repúblikanar hafa mótmælt réttarhöldunum á þeim grundvelli að þær séu tilgangslausar og fari jafnvel gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Demókratar segja þó að Trump verði að bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið og sömuleiðis verði að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram til embættis Til að sakfella Trump þyrftu tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu. Í kjölfar þess væri svo hægt að halda aðra atkvæðagreiðslu til að meina Trump að bjóða sig aftur fram til embættis. Það þyrfti einfaldur meirihluti að samþykkja. Í aðdraganda árásarinnar hélt Trump baráttufund við Hvíta húsið. Hann hefur um mánaða skeið haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og hefur hann í raun ekki enn viðurkennt ósigur, þó hann hafi látið af embætti. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump á baráttufundinum. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Hann gagnrýndi þingmenn harðlega fyrir að ætla að staðfesta niðurstöður kosninganna og hvatti fólk til að fara til þinghússins og mótmæla.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent