Sjö leikmenn eftir í leikmannahópi Liverpool síðan liðið tapaði síðast deildarleik á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2021 08:00 Klopp var ekki beint sáttur í leikslok er Liverpool tapaði 0-1 gegn Burnley í vikunni. Peter Powell/Getty Images Tapleikur Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn var fyrsti tapleikur Englandsmeistaranna á Anfield – heimavelli sínum – frá því liðið tapaði 2-1 gegn Crystal Palace þann 23. apríl 2017. Alls lék liðið 69 leiki án taps á Anfield. Segja má að Jürgen Klopp – þjálfari Liverpool – hafi tekið til hendinni frá því hann kom fyrst til Liverpool en hann tók við liðinu 8. október 2015. Hann hafði breytt liðinu töluvert þegar það loks mætti Palace í apríl 2017 og hefur Klopp haldið því áfram frá tapinu óvænta. Christian Benteke skoraði tvívegis fyrir Palace. Sam Allardyce var þjálfari Palace þá en hann þjálfar í dag West Bromwich Albion. Philippe Coutinho skoraði mark Liverpool en hann leikur í dag með Barcelona á Spáni. 1 - This was Liverpool s first defeat in 69 Premier League games at Anfield (W55 D13) since losing 1-2 to Crystal Palace in April 2017. It was the second-longest unbeaten home run in English top-flight history, after Chelsea s 86 games ending in October 2008. Smash. pic.twitter.com/aym7hcTcpF— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Ásamt Coutinho í byrjunarliðinu voru þeir Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Joël Matip, Dejan Lovren, James Milner, Emre Can, Lucas Leiva, Georginio Wijnaldum, Roberto Firmino og Divock Origi. Alls eru fimm af 11 leikmönnum enn í herbúðum Liverpool. Það eru þeir Matip, Milner, Wijnaldum, Firmino og Origi. Á varamannabekk Liverpool voru þeir Loris Karius, Joe Gomez, Marko Grujić, Alberto Moreno, Rhian Brewster, Ben Woodburn og Trent Alexander-Arnold. Af þessum sjö leikmönnum eru aðeins tveir leikmenn enn í leikmannahóp Liverpool. Það eru þeir Gomez – sem er á meiðslalistanum – og Alexander-Arnold. Tæknilega séð er Ben Woodburn enn á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Blackpool í dag. Byrjunarlið Liverpool í óvæntu 0-1 tapi liðsins gegn Burnley á fimmtudaginn var eftirfarandi: Alisson, Trent, Matip, Fabinho, Andrew Robertson, Xerdan Shaqiri, Wijnaldum, Alex Oxlade-Chamberlain, Origi og Sadio Mané. Varamannabekkur liðsins í leiknum taldi níu leikmenn að þessu sinni. Þeir Firmino og Milner voru í byrjunarliðinu gegn Palace en Klopp ákvað að geyma þá á bekknum gegn Burnley þremur árum síðar ásamt Caoimhin Kelleher, Mo Salah, Curtis Jones, Takumi Minamino, Konstantinos Tsimikas, Nathaniel Phillips og Neco Williams. Stóra spurningin er hversu margir verða eftir í leikmannahóp Liverpool þegar liðið tapar næst heimaleik í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Segja má að Jürgen Klopp – þjálfari Liverpool – hafi tekið til hendinni frá því hann kom fyrst til Liverpool en hann tók við liðinu 8. október 2015. Hann hafði breytt liðinu töluvert þegar það loks mætti Palace í apríl 2017 og hefur Klopp haldið því áfram frá tapinu óvænta. Christian Benteke skoraði tvívegis fyrir Palace. Sam Allardyce var þjálfari Palace þá en hann þjálfar í dag West Bromwich Albion. Philippe Coutinho skoraði mark Liverpool en hann leikur í dag með Barcelona á Spáni. 1 - This was Liverpool s first defeat in 69 Premier League games at Anfield (W55 D13) since losing 1-2 to Crystal Palace in April 2017. It was the second-longest unbeaten home run in English top-flight history, after Chelsea s 86 games ending in October 2008. Smash. pic.twitter.com/aym7hcTcpF— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Ásamt Coutinho í byrjunarliðinu voru þeir Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Joël Matip, Dejan Lovren, James Milner, Emre Can, Lucas Leiva, Georginio Wijnaldum, Roberto Firmino og Divock Origi. Alls eru fimm af 11 leikmönnum enn í herbúðum Liverpool. Það eru þeir Matip, Milner, Wijnaldum, Firmino og Origi. Á varamannabekk Liverpool voru þeir Loris Karius, Joe Gomez, Marko Grujić, Alberto Moreno, Rhian Brewster, Ben Woodburn og Trent Alexander-Arnold. Af þessum sjö leikmönnum eru aðeins tveir leikmenn enn í leikmannahóp Liverpool. Það eru þeir Gomez – sem er á meiðslalistanum – og Alexander-Arnold. Tæknilega séð er Ben Woodburn enn á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Blackpool í dag. Byrjunarlið Liverpool í óvæntu 0-1 tapi liðsins gegn Burnley á fimmtudaginn var eftirfarandi: Alisson, Trent, Matip, Fabinho, Andrew Robertson, Xerdan Shaqiri, Wijnaldum, Alex Oxlade-Chamberlain, Origi og Sadio Mané. Varamannabekkur liðsins í leiknum taldi níu leikmenn að þessu sinni. Þeir Firmino og Milner voru í byrjunarliðinu gegn Palace en Klopp ákvað að geyma þá á bekknum gegn Burnley þremur árum síðar ásamt Caoimhin Kelleher, Mo Salah, Curtis Jones, Takumi Minamino, Konstantinos Tsimikas, Nathaniel Phillips og Neco Williams. Stóra spurningin er hversu margir verða eftir í leikmannahóp Liverpool þegar liðið tapar næst heimaleik í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira