Sjö leikmenn eftir í leikmannahópi Liverpool síðan liðið tapaði síðast deildarleik á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2021 08:00 Klopp var ekki beint sáttur í leikslok er Liverpool tapaði 0-1 gegn Burnley í vikunni. Peter Powell/Getty Images Tapleikur Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn var fyrsti tapleikur Englandsmeistaranna á Anfield – heimavelli sínum – frá því liðið tapaði 2-1 gegn Crystal Palace þann 23. apríl 2017. Alls lék liðið 69 leiki án taps á Anfield. Segja má að Jürgen Klopp – þjálfari Liverpool – hafi tekið til hendinni frá því hann kom fyrst til Liverpool en hann tók við liðinu 8. október 2015. Hann hafði breytt liðinu töluvert þegar það loks mætti Palace í apríl 2017 og hefur Klopp haldið því áfram frá tapinu óvænta. Christian Benteke skoraði tvívegis fyrir Palace. Sam Allardyce var þjálfari Palace þá en hann þjálfar í dag West Bromwich Albion. Philippe Coutinho skoraði mark Liverpool en hann leikur í dag með Barcelona á Spáni. 1 - This was Liverpool s first defeat in 69 Premier League games at Anfield (W55 D13) since losing 1-2 to Crystal Palace in April 2017. It was the second-longest unbeaten home run in English top-flight history, after Chelsea s 86 games ending in October 2008. Smash. pic.twitter.com/aym7hcTcpF— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Ásamt Coutinho í byrjunarliðinu voru þeir Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Joël Matip, Dejan Lovren, James Milner, Emre Can, Lucas Leiva, Georginio Wijnaldum, Roberto Firmino og Divock Origi. Alls eru fimm af 11 leikmönnum enn í herbúðum Liverpool. Það eru þeir Matip, Milner, Wijnaldum, Firmino og Origi. Á varamannabekk Liverpool voru þeir Loris Karius, Joe Gomez, Marko Grujić, Alberto Moreno, Rhian Brewster, Ben Woodburn og Trent Alexander-Arnold. Af þessum sjö leikmönnum eru aðeins tveir leikmenn enn í leikmannahóp Liverpool. Það eru þeir Gomez – sem er á meiðslalistanum – og Alexander-Arnold. Tæknilega séð er Ben Woodburn enn á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Blackpool í dag. Byrjunarlið Liverpool í óvæntu 0-1 tapi liðsins gegn Burnley á fimmtudaginn var eftirfarandi: Alisson, Trent, Matip, Fabinho, Andrew Robertson, Xerdan Shaqiri, Wijnaldum, Alex Oxlade-Chamberlain, Origi og Sadio Mané. Varamannabekkur liðsins í leiknum taldi níu leikmenn að þessu sinni. Þeir Firmino og Milner voru í byrjunarliðinu gegn Palace en Klopp ákvað að geyma þá á bekknum gegn Burnley þremur árum síðar ásamt Caoimhin Kelleher, Mo Salah, Curtis Jones, Takumi Minamino, Konstantinos Tsimikas, Nathaniel Phillips og Neco Williams. Stóra spurningin er hversu margir verða eftir í leikmannahóp Liverpool þegar liðið tapar næst heimaleik í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Segja má að Jürgen Klopp – þjálfari Liverpool – hafi tekið til hendinni frá því hann kom fyrst til Liverpool en hann tók við liðinu 8. október 2015. Hann hafði breytt liðinu töluvert þegar það loks mætti Palace í apríl 2017 og hefur Klopp haldið því áfram frá tapinu óvænta. Christian Benteke skoraði tvívegis fyrir Palace. Sam Allardyce var þjálfari Palace þá en hann þjálfar í dag West Bromwich Albion. Philippe Coutinho skoraði mark Liverpool en hann leikur í dag með Barcelona á Spáni. 1 - This was Liverpool s first defeat in 69 Premier League games at Anfield (W55 D13) since losing 1-2 to Crystal Palace in April 2017. It was the second-longest unbeaten home run in English top-flight history, after Chelsea s 86 games ending in October 2008. Smash. pic.twitter.com/aym7hcTcpF— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Ásamt Coutinho í byrjunarliðinu voru þeir Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Joël Matip, Dejan Lovren, James Milner, Emre Can, Lucas Leiva, Georginio Wijnaldum, Roberto Firmino og Divock Origi. Alls eru fimm af 11 leikmönnum enn í herbúðum Liverpool. Það eru þeir Matip, Milner, Wijnaldum, Firmino og Origi. Á varamannabekk Liverpool voru þeir Loris Karius, Joe Gomez, Marko Grujić, Alberto Moreno, Rhian Brewster, Ben Woodburn og Trent Alexander-Arnold. Af þessum sjö leikmönnum eru aðeins tveir leikmenn enn í leikmannahóp Liverpool. Það eru þeir Gomez – sem er á meiðslalistanum – og Alexander-Arnold. Tæknilega séð er Ben Woodburn enn á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Blackpool í dag. Byrjunarlið Liverpool í óvæntu 0-1 tapi liðsins gegn Burnley á fimmtudaginn var eftirfarandi: Alisson, Trent, Matip, Fabinho, Andrew Robertson, Xerdan Shaqiri, Wijnaldum, Alex Oxlade-Chamberlain, Origi og Sadio Mané. Varamannabekkur liðsins í leiknum taldi níu leikmenn að þessu sinni. Þeir Firmino og Milner voru í byrjunarliðinu gegn Palace en Klopp ákvað að geyma þá á bekknum gegn Burnley þremur árum síðar ásamt Caoimhin Kelleher, Mo Salah, Curtis Jones, Takumi Minamino, Konstantinos Tsimikas, Nathaniel Phillips og Neco Williams. Stóra spurningin er hversu margir verða eftir í leikmannahóp Liverpool þegar liðið tapar næst heimaleik í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira